Hver á hvað? Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 24. júlí 2019 08:00 Ég átti afmæli um helgina og í tilefni af því gistu barnabörnin hjá ömmu og afa. Yfir hafragrautnum á mánudagsmorgni horfði ég á eitt þriggja ára andlit og annað fimm ára og það var verið að ræða málin. „Ég á ykkur,“ sagði ég til að reyna þau. „Ég er amma ykkar og ég á ykkur!“ Þá horfði þriggja ára nafna mín á mig og sagði: „Nei, þú átt okkur ekki, við eigum þig!“ Ég reyndi að malda í móinn og endurtók yfirlýsingu mína heldur ákveðnari, en hún svaraði fullum hálsi og ítrekaði afstöðu sína. Fimm ára drengurinn vildi milda stemninguna og mælti: „En Guð á okkur öll!“ Og þar með lauk þeirri umræðu en ný málefni tekin á dagskrá. Í rauninni var ég heldur ánægð með yfirlýsingar barnanna beggja. – Þriggja ára skottið bar fram sjálfstæðisyfirlýsingu en fimm ára heimspekingurinn minnti á ást Guðs á öllum mönnum. Það er sístætt umræðuefni þetta með eignarréttinn. Hver á hvað í þessum heimi? Nýlega lá ég á mosaþembu og horfði úr svimandi hæð á fuglinn bjástra í bjarginu undir Arnarstapa líkt og hann hefur gert í þúsundir ára. Uppstreymið af bjarginu bar með sér stækan þef af driti í bland við ilm af hafi. Á heimleiðinni gargaði krían í eyru mér í miklum ham við að verja varpsvæði sitt. Tvær kríur höfðu tyllt sér á skilti við veginn sem á var letrað: „Einkavegur“ líkt og upp á grín, því krían veit betur og fylgir sínum málum ekki síður fast eftir en hún nafna mín. „Þú átt mig ekki, ég á þig!“ Í árþúsundir hefur vorað á Íslandi og gróandinn tekið völdin með fuglasöng, flugnasuði og tófugaggi. Svo mun áfram verða hvað sem öllu mannlífi líður. Við eigum ekki þetta land, landið á okkur. Og vilji einhver um það deila mælir fimm ára barnsröddin: „En Guð á okkur öll!“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Sjá meira
Ég átti afmæli um helgina og í tilefni af því gistu barnabörnin hjá ömmu og afa. Yfir hafragrautnum á mánudagsmorgni horfði ég á eitt þriggja ára andlit og annað fimm ára og það var verið að ræða málin. „Ég á ykkur,“ sagði ég til að reyna þau. „Ég er amma ykkar og ég á ykkur!“ Þá horfði þriggja ára nafna mín á mig og sagði: „Nei, þú átt okkur ekki, við eigum þig!“ Ég reyndi að malda í móinn og endurtók yfirlýsingu mína heldur ákveðnari, en hún svaraði fullum hálsi og ítrekaði afstöðu sína. Fimm ára drengurinn vildi milda stemninguna og mælti: „En Guð á okkur öll!“ Og þar með lauk þeirri umræðu en ný málefni tekin á dagskrá. Í rauninni var ég heldur ánægð með yfirlýsingar barnanna beggja. – Þriggja ára skottið bar fram sjálfstæðisyfirlýsingu en fimm ára heimspekingurinn minnti á ást Guðs á öllum mönnum. Það er sístætt umræðuefni þetta með eignarréttinn. Hver á hvað í þessum heimi? Nýlega lá ég á mosaþembu og horfði úr svimandi hæð á fuglinn bjástra í bjarginu undir Arnarstapa líkt og hann hefur gert í þúsundir ára. Uppstreymið af bjarginu bar með sér stækan þef af driti í bland við ilm af hafi. Á heimleiðinni gargaði krían í eyru mér í miklum ham við að verja varpsvæði sitt. Tvær kríur höfðu tyllt sér á skilti við veginn sem á var letrað: „Einkavegur“ líkt og upp á grín, því krían veit betur og fylgir sínum málum ekki síður fast eftir en hún nafna mín. „Þú átt mig ekki, ég á þig!“ Í árþúsundir hefur vorað á Íslandi og gróandinn tekið völdin með fuglasöng, flugnasuði og tófugaggi. Svo mun áfram verða hvað sem öllu mannlífi líður. Við eigum ekki þetta land, landið á okkur. Og vilji einhver um það deila mælir fimm ára barnsröddin: „En Guð á okkur öll!“
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun