Nýju fötin keisarans Ólöf Skaftadóttir skrifar 24. júlí 2019 08:00 Siglum Brexit heim, sameinum landið og sigrum Jeremy Corbyn. Þetta hafa verið einkunnarorð Boris Johnson í baráttunni um forsætisráðherrastólinn. Ljóst er að nýs þjóðarleiðtoga bíða ærin verkefni ef loforðin á að efna enda þarf Johnson að starfa í hinu sama þingi og hefur hingað til fellt allar útfærslur útgöngunnar. Allar tölur sýna að Bretar eru enn klofnir í afstöðu sinni til útgöngu úr Evrópusambandinu. Nicola Sturgeon, leiðtogi Skoska þjóðarflokksins og fyrsti ráðherra skosku heimastjórnarinnar, lýsti í gær yfir þungum áhyggjum af kjöri hins nýja leiðtoga Íhaldsflokksins. Stuðningur við sjálfstætt Skotland er nú sá mesti frá árinu 2015, samkvæmt nýlegri könnun. Í henni segjast 49 prósent Skota vilja lýsa yfir sjálfstæði frá Bretlandi og 51 prósent er andvígt sjálfstæði. Þrátt fyrir gífuryrði Boris á leið sinni að Downing-stræti bólar ekkert á nýjum hugmyndum um hvernig megi höggva á Brexit-hnútinn sem ekki bifast. Boris segist ekki hræddur við hart Brexit – hann leiði þjóðina út, hvað sem tautar og raular. Ekki er auðvelt að sjá hvernig sú óbilgjarna afstaða spilar með diplómatísku markmiði hans um að sameina þjóð sem er klofin í herðar niður í afstöðu sinni til málsins. Í Brussel var kosningu Johnsons mætt með yfirlýsingu um að kröfur hans inn í viðræður um útgöngu væru óraunhæfar. Aðalsamningamaður Evrópusambandsins óskaði eftir uppbyggilegu samstarfi við forsætisráðherrann um fullgildingu útgöngusamnings fráfarandi forsætisráðherra, Theresu May, sem Boris hefur hingað til lýst sem dauðum samningi. Í baksýnisspeglinum er óhætt að halda því fram að May hafi sýnt ótrúlega seiglu í viðleitni sinni til að koma Bretum úr Evrópusambandinu í flokki þar sem allt logaði stafnanna á milli og samflokksmenn reyndust henni erfiðustu andstæðingarnir. Fyrir þeim hópi fór, líkt og frægt er orðið, hentistefnumaðurinn sem nú er orðinn forsætisráðherra. Svo felldi breska þingið einfaldlega allt sem boðið var upp á, þótt May hafi raunar í tvígang komist ansi nálægt samkomulagi. Tækifærissinninn hafði vinninginn að sinni sé miðað við úrslitin í Westminster í gær. Sigurinn var fyrirsjáanlegur. Þróunin víðar en í Bretlandi sýnir að popúlismi kemur mönnum langt. Meinið fyrir popúlistana er að með tímanum þarf að sýna fram á efndir. Þá stendur eftir þriðja kosningaloforð hentistefnumannsins. Ef ekki tekst að greiða úr Brexit-flækjunni með Boris í fararbroddi verður fróðlegt að sjá hvaða árangri flokkur hans nær í næstu þingkosningum. Nú er verkefni Boris einfaldlega að sanna að keisarinn sé í klæðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Siglum Brexit heim, sameinum landið og sigrum Jeremy Corbyn. Þetta hafa verið einkunnarorð Boris Johnson í baráttunni um forsætisráðherrastólinn. Ljóst er að nýs þjóðarleiðtoga bíða ærin verkefni ef loforðin á að efna enda þarf Johnson að starfa í hinu sama þingi og hefur hingað til fellt allar útfærslur útgöngunnar. Allar tölur sýna að Bretar eru enn klofnir í afstöðu sinni til útgöngu úr Evrópusambandinu. Nicola Sturgeon, leiðtogi Skoska þjóðarflokksins og fyrsti ráðherra skosku heimastjórnarinnar, lýsti í gær yfir þungum áhyggjum af kjöri hins nýja leiðtoga Íhaldsflokksins. Stuðningur við sjálfstætt Skotland er nú sá mesti frá árinu 2015, samkvæmt nýlegri könnun. Í henni segjast 49 prósent Skota vilja lýsa yfir sjálfstæði frá Bretlandi og 51 prósent er andvígt sjálfstæði. Þrátt fyrir gífuryrði Boris á leið sinni að Downing-stræti bólar ekkert á nýjum hugmyndum um hvernig megi höggva á Brexit-hnútinn sem ekki bifast. Boris segist ekki hræddur við hart Brexit – hann leiði þjóðina út, hvað sem tautar og raular. Ekki er auðvelt að sjá hvernig sú óbilgjarna afstaða spilar með diplómatísku markmiði hans um að sameina þjóð sem er klofin í herðar niður í afstöðu sinni til málsins. Í Brussel var kosningu Johnsons mætt með yfirlýsingu um að kröfur hans inn í viðræður um útgöngu væru óraunhæfar. Aðalsamningamaður Evrópusambandsins óskaði eftir uppbyggilegu samstarfi við forsætisráðherrann um fullgildingu útgöngusamnings fráfarandi forsætisráðherra, Theresu May, sem Boris hefur hingað til lýst sem dauðum samningi. Í baksýnisspeglinum er óhætt að halda því fram að May hafi sýnt ótrúlega seiglu í viðleitni sinni til að koma Bretum úr Evrópusambandinu í flokki þar sem allt logaði stafnanna á milli og samflokksmenn reyndust henni erfiðustu andstæðingarnir. Fyrir þeim hópi fór, líkt og frægt er orðið, hentistefnumaðurinn sem nú er orðinn forsætisráðherra. Svo felldi breska þingið einfaldlega allt sem boðið var upp á, þótt May hafi raunar í tvígang komist ansi nálægt samkomulagi. Tækifærissinninn hafði vinninginn að sinni sé miðað við úrslitin í Westminster í gær. Sigurinn var fyrirsjáanlegur. Þróunin víðar en í Bretlandi sýnir að popúlismi kemur mönnum langt. Meinið fyrir popúlistana er að með tímanum þarf að sýna fram á efndir. Þá stendur eftir þriðja kosningaloforð hentistefnumannsins. Ef ekki tekst að greiða úr Brexit-flækjunni með Boris í fararbroddi verður fróðlegt að sjá hvaða árangri flokkur hans nær í næstu þingkosningum. Nú er verkefni Boris einfaldlega að sanna að keisarinn sé í klæðum.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun