Spáir methita víða í Evrópu í annarri hitabylgju sumarsins Kjartan Kjartansson skrifar 24. júlí 2019 07:45 Fjölskylda kælir sig í Labenne í suðvesturhluta Frakklands þar sem hitinn fór í 40 gráður í gær. AP/Bob Edme Íbúar Vestur-Evrópu búa sig nú undir aðra hitabylgjunni á þessu sumri og er spáð methita í nokkrum löndum, þar á meðal Belgíu, Þýskalandi og Hollandi. Alþjóðaveðurfræðistofnunin segir hitabylgjurnar tvær bera einkenni loftslagsbreytinga af völdum manna. Í Bordeaux í Frakklandi mældist hæsti hiti frá upphafi mælinga í gær. Þá sýndi hitamælirinn 41,2°C, hálfri gráðu meira en fyrra met sem voru 40,7°C árið 2003. Appelsínugul viðvörun er í gildi víða í Frakklandi vegna hita. Varað er við því að hitamet sem hefur staðið frá 1947 gæti verið slegið í París. Það stendur nú í 40,4°C. Hitinn á einnig að fara í 40°C í nokkrum löndum Evrópu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Í Belgíu hefur rauðu viðbúnaðarstigi verið lýst yfir fyrir allt landið í fyrsta skipti. Nærri Zaragoza á Mið-Spáni er einnig rauð viðvörun í gangi vegna hættu á kjarreldum. Varað er við mikilli hættu á kjarreldum þar og í Portúgal. Í Hollandi er viðlagaáætlun vegna hita í gildi og á Bretlandi er búist við því að hitinn fari í og yfir 35°C. Losun manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi, hefur valdið hlýnun upp á um það bil eina gráðu frá því fyrir iðnbyltingu. Vísindamenn segja að hnattræn hlýnun gerir hitabylgjur líklegri og ákafari en áður. Claire Nullis, talskona Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar, segir að eins og sést hafi á hitabylgjunni sem gekk yfir Evrópu í júní þá séu þær að verða tíðari, þær hefjist fyrr og verði ákafari. „Þetta er ekki vandamál sem er að hverfa,“ segir hún. Meðalhiti á jörðinni í júní var sá hæsti sem mælst hefur í þeim mánuði, meðal annars vegna hitabylgjunnar sem þá gekk yfir Evrópu. Belgía Frakkland Holland Loftslagsmál Portúgal Spánn Þýskaland Tengdar fréttir Hlýjasti júnímánuður á jörðinni frá því að mælingar hófust Útlit er fyrir að júlí gæti orðið hlýjasti mánuður sem hefur nokkri sinni mælst á jörðinni. 16. júlí 2019 08:27 Hiti gæti náð 38 stigum í Evrópu þegar hættuleg hitabylgja fer yfir álfuna Talið er að hitabylgjan muni hafa víðtæk áhrif á stóran hluta meginlands Evrópu. 21. júlí 2019 20:15 Mannskæð hitabylgja herjar enn á Evrópubúa Þótt hitabylgjur séu ekki nýjar af nálinni hafa loftslagsvísindamenn bent á að loftslagsbreytingar af mannavöldum geri ástandið mun verra. 29. júní 2019 08:30 Sextíu prósent bíla í París tekin úr umferð vegna hitabylgjunnar Borgaryfirvöld fundu sig knúin til að takmarka umferð vegna hitabylgjunnar í Evrópu. 28. júní 2019 11:24 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Íbúar Vestur-Evrópu búa sig nú undir aðra hitabylgjunni á þessu sumri og er spáð methita í nokkrum löndum, þar á meðal Belgíu, Þýskalandi og Hollandi. Alþjóðaveðurfræðistofnunin segir hitabylgjurnar tvær bera einkenni loftslagsbreytinga af völdum manna. Í Bordeaux í Frakklandi mældist hæsti hiti frá upphafi mælinga í gær. Þá sýndi hitamælirinn 41,2°C, hálfri gráðu meira en fyrra met sem voru 40,7°C árið 2003. Appelsínugul viðvörun er í gildi víða í Frakklandi vegna hita. Varað er við því að hitamet sem hefur staðið frá 1947 gæti verið slegið í París. Það stendur nú í 40,4°C. Hitinn á einnig að fara í 40°C í nokkrum löndum Evrópu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Í Belgíu hefur rauðu viðbúnaðarstigi verið lýst yfir fyrir allt landið í fyrsta skipti. Nærri Zaragoza á Mið-Spáni er einnig rauð viðvörun í gangi vegna hættu á kjarreldum. Varað er við mikilli hættu á kjarreldum þar og í Portúgal. Í Hollandi er viðlagaáætlun vegna hita í gildi og á Bretlandi er búist við því að hitinn fari í og yfir 35°C. Losun manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi, hefur valdið hlýnun upp á um það bil eina gráðu frá því fyrir iðnbyltingu. Vísindamenn segja að hnattræn hlýnun gerir hitabylgjur líklegri og ákafari en áður. Claire Nullis, talskona Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar, segir að eins og sést hafi á hitabylgjunni sem gekk yfir Evrópu í júní þá séu þær að verða tíðari, þær hefjist fyrr og verði ákafari. „Þetta er ekki vandamál sem er að hverfa,“ segir hún. Meðalhiti á jörðinni í júní var sá hæsti sem mælst hefur í þeim mánuði, meðal annars vegna hitabylgjunnar sem þá gekk yfir Evrópu.
Belgía Frakkland Holland Loftslagsmál Portúgal Spánn Þýskaland Tengdar fréttir Hlýjasti júnímánuður á jörðinni frá því að mælingar hófust Útlit er fyrir að júlí gæti orðið hlýjasti mánuður sem hefur nokkri sinni mælst á jörðinni. 16. júlí 2019 08:27 Hiti gæti náð 38 stigum í Evrópu þegar hættuleg hitabylgja fer yfir álfuna Talið er að hitabylgjan muni hafa víðtæk áhrif á stóran hluta meginlands Evrópu. 21. júlí 2019 20:15 Mannskæð hitabylgja herjar enn á Evrópubúa Þótt hitabylgjur séu ekki nýjar af nálinni hafa loftslagsvísindamenn bent á að loftslagsbreytingar af mannavöldum geri ástandið mun verra. 29. júní 2019 08:30 Sextíu prósent bíla í París tekin úr umferð vegna hitabylgjunnar Borgaryfirvöld fundu sig knúin til að takmarka umferð vegna hitabylgjunnar í Evrópu. 28. júní 2019 11:24 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Hlýjasti júnímánuður á jörðinni frá því að mælingar hófust Útlit er fyrir að júlí gæti orðið hlýjasti mánuður sem hefur nokkri sinni mælst á jörðinni. 16. júlí 2019 08:27
Hiti gæti náð 38 stigum í Evrópu þegar hættuleg hitabylgja fer yfir álfuna Talið er að hitabylgjan muni hafa víðtæk áhrif á stóran hluta meginlands Evrópu. 21. júlí 2019 20:15
Mannskæð hitabylgja herjar enn á Evrópubúa Þótt hitabylgjur séu ekki nýjar af nálinni hafa loftslagsvísindamenn bent á að loftslagsbreytingar af mannavöldum geri ástandið mun verra. 29. júní 2019 08:30
Sextíu prósent bíla í París tekin úr umferð vegna hitabylgjunnar Borgaryfirvöld fundu sig knúin til að takmarka umferð vegna hitabylgjunnar í Evrópu. 28. júní 2019 11:24