Enski boltinn

Welbeck til Watford

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Welbeck lék með Arsenal í fimm ár.
Welbeck lék með Arsenal í fimm ár. vísir/getty
Danny Welbeck er genginn í raðir Watford. Hann hefur verið án félags síðan samningur hans við Arsenal rann út fyrr í sumar.



Welbeck var hjá Arsenal í fimm ár en lék aðeins 126 leiki fyrir félagið og skoraði 32 mörk.

Hann hefur ekkert spilað síðan hann ökklabrotnaði í leik Arsenal og Sporting í Evrópudeildinni í nóvember á síðasta ári.

Welbeck er uppalinn hjá Manchester United og varð einu sinni Englandsmeistari með félaginu og vann deildabikarinn tvisvar. Þá varð hann bikarmeistari með Arsenal fyrir tveimur árum.

Welbeck hefur leikið 42 landsleiki fyrir England og skorað 16 mörk. Hann hefur farið með enska landsliðinu á þrjú stórmót.

Watford endaði í 11. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili og komst í bikarúrslit þar sem liðið tapaði fyrir Manchester City, 6-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×