Aubameyang hélt uppteknum hætti frá síðasta tímabili og tryggði Arsenal sigur á Newcastle Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. ágúst 2019 14:45 Aubameyang fagnar marki sínu. vísir/getty Pierre-Emerick Aubameyang skoraði eina mark leiksins þegar Arsenal sótti Newcastle United heim á St. James' Park í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Mark Aubameyangs kom á 58. mínútu. Ainsley Maitland-Niles vann þá boltann, skeiðaði upp hægri kantinn og fann Aubameyang sem kom boltanum framhjá Martin Dubravka. Þetta var 33. mark Aubameyangs í 50. deildarleiknum fyrir Arsenal. Hann var markakóngur ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili ásamt Liverpool-mönnunum Mohamed Salah og Sadio Mané. Nýju mennirnir David Luiz, Dani Ceballos, Gabriel Martinelli og Nicolas Pépé byrjuðu allir á bekknum hjá Arsenal í dag. Þeir þrír síðastnefndu komu inn á í seinni hálfleik. Steve Bruce stýrði Newcastle í fyrsta sinn í deildarleik í dag. Lítil ánægja var með ráðningu hans og stuðningsmenn Newcastle eru orðnir langþreyttir á Mike Ashley, eiganda félagsins. Enski boltinn
Pierre-Emerick Aubameyang skoraði eina mark leiksins þegar Arsenal sótti Newcastle United heim á St. James' Park í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Mark Aubameyangs kom á 58. mínútu. Ainsley Maitland-Niles vann þá boltann, skeiðaði upp hægri kantinn og fann Aubameyang sem kom boltanum framhjá Martin Dubravka. Þetta var 33. mark Aubameyangs í 50. deildarleiknum fyrir Arsenal. Hann var markakóngur ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili ásamt Liverpool-mönnunum Mohamed Salah og Sadio Mané. Nýju mennirnir David Luiz, Dani Ceballos, Gabriel Martinelli og Nicolas Pépé byrjuðu allir á bekknum hjá Arsenal í dag. Þeir þrír síðastnefndu komu inn á í seinni hálfleik. Steve Bruce stýrði Newcastle í fyrsta sinn í deildarleik í dag. Lítil ánægja var með ráðningu hans og stuðningsmenn Newcastle eru orðnir langþreyttir á Mike Ashley, eiganda félagsins.