Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. desember 2025 19:00 Finnbogi Jónasson aðstoðaryfirlögregluþjónn Greiningardeildar ríkislögreglustjóra segir gríðarlega aukningu á haldlagningu á fíkniefnum tengjast fjölgun brotahópa á landinu. Vísir Skipulögð glæpastarfsemi hefur aldrei verið eins umfangsmikil hér á landi og er nú svipuð og á öðrum Norðurlöndum að sögn stjórnanda hjá ríkislögreglustjóra. Gríðarlegt magn fíkniefna flæði til landsins samfara þróuninni. Það komi því ekki á óvart að hvert metið á fætur öðru hafi verið slegið í haldlagningu fíkniefna. Hvert Íslandsmetið á fætur öðru hefur verið slegið í ár þegar kemur að haldlagningu á fíkniefnum, sérstaklega kókaíni, amfetamíni, MDMA, hassi, marijúana, ketamíni og nýgeðvirkum efnum. Fleiri brotahópar flytji inn fíkniefni Finnbogi Jónasson aðstoðaryfirlögregluþjónn Greiningardeildar ríkislögreglustjóra segir þetta mikla magn fíkniefna tengjast fjölgun brotahópa á landinu. „Það er náttúrulega ljóst af þessum haldlagningum að það er gríðarlegt flæði af fíkniefnum inn til landsins,“ segir Finnbogi. Fjöldi brotahópa á landinu er tvöfalt meiri en fyrir áratug. Þeir eru nú tuttugu talsins. „Það er alveg ljóst að menn eru ekki að smygla svona stórum sendingum nema á bak við það sé talsvert skipulag. Þannig að það að hér séu starfandi fjöldi brotahópa hefur áhrif á þetta mikla magn,“ segir hann. Jafnoki annarra Norðurlanda Hann segir að Ísland skeri sig nú ekki lengur úr varðandi brotastarfsemi eins og áður. „Ísland er alltaf að færast nær alþjóðasamfélaginu. Umhverfið hér er að verða mjög svipað og á Norðurlöndum með tilliti til brotastarfsemi. Hóparnir koma alls staðar að en svo starfa hér líka hreinræktaðir íslenskir brotahópar sem er þá stýrt af Íslendingum. Sumir þeirra eru búsettir erlendis,“ segir Finnbogi. „Fíkniefnabrotin eru langalgengust og þar eru gríðarlegir fjármunir. En við erum líka að sjá aukningu í mansalsmálum og þá ekki bara vændi heldur vinnumansali og öðrum málum,“ segir Finnbogi. Miklar samfélagsbreytingar Hann segir að margt hafi breyst í samfélaginu samfara þessari þróun. „Þetta er skaðleg þróun og margir hópanna eru hættulegir. Margir þeirra hika ekki við að beita ofbeldi til að ná sínu fram. Við höfum áhyggjur af því. Við sjáum meira af ofbeldisglæðum en áður. Ofbeldið er oftast milli sjálfra hópanna, þegar menn eru að tryggja stöðu sína. En það hefur alveg komið fyrir að almennir borgarar hafi lent á milli,“ segir hann. Samfara þróuninni sé ágóða brotanna komið út í hagkerfið með víðtæku peningaþvætti. „Við sjáum peningaþvætti í nánast öllum afkimum samfélagsins eða alls staðar þar sem tekið er á móti reiðufé. Þetta er t.d. stundað í fasteignaviðskipum og við kaup á listaverkum og lúxusvörum,“ segir hann. Allt samfélagið þurfi að vakna Finnbogi segir brýnt að allt samfélagið leggist á eitt í baráttunni við skipulagða glæpastarfsemi. „Það er samfélagslegt verkefni okkar allra að sporna við þessu. Það er aldrei einkamál lögreglu og tollgæslu að stöðva skipulagða brotastarfsemi, þarna þurfa stjórnvöld og almenningur að koma inn. Við þurfum í sameiningu að skapa erfiðara umhverfi fyrir brotahópana,“ segir hann að lokum. Lögreglumál Fíkniefnabrot Lögreglan Fíkn Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Sjá meira
Hvert Íslandsmetið á fætur öðru hefur verið slegið í ár þegar kemur að haldlagningu á fíkniefnum, sérstaklega kókaíni, amfetamíni, MDMA, hassi, marijúana, ketamíni og nýgeðvirkum efnum. Fleiri brotahópar flytji inn fíkniefni Finnbogi Jónasson aðstoðaryfirlögregluþjónn Greiningardeildar ríkislögreglustjóra segir þetta mikla magn fíkniefna tengjast fjölgun brotahópa á landinu. „Það er náttúrulega ljóst af þessum haldlagningum að það er gríðarlegt flæði af fíkniefnum inn til landsins,“ segir Finnbogi. Fjöldi brotahópa á landinu er tvöfalt meiri en fyrir áratug. Þeir eru nú tuttugu talsins. „Það er alveg ljóst að menn eru ekki að smygla svona stórum sendingum nema á bak við það sé talsvert skipulag. Þannig að það að hér séu starfandi fjöldi brotahópa hefur áhrif á þetta mikla magn,“ segir hann. Jafnoki annarra Norðurlanda Hann segir að Ísland skeri sig nú ekki lengur úr varðandi brotastarfsemi eins og áður. „Ísland er alltaf að færast nær alþjóðasamfélaginu. Umhverfið hér er að verða mjög svipað og á Norðurlöndum með tilliti til brotastarfsemi. Hóparnir koma alls staðar að en svo starfa hér líka hreinræktaðir íslenskir brotahópar sem er þá stýrt af Íslendingum. Sumir þeirra eru búsettir erlendis,“ segir Finnbogi. „Fíkniefnabrotin eru langalgengust og þar eru gríðarlegir fjármunir. En við erum líka að sjá aukningu í mansalsmálum og þá ekki bara vændi heldur vinnumansali og öðrum málum,“ segir Finnbogi. Miklar samfélagsbreytingar Hann segir að margt hafi breyst í samfélaginu samfara þessari þróun. „Þetta er skaðleg þróun og margir hópanna eru hættulegir. Margir þeirra hika ekki við að beita ofbeldi til að ná sínu fram. Við höfum áhyggjur af því. Við sjáum meira af ofbeldisglæðum en áður. Ofbeldið er oftast milli sjálfra hópanna, þegar menn eru að tryggja stöðu sína. En það hefur alveg komið fyrir að almennir borgarar hafi lent á milli,“ segir hann. Samfara þróuninni sé ágóða brotanna komið út í hagkerfið með víðtæku peningaþvætti. „Við sjáum peningaþvætti í nánast öllum afkimum samfélagsins eða alls staðar þar sem tekið er á móti reiðufé. Þetta er t.d. stundað í fasteignaviðskipum og við kaup á listaverkum og lúxusvörum,“ segir hann. Allt samfélagið þurfi að vakna Finnbogi segir brýnt að allt samfélagið leggist á eitt í baráttunni við skipulagða glæpastarfsemi. „Það er samfélagslegt verkefni okkar allra að sporna við þessu. Það er aldrei einkamál lögreglu og tollgæslu að stöðva skipulagða brotastarfsemi, þarna þurfa stjórnvöld og almenningur að koma inn. Við þurfum í sameiningu að skapa erfiðara umhverfi fyrir brotahópana,“ segir hann að lokum.
Lögreglumál Fíkniefnabrot Lögreglan Fíkn Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Sjá meira