Varnarsamningurinn – fíllinn í stofunni Stefán Pálsson skrifar 24. júlí 2019 11:45 Stóraukin umsvif Nató og Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli hafa verið mikið í fréttum nú í sumar. Fregnir þessar koma illa við marga enda var lokun herstöðvarinnar á Miðnesheiði fagnað mjög haustið 2006. Rétt er að rifja upp að í aðdraganda lokunarinnar á sínum tíma var Bandaríkjastjórn einkum umhugað að spara fjármuni og færa til herafla, meðal annars vegna stríðsreksturs í Miðausturlöndum. Stjórnvöld í Washington vildu því hætta rekstri fullbúinnar herstöðvar, en höfðu þess í stað hug á að tryggja sér aðstöðu sem taka mætti í gagnið með skömmum fyrirvara ef aðstæður breyttust. Íslenskir ráðamenn tóku þeim umleitunum illa. Stjórnmálamenn sem dyggilega höfðu stutt hersetuna litu á hugmyndir um að leggja niður Keflavíkurstöðina sem persónuleg svik og margt bendir til þess að utanríkisráðuneytið hafi ofmetið þá velvild sem íslenskir ráðherrar töldu sig njóta hjá háttsettum aðilum í Hvíta húsinu, meðal annars vegna stuðnings Íslands við Íraksstríðið. Viðræðurnar um lokun herstöðvarinnar hlupu því í hnút og niðurstaðan varð umfangsmeiri niðurlagning hernaðarstarfsemi en Bandaríkjamenn hefðu líklega helst kosið. Herinn fór þó aldrei fyllilega. Áfram voru reknar fjarskipta- og ratsjárstöðvar á Íslandi sem gegna mikilvægu hlutverki í hernaðarkerfi Bandaríkjanna og í tengslum við lokun Keflavíkurstöðvarinnar var farið að skipuleggja flugæfingar fyrir orrustuvélar Nató-ríkja á Íslandi, svokölluð loftrýmisgæsla. Hún var kynnt til sögunnar sem tímabundin ráðstöfun, en fest varanlega í sessi í tíð vinstristjórannar og er í dag meira að segja bundin í þjóðaröryggisstefnu landsins.Blásið í herlúðra Á síðustu árum hefur áhugi Bandaríkjamanna á Norðurslóðum farið vaxandi. Reynt hefur verið að draga upp þá mynd að ógn stafi af hernaðarmætti Rússa í okkar heimshluta. Hugmyndin er fjarstæðukennd, þótt ekki sé horft til annars en þess hvílíkur munur er á efnahags- og hernaðarlegum styrk Rússa annars vegar en Bandaríkjanna og fylgiríkja þeirra hins vegar. Allir íslenskir stjórnmálaflokkar eru sekir um að hafa alið á þessari nýju Rússagrýlu, ýmist með því að taka undir hana eða með þögninni. Á grunni hennar hafa bandarísk umsvif á Keflavíkurflugvelli aukist jafnt og þétt, einkum í tengslum við kafbátaleitarflug og það er einmitt í því skyni sem stærstur hluti framkvæmdanna nú er hugsaður. Með varnarsamningnum svokallaða milli Íslands og Bandaríkjanna, sem og bókunum við hann – þar á meðal samkomulag það sem Lilja Alfreðsdóttir þáverandi utanríkisráðherra undirritaði sumarið 2016 – eru Bandaríkin komin í nákvæmlega þá stöðu sem þau óskuðu sér árið 2006. Bandaríkin hafa í raun sjálfdæmi um hvaða viðbúnað þau telja sig þurfa að hafa hér á landi og á hvaða aðstöðu það kalli. Til viðbótar við varnarsamningin bætist aðild Íslands að Nató, þar sem litið er svo á að þátttökugjald Íslendinga í hernaðarbandalaginu sé að tryggja Bandaríkjamönnum þá aðstöðu sem þeim þóknast. Það var mikil ógæfa að varnarsamningnum við Bandaríkin hafi ekki verið sagt upp um leið og lokun herstöðvarinnar var ákveðin. Sá samningur er fíllinn í stofunni sem flestir forðast að nefna þegar talið berst að misvinsælum hernaðarframkvæmdum hér á landi. Því fyrr sem alvöru umræða hefst um framtíð þess samnings, því betra.Höfundur er sagnfræðingur og friðarsinni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bandaríkin Utanríkismál Varnarmál Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Stóraukin umsvif Nató og Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli hafa verið mikið í fréttum nú í sumar. Fregnir þessar koma illa við marga enda var lokun herstöðvarinnar á Miðnesheiði fagnað mjög haustið 2006. Rétt er að rifja upp að í aðdraganda lokunarinnar á sínum tíma var Bandaríkjastjórn einkum umhugað að spara fjármuni og færa til herafla, meðal annars vegna stríðsreksturs í Miðausturlöndum. Stjórnvöld í Washington vildu því hætta rekstri fullbúinnar herstöðvar, en höfðu þess í stað hug á að tryggja sér aðstöðu sem taka mætti í gagnið með skömmum fyrirvara ef aðstæður breyttust. Íslenskir ráðamenn tóku þeim umleitunum illa. Stjórnmálamenn sem dyggilega höfðu stutt hersetuna litu á hugmyndir um að leggja niður Keflavíkurstöðina sem persónuleg svik og margt bendir til þess að utanríkisráðuneytið hafi ofmetið þá velvild sem íslenskir ráðherrar töldu sig njóta hjá háttsettum aðilum í Hvíta húsinu, meðal annars vegna stuðnings Íslands við Íraksstríðið. Viðræðurnar um lokun herstöðvarinnar hlupu því í hnút og niðurstaðan varð umfangsmeiri niðurlagning hernaðarstarfsemi en Bandaríkjamenn hefðu líklega helst kosið. Herinn fór þó aldrei fyllilega. Áfram voru reknar fjarskipta- og ratsjárstöðvar á Íslandi sem gegna mikilvægu hlutverki í hernaðarkerfi Bandaríkjanna og í tengslum við lokun Keflavíkurstöðvarinnar var farið að skipuleggja flugæfingar fyrir orrustuvélar Nató-ríkja á Íslandi, svokölluð loftrýmisgæsla. Hún var kynnt til sögunnar sem tímabundin ráðstöfun, en fest varanlega í sessi í tíð vinstristjórannar og er í dag meira að segja bundin í þjóðaröryggisstefnu landsins.Blásið í herlúðra Á síðustu árum hefur áhugi Bandaríkjamanna á Norðurslóðum farið vaxandi. Reynt hefur verið að draga upp þá mynd að ógn stafi af hernaðarmætti Rússa í okkar heimshluta. Hugmyndin er fjarstæðukennd, þótt ekki sé horft til annars en þess hvílíkur munur er á efnahags- og hernaðarlegum styrk Rússa annars vegar en Bandaríkjanna og fylgiríkja þeirra hins vegar. Allir íslenskir stjórnmálaflokkar eru sekir um að hafa alið á þessari nýju Rússagrýlu, ýmist með því að taka undir hana eða með þögninni. Á grunni hennar hafa bandarísk umsvif á Keflavíkurflugvelli aukist jafnt og þétt, einkum í tengslum við kafbátaleitarflug og það er einmitt í því skyni sem stærstur hluti framkvæmdanna nú er hugsaður. Með varnarsamningnum svokallaða milli Íslands og Bandaríkjanna, sem og bókunum við hann – þar á meðal samkomulag það sem Lilja Alfreðsdóttir þáverandi utanríkisráðherra undirritaði sumarið 2016 – eru Bandaríkin komin í nákvæmlega þá stöðu sem þau óskuðu sér árið 2006. Bandaríkin hafa í raun sjálfdæmi um hvaða viðbúnað þau telja sig þurfa að hafa hér á landi og á hvaða aðstöðu það kalli. Til viðbótar við varnarsamningin bætist aðild Íslands að Nató, þar sem litið er svo á að þátttökugjald Íslendinga í hernaðarbandalaginu sé að tryggja Bandaríkjamönnum þá aðstöðu sem þeim þóknast. Það var mikil ógæfa að varnarsamningnum við Bandaríkin hafi ekki verið sagt upp um leið og lokun herstöðvarinnar var ákveðin. Sá samningur er fíllinn í stofunni sem flestir forðast að nefna þegar talið berst að misvinsælum hernaðarframkvæmdum hér á landi. Því fyrr sem alvöru umræða hefst um framtíð þess samnings, því betra.Höfundur er sagnfræðingur og friðarsinni
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun