Kaffihús Te & kaffi hverfa úr verslunum Eymundsson Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. ágúst 2019 16:10 Koma verður í ljós hvernig brotthvarf Te & Kaffi í Hafnarstrætinu á Akureyri kemur við heimamenn. Já.is Kaffihús Te & kaffi verða ekki lengur að finna í verslunum Eymundsson um mánaðarmótin. Þetta staðfestir Guðmundur Halldórsson framkvæmdastjóri Te & kaffi í samtali við fréttastofu. Kaffid.is greindi fyrst frá. Fyrirtækin hafa átt í samstarfi í þrettán ár á fjórum stöðum. Þremur verslunum Eymundsson í miðbæ Reykjavíkur og einu á Akureyri. Ekki náðist samkomulag um frekara samstarf. Til skoðunar er að opna nýtt útibú á Akureyri en ekkert liggur þó fyrir í þeim efnum.Sáu ekki framtíðina sömu augum Guðmundur segir samstarf fyrirtækjanna undanfarin þrettán ára hafa verið gott. Auk reksturs kaffihúsanna hefur Penninn séð um sölu á kaffi á skrifstofumarkaði. „Það hefur hangið á einum og sama samningnum en sá samningur rann út í vor,“ segir Guðmundur. Samningaviðræður hafi staðið yfir fyrirtækjanna á milli undanfarin ár. „Það sem kom út úr því var hreinlega að menn sáu ekki framtíðina sömu augum.“Kaffihús Te & Kaffi á Lækjartorgi er áfram rekið í óbreyttri mynd sem og önnur níu útibú.Vísir/VilhelmVildu stokka upp Guðmundur segir staðina fjóra hafa gengið misvel í rekstri. Aðilar á veitingamarkaði hafi fundið fyrir ákveðnum erfiðleikum og Te & kaffi sé engin undantekning á því. „Við vildum stokka upp og semja á annan hátt en forsvarsmenn Pennans voru sáttir við. Menn sáu ekki grundvöll fyrir áframhaldandi samstarfi.“ Þótt samningar hafi runnið út í vor hafi verið ákveðið að halda áfram í sumar á meðan spáð yrði og spekúlerað. Þetta er svo niðurstaðan. Reiknar Guðmundur með að stöðunum verði lokað í áföngum á næstu vikum. „Við verðum farnir út í kringum mánaðarmótin. Sennilega fyrstu vikuna í september.“Úr þrettán í níu Te & kaffi rekur þessa stundina þrettán kaffihús svo eftir breytinguna verða níu eftir. „Það er alveg slatti að halda utan um,“ segir Guðmundur. Engar breytingar verða á rekstri annarra útibúa Te&kaffi og segir Guðmundur fyrirtækið halda uppteknum hætti. Sérstaklega verði skoðað að opna nýtt útibú fyrir norðan þótt það sé enn á byrjunarstigi. Samkvæmt heimildum Vísis hafa forsvarsmenn Pennans til skoðunar að opna eigin kaffisölu í verslunum Eymundsson. „Með fullri virðingu fyrir því sem Penninn kemur til með að gera þá held ég að Akureyringar eigi eftir að sakna Te & kaffi,“ segir Guðmundur. Kaffihúsið hefur notið mikilla vinsælda en það er staðsett á besta stað í miðbænum. Ekkert plan sé á borðinu en þau séu með augun opin og gá hvort opnist spennandi möguleiki í höfuðborg norðursins.Hljóti að vera færri Íslendingar í miðbænum Guðmundur segir Te & kaffi fyrirtæki í sókn „þó svo að miðbærinn hafi undanfarin ár verið ströggl“. Te & Kaffi er með útibú í Aðalstræti, Lækjargötu og Laugavegi til viðbótar við þrjú útibú í Eymundsson á Skólavörðustíg og Laugavegi sem brátt heyra sögunni til. Guðmundur veltir nokkrum hlutum fyrir sér hvers vegna reksturinn í miðbænum gangi verr en áður. „Kauphegðun túristanna er öðruvísi og svo finnum við líka fyrir því að þeim hefur fækkað. Svo hlýtur að vera að komum Íslendinga í miðborgina sé eitthvað að fækka,“ segir Guðmundur. Fyrirtækið hafi því horft til þess að opna frekar útibú á jaðrinum eins og í Borgartúni og Smáralind auk Hlemms. Þá gangi staðirnir í Kringlunni og Smáralind mjög vel og hafi stækkað verulega frá því sem áður var. Akureyri Neytendur Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Sjá meira
Kaffihús Te & kaffi verða ekki lengur að finna í verslunum Eymundsson um mánaðarmótin. Þetta staðfestir Guðmundur Halldórsson framkvæmdastjóri Te & kaffi í samtali við fréttastofu. Kaffid.is greindi fyrst frá. Fyrirtækin hafa átt í samstarfi í þrettán ár á fjórum stöðum. Þremur verslunum Eymundsson í miðbæ Reykjavíkur og einu á Akureyri. Ekki náðist samkomulag um frekara samstarf. Til skoðunar er að opna nýtt útibú á Akureyri en ekkert liggur þó fyrir í þeim efnum.Sáu ekki framtíðina sömu augum Guðmundur segir samstarf fyrirtækjanna undanfarin þrettán ára hafa verið gott. Auk reksturs kaffihúsanna hefur Penninn séð um sölu á kaffi á skrifstofumarkaði. „Það hefur hangið á einum og sama samningnum en sá samningur rann út í vor,“ segir Guðmundur. Samningaviðræður hafi staðið yfir fyrirtækjanna á milli undanfarin ár. „Það sem kom út úr því var hreinlega að menn sáu ekki framtíðina sömu augum.“Kaffihús Te & Kaffi á Lækjartorgi er áfram rekið í óbreyttri mynd sem og önnur níu útibú.Vísir/VilhelmVildu stokka upp Guðmundur segir staðina fjóra hafa gengið misvel í rekstri. Aðilar á veitingamarkaði hafi fundið fyrir ákveðnum erfiðleikum og Te & kaffi sé engin undantekning á því. „Við vildum stokka upp og semja á annan hátt en forsvarsmenn Pennans voru sáttir við. Menn sáu ekki grundvöll fyrir áframhaldandi samstarfi.“ Þótt samningar hafi runnið út í vor hafi verið ákveðið að halda áfram í sumar á meðan spáð yrði og spekúlerað. Þetta er svo niðurstaðan. Reiknar Guðmundur með að stöðunum verði lokað í áföngum á næstu vikum. „Við verðum farnir út í kringum mánaðarmótin. Sennilega fyrstu vikuna í september.“Úr þrettán í níu Te & kaffi rekur þessa stundina þrettán kaffihús svo eftir breytinguna verða níu eftir. „Það er alveg slatti að halda utan um,“ segir Guðmundur. Engar breytingar verða á rekstri annarra útibúa Te&kaffi og segir Guðmundur fyrirtækið halda uppteknum hætti. Sérstaklega verði skoðað að opna nýtt útibú fyrir norðan þótt það sé enn á byrjunarstigi. Samkvæmt heimildum Vísis hafa forsvarsmenn Pennans til skoðunar að opna eigin kaffisölu í verslunum Eymundsson. „Með fullri virðingu fyrir því sem Penninn kemur til með að gera þá held ég að Akureyringar eigi eftir að sakna Te & kaffi,“ segir Guðmundur. Kaffihúsið hefur notið mikilla vinsælda en það er staðsett á besta stað í miðbænum. Ekkert plan sé á borðinu en þau séu með augun opin og gá hvort opnist spennandi möguleiki í höfuðborg norðursins.Hljóti að vera færri Íslendingar í miðbænum Guðmundur segir Te & kaffi fyrirtæki í sókn „þó svo að miðbærinn hafi undanfarin ár verið ströggl“. Te & Kaffi er með útibú í Aðalstræti, Lækjargötu og Laugavegi til viðbótar við þrjú útibú í Eymundsson á Skólavörðustíg og Laugavegi sem brátt heyra sögunni til. Guðmundur veltir nokkrum hlutum fyrir sér hvers vegna reksturinn í miðbænum gangi verr en áður. „Kauphegðun túristanna er öðruvísi og svo finnum við líka fyrir því að þeim hefur fækkað. Svo hlýtur að vera að komum Íslendinga í miðborgina sé eitthvað að fækka,“ segir Guðmundur. Fyrirtækið hafi því horft til þess að opna frekar útibú á jaðrinum eins og í Borgartúni og Smáralind auk Hlemms. Þá gangi staðirnir í Kringlunni og Smáralind mjög vel og hafi stækkað verulega frá því sem áður var.
Akureyri Neytendur Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent