Frétt fyrir rétt Ólöf Skaftadóttir skrifar 31. júlí 2019 07:00 Seðlabankinn stefnir nú blaðamanni Fréttablaðsins fyrir dóm til að freista þess að kæfa umfjöllun hans um launakjör og hlunnindi sem seðlabankastjóri hefur veitt starfsmönnum í efsta lagi bankans. Málið er eitt af fjölmörgum úr ranni Seðlabankans undanfarið sem virðist ekki þola dagsljósið. Forsaga málsins er að í fyrra óskaði blaðamaður Fréttablaðsins eftir upplýsingum frá bankanum um samning sem Már Guðmundsson bankastjóri gerði við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, þáverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans, um styrk og laun í námsleyfi meðan hún sótti dýrt nám í Bandaríkjunum. Ingibjörg kom ekki aftur til starfa fyrir bankann að námi loknu. Samningurinn var hugsaður sem starfslokasamningur. Verðmæti samningsins var hátt á annan tug milljóna, hefur blaðið eftir heimildum. Bankinn hafnaði beiðni blaðamannsins um upplýsingar um samninginn. Blaðamaðurinn sneri sér þá til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Nefndin úrskurðaði tæpum átta mánuðum eftir fyrstu beiðnina að bankinn væri skyldugur að afhenda blaðamanninum starfslokasamning Ingibjargar. Því vildi bankinn ekki una og óskaði eftir frestun á réttaráhrifunum meðan málið yrði rekið fyrir dómstólum. Nefndin varð við þeirri beiðni í síðustu viku og dómsmál gegn blaðamanni Fréttablaðsins verður þingfest eftir helgi. Þessi furðulega vegferð Seðlabanka Íslands, opinberrar stofnunar, er ekki einsdæmi. Leitun er að stofnun sem gerir blaðamönnum erfiðara fyrir að afla upplýsinga. Oft hefur þurft að gera hlé á fréttaflutningi vegna tregðu stofnana við að upplýsa um brýn mál. Fjölmiðlarnir þurfa svo að standa undir dýrum málarekstri til að fá upplýsingar sem varða almenning. Í þessu tilfelli til að forðast skýringu á því að skattgreiðendur borgi hátt á annan tug milljóna fyrir starfslok embættismanns. Bankinn, undir forystu Más, hefur stofnað til fjölda mála sem ekki þola skoðun. Alvarlegast er að fjöldi mála hefur skaðað einstaklinga og fyrirtæki – bankinn hefur verið gerður afturreka með tugi mála eftir kærur. Svo hefur hann útdeilt stjórnvaldssektum á fjölda fyrirtækja sem dómstólar fella úr gildi jafnharðan. Alltaf stendur á svörum frá bankanum. Minni mál, líkt og kaup á jólagjöfum til starfsmanna og spurningar um af hverju verk eftir Gunnlaug Blöndal var fjarlægt af einni skrifstofu bankans, vefjast ekki síður fyrir stjórnendum en stóru málin. Bankaráðið, sem á að veita stjórnendum bankans aðhald, stendur ekki í stykkinu. Stjórnmálamenn hafa skilað auðu og leyft embættismönnum að ganga sjálfala. Það ríkir óstjórn í bankanum. Seðlabankinn skýlir sér bak við sjálfstæði, en það nær til peningastefnunnar en ekki rekstrar. Það gefur honum ekki heimild til að haga sér eins og ríki í ríkinu. Tími er til kominn að seðlabankastjóri dragi höfuðið upp úr sandinum. Hann getur alveg frestað hinu óumflýjanlega en um óstjórnina í Seðlabankanum verður fjallað þó að þóttafullum stjórnendum bankans líki það illa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Seðlabankinn stefnir nú blaðamanni Fréttablaðsins fyrir dóm til að freista þess að kæfa umfjöllun hans um launakjör og hlunnindi sem seðlabankastjóri hefur veitt starfsmönnum í efsta lagi bankans. Málið er eitt af fjölmörgum úr ranni Seðlabankans undanfarið sem virðist ekki þola dagsljósið. Forsaga málsins er að í fyrra óskaði blaðamaður Fréttablaðsins eftir upplýsingum frá bankanum um samning sem Már Guðmundsson bankastjóri gerði við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, þáverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans, um styrk og laun í námsleyfi meðan hún sótti dýrt nám í Bandaríkjunum. Ingibjörg kom ekki aftur til starfa fyrir bankann að námi loknu. Samningurinn var hugsaður sem starfslokasamningur. Verðmæti samningsins var hátt á annan tug milljóna, hefur blaðið eftir heimildum. Bankinn hafnaði beiðni blaðamannsins um upplýsingar um samninginn. Blaðamaðurinn sneri sér þá til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Nefndin úrskurðaði tæpum átta mánuðum eftir fyrstu beiðnina að bankinn væri skyldugur að afhenda blaðamanninum starfslokasamning Ingibjargar. Því vildi bankinn ekki una og óskaði eftir frestun á réttaráhrifunum meðan málið yrði rekið fyrir dómstólum. Nefndin varð við þeirri beiðni í síðustu viku og dómsmál gegn blaðamanni Fréttablaðsins verður þingfest eftir helgi. Þessi furðulega vegferð Seðlabanka Íslands, opinberrar stofnunar, er ekki einsdæmi. Leitun er að stofnun sem gerir blaðamönnum erfiðara fyrir að afla upplýsinga. Oft hefur þurft að gera hlé á fréttaflutningi vegna tregðu stofnana við að upplýsa um brýn mál. Fjölmiðlarnir þurfa svo að standa undir dýrum málarekstri til að fá upplýsingar sem varða almenning. Í þessu tilfelli til að forðast skýringu á því að skattgreiðendur borgi hátt á annan tug milljóna fyrir starfslok embættismanns. Bankinn, undir forystu Más, hefur stofnað til fjölda mála sem ekki þola skoðun. Alvarlegast er að fjöldi mála hefur skaðað einstaklinga og fyrirtæki – bankinn hefur verið gerður afturreka með tugi mála eftir kærur. Svo hefur hann útdeilt stjórnvaldssektum á fjölda fyrirtækja sem dómstólar fella úr gildi jafnharðan. Alltaf stendur á svörum frá bankanum. Minni mál, líkt og kaup á jólagjöfum til starfsmanna og spurningar um af hverju verk eftir Gunnlaug Blöndal var fjarlægt af einni skrifstofu bankans, vefjast ekki síður fyrir stjórnendum en stóru málin. Bankaráðið, sem á að veita stjórnendum bankans aðhald, stendur ekki í stykkinu. Stjórnmálamenn hafa skilað auðu og leyft embættismönnum að ganga sjálfala. Það ríkir óstjórn í bankanum. Seðlabankinn skýlir sér bak við sjálfstæði, en það nær til peningastefnunnar en ekki rekstrar. Það gefur honum ekki heimild til að haga sér eins og ríki í ríkinu. Tími er til kominn að seðlabankastjóri dragi höfuðið upp úr sandinum. Hann getur alveg frestað hinu óumflýjanlega en um óstjórnina í Seðlabankanum verður fjallað þó að þóttafullum stjórnendum bankans líki það illa.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun