Liverpool stjörnurnar voru skælbrosandi á fyrstu æfingu eftir sumarfrí Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2019 16:00 Naby Keita, Roberto Firmino, Mohamed Salah og Xherdan Shaqiri voru allir að koma til baka, þrír úr sumarfríi en tveir úr meiðslum. Getty/Andrew Powell Liverpool er búið að endurheimta stórstjörnurnar Mohamed Salah, Alisson Becker og Roberto Firmino sem hafa allir skilað sér til æfinga eftir stutt sumarfrí. Leikmennirnir voru allir uppteknir með landsliðum sínum í allt sumar og sá fjórði, Sadio Mané, er ekki enn kominn til baka þar sem Afríkukeppnin kláraðist seinna en öll önnur landsliðsmót sumarsins. Þeir Mohamed Salah, Alisson Becker og Roberto Firmino mættu allir til Evian í Frakklandi þar sem Liverpool er í æfingabúðum. Auk þessara þriggja eru þeir Naby Keita og Xherdan Shaqiri einnig farnir að æfa eftir að hafa verið að glíma við meiðsli. Liverpool hefur saknað þeirra mikið ef marka má úrslitin í æfingarleikjunum en Liverpool hefur nú leikið fjóra undirbúningsleiki í röð án sigurs og tapað þremur þeirra.Look who's back pic.twitter.com/5dGq0Ivsiz — B/R Football (@brfootball) July 30, 2019Liverpool hefur gefið mörgum ungum leikmönnum tækifæri á undirbúningstímabilinu en strákar eins og Curtis Jones, Ben Woodburn og Nat Phillips duttu úr fyrir Frakklandsferðina. Nýju táningarnir Harvey Elliott og Sepp van den Berg fengu hins vegar báðir að fara með alveg eins og Bobby Duncan sem er framherji átján ára liðs félagsins. Liverpool æfir í Evian alla vikuna en fer til Genfar í Sviss á miðvikudagskvöldið þar sem liðið mætir Lyon í æfingarleik. Sá leikur var settur á svo þeir Mohamed Salah, Alisson Becker og Roberto Firmino myndu allir ná leik fyrir fyrsta leik tímabilsins. Liverpool mætir Manchester City í leiknum um Samfélagsskjöldinn á sunnudaginn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Leikmennirnir sem æfa með Liverpool í Frakklandi eru eftirtaldir: Alexander-Arnold, Alisson, Brewster, Duncan, Elliott, Fabinho, Firmino, Gomez, Henderson, Hoever, Keita, Lallana, Larouci, Lewis, Lonergan, Lovren, Matip, Mignolet, Milner, Ojrzynski, Origi, Oxlade-Chamberlain, Robertson, Salah, Shaqiri, Van den Berg, Van Dijk, Wijnaldum, Wilson. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af endurkomu stórstjarnanna Mohamed Salah, Alisson Becker og Roberto Firmino.Getty/Andrew PowellGetty/Andrew PowellGetty/Andrew PowellGetty/Andrew PowellGetty/Andrew PowellGetty/Andrew PowellGetty/Andrew PowellGetty/Andrew Powell Enski boltinn Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir Sjá meira
Liverpool er búið að endurheimta stórstjörnurnar Mohamed Salah, Alisson Becker og Roberto Firmino sem hafa allir skilað sér til æfinga eftir stutt sumarfrí. Leikmennirnir voru allir uppteknir með landsliðum sínum í allt sumar og sá fjórði, Sadio Mané, er ekki enn kominn til baka þar sem Afríkukeppnin kláraðist seinna en öll önnur landsliðsmót sumarsins. Þeir Mohamed Salah, Alisson Becker og Roberto Firmino mættu allir til Evian í Frakklandi þar sem Liverpool er í æfingabúðum. Auk þessara þriggja eru þeir Naby Keita og Xherdan Shaqiri einnig farnir að æfa eftir að hafa verið að glíma við meiðsli. Liverpool hefur saknað þeirra mikið ef marka má úrslitin í æfingarleikjunum en Liverpool hefur nú leikið fjóra undirbúningsleiki í röð án sigurs og tapað þremur þeirra.Look who's back pic.twitter.com/5dGq0Ivsiz — B/R Football (@brfootball) July 30, 2019Liverpool hefur gefið mörgum ungum leikmönnum tækifæri á undirbúningstímabilinu en strákar eins og Curtis Jones, Ben Woodburn og Nat Phillips duttu úr fyrir Frakklandsferðina. Nýju táningarnir Harvey Elliott og Sepp van den Berg fengu hins vegar báðir að fara með alveg eins og Bobby Duncan sem er framherji átján ára liðs félagsins. Liverpool æfir í Evian alla vikuna en fer til Genfar í Sviss á miðvikudagskvöldið þar sem liðið mætir Lyon í æfingarleik. Sá leikur var settur á svo þeir Mohamed Salah, Alisson Becker og Roberto Firmino myndu allir ná leik fyrir fyrsta leik tímabilsins. Liverpool mætir Manchester City í leiknum um Samfélagsskjöldinn á sunnudaginn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Leikmennirnir sem æfa með Liverpool í Frakklandi eru eftirtaldir: Alexander-Arnold, Alisson, Brewster, Duncan, Elliott, Fabinho, Firmino, Gomez, Henderson, Hoever, Keita, Lallana, Larouci, Lewis, Lonergan, Lovren, Matip, Mignolet, Milner, Ojrzynski, Origi, Oxlade-Chamberlain, Robertson, Salah, Shaqiri, Van den Berg, Van Dijk, Wijnaldum, Wilson. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af endurkomu stórstjarnanna Mohamed Salah, Alisson Becker og Roberto Firmino.Getty/Andrew PowellGetty/Andrew PowellGetty/Andrew PowellGetty/Andrew PowellGetty/Andrew PowellGetty/Andrew PowellGetty/Andrew PowellGetty/Andrew Powell
Enski boltinn Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir Sjá meira