Að lifa lengur og lengur Þorvaldur Gylfason skrifar 25. júlí 2019 08:00 Reykjavík – Hagtölur um framleiðslu og tekjur duga ekki einar sér til að bregða máli á framför einstakra landa og heimsins alls. Meira þarf til. Það er að sönnu gagnleg vitneskja að framleiðsla á mann á Íslandi óx um 2,6% á ári að jafnaði frá 1960 til 2017 á móti 1,8% vexti um heiminn í heild. En þá er einnig gott að vita að íbúar heimsins lifðu að jafnaði 20 árum lengur 2017 en 1960 á móti níu ára aukningu á Íslandi. Framleiðslan óx hraðar hér heima, með rykkjum og skrykkjum, en ævirnar lengdust meira um heiminn í heild þar sem nýfætt barn gat vænzt þess að ná 52ja ára aldri 1960 og 72ja ára aldri 2017. Finnist okkur 1,8% hagvöxtur heimsins frá 1960 vera rýr úr því að Ísland óx enn hraðar getum við glaðzt yfir því hversu ævir manna hafa lengzt með árunum. Meiri tekjur, minna strit og mun lengri ævir með minnkandi barnadauða vitna um velferðarbyltingu sem einkum má þakka betri hagstjórn og heilbrigðisþjónustu í óræðum hlutföllum.Forsagan Tölur Hagstofu Íslands um ævir Íslendinga segja mikla sögu. Fyrstu 30 árin eftir að mælingar hófust, 1841-1870, var meðalævi Íslendinga um eða innan við 30 ár eins og hún hafði verið úti í heimi frá 1800 og var enn 70 árum síðar. Þessi staðreynd stendur nær okkur sem nú lifum en mörgum kynni að virðast. Þegar föðurafi minn fæddist 1867 gat hann vænzt þess að verða þrítugur, en honum tókst þó að komast yfir sjötugt. Síðan lengdust ævirnar hröðum skrefum, um fimm til sex mánuði á ári að jafnaði 1870-1960 og um tvo til þrjá mánuði á ári að jafnaði 1960-2017. Meðalævin lengist skiljanlega hægar eftir því sem árin líða.Þegar ævirnar styttast Það gerist næstum aldrei að meðalævi þjóðar styttist nema í kjölfar mikilla hamfara eða hörmunga. Þannig styttist meðalævi Bandaríkjamanna þrjú ár í röð í fyrri heimsstyrjöldinni, einkum vegna þess að styrjöldina bar upp á sama tíma og Spænsku veikina sem kostaði fleiri mannslíf í Bandaríkjunum en borgarastríðið hálfri öld áður. Meðalævin vestra styttist aftur þrjú ár í röð 2015-2017 vegna ofneyzlu verkjastillandi lyfja o.fl., einkum meðal hvítra karla með litla skólagöngu að baki. Meðævi Rússa hrapaði úr 70 árum niður í 65 ár eftir hrun Sovétríkjanna, náði ekki aftur upp í 70 ár fyrr en 2011 og er nú jöfn heimsmeðaltalinu, 72 ár. Ísland er kafli út af fyrir sig. Meðalævi Íslendinga var komin upp í 73,4 ár 1960 og var þá næsthæst í heimi. Norðmenn einir lifðu lengur, 73,5 ár. Nýjustu tölur Alþjóðabankans sem hægt er að bera saman milli landa sýna að Ísland var 2017 komið niður í 19. sæti langlífislistans og Norðmenn í 12. sæti. Ísland er ásamt Bandaríkjunum og Bretlandi eina landið í okkar heimshluta (þá eru Rússland og önnur fv. kommúnistalönd ekki talin með) þar sem meðalævin hefur stytzt. Styttingin hér heima nam átta mánuðum úr 82,9 2012 í 82,2 2017. Í Bandaríkjunum nam styttingin fjórum mánuðum úr 78,8 2014 í 78,5 2017 og í Bretlandi einum mánuði úr 81,3 2014 í 81,2 2017.Misskipting skiptir máli Fylgnin milli ótímabærra dauðsfalla í örvæntingu og kjörfylgis Trumps forseta í Bandaríkjunum er býsna sterk eins og skozki Nóbelshagfræðingurinn Angus Deaton í Princeton-háskóla hefur rakið. Fylgnin milli fátæktar og menntunarleysis í dreifðum byggðum Englands og stuðnings kjósenda við útgöngu Breta úr ESB var með líku lagi býsna sterk í Brexit-atkvæðagreiðslunni 2016 eins og Gylfi Zoëga prófessor í Háskóla Íslands hefur lýst ásamt öðrum. Níu af tíu fátækustu svæðum Norður-Evrópu eru öll í Bretlandi, þó ekki Skotlandi. Fyrir liggja gögn sem renna stoðum undir samhengi milli ójafnaðar, örvæntingar, ótímabærra dauðsfalla og úlfúðar í stjórnmálum sem leiddu af sér bæði Brexit og Trump. Meðalævir Íslendinga styttust einnig lítils háttar eftir að síldin hvarf 1967-1968 og eftir að verðbólgan var kveðin niður eftir 1983 en lengdust síðan aftur. Í þessu ljósi virðist nærtækt að kenna eftirköstum hrunsins um styttingu meðalævinnar 2012-2017 þrátt fyrir minnkandi barnadauða. Hrunið kann að hafa spillt ekki bara efnahag heimila og fyrirtækja heldur einnig lýðheilsu og langlífi og jafnvel mannvali á Alþingi og þá um leið traustinu sem Alþingi nýtur meðal kjósenda. Þessi hugsanlegu tengsl þarf að kanna í samhengi við hliðstæða þróun mála í Bandaríkjunum og Bretlandi. Hagstofa Íslands birti nýlega tölur sem sýna skyndilegan fjörkipp í langlífi Íslendinga 2018. Ekki verður unnt að leggja raunhæft mat á þær tölur í samhengi við umheiminn fyrr en sambærilegar tölur um önnur lönd liggja fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Reykjavík – Hagtölur um framleiðslu og tekjur duga ekki einar sér til að bregða máli á framför einstakra landa og heimsins alls. Meira þarf til. Það er að sönnu gagnleg vitneskja að framleiðsla á mann á Íslandi óx um 2,6% á ári að jafnaði frá 1960 til 2017 á móti 1,8% vexti um heiminn í heild. En þá er einnig gott að vita að íbúar heimsins lifðu að jafnaði 20 árum lengur 2017 en 1960 á móti níu ára aukningu á Íslandi. Framleiðslan óx hraðar hér heima, með rykkjum og skrykkjum, en ævirnar lengdust meira um heiminn í heild þar sem nýfætt barn gat vænzt þess að ná 52ja ára aldri 1960 og 72ja ára aldri 2017. Finnist okkur 1,8% hagvöxtur heimsins frá 1960 vera rýr úr því að Ísland óx enn hraðar getum við glaðzt yfir því hversu ævir manna hafa lengzt með árunum. Meiri tekjur, minna strit og mun lengri ævir með minnkandi barnadauða vitna um velferðarbyltingu sem einkum má þakka betri hagstjórn og heilbrigðisþjónustu í óræðum hlutföllum.Forsagan Tölur Hagstofu Íslands um ævir Íslendinga segja mikla sögu. Fyrstu 30 árin eftir að mælingar hófust, 1841-1870, var meðalævi Íslendinga um eða innan við 30 ár eins og hún hafði verið úti í heimi frá 1800 og var enn 70 árum síðar. Þessi staðreynd stendur nær okkur sem nú lifum en mörgum kynni að virðast. Þegar föðurafi minn fæddist 1867 gat hann vænzt þess að verða þrítugur, en honum tókst þó að komast yfir sjötugt. Síðan lengdust ævirnar hröðum skrefum, um fimm til sex mánuði á ári að jafnaði 1870-1960 og um tvo til þrjá mánuði á ári að jafnaði 1960-2017. Meðalævin lengist skiljanlega hægar eftir því sem árin líða.Þegar ævirnar styttast Það gerist næstum aldrei að meðalævi þjóðar styttist nema í kjölfar mikilla hamfara eða hörmunga. Þannig styttist meðalævi Bandaríkjamanna þrjú ár í röð í fyrri heimsstyrjöldinni, einkum vegna þess að styrjöldina bar upp á sama tíma og Spænsku veikina sem kostaði fleiri mannslíf í Bandaríkjunum en borgarastríðið hálfri öld áður. Meðalævin vestra styttist aftur þrjú ár í röð 2015-2017 vegna ofneyzlu verkjastillandi lyfja o.fl., einkum meðal hvítra karla með litla skólagöngu að baki. Meðævi Rússa hrapaði úr 70 árum niður í 65 ár eftir hrun Sovétríkjanna, náði ekki aftur upp í 70 ár fyrr en 2011 og er nú jöfn heimsmeðaltalinu, 72 ár. Ísland er kafli út af fyrir sig. Meðalævi Íslendinga var komin upp í 73,4 ár 1960 og var þá næsthæst í heimi. Norðmenn einir lifðu lengur, 73,5 ár. Nýjustu tölur Alþjóðabankans sem hægt er að bera saman milli landa sýna að Ísland var 2017 komið niður í 19. sæti langlífislistans og Norðmenn í 12. sæti. Ísland er ásamt Bandaríkjunum og Bretlandi eina landið í okkar heimshluta (þá eru Rússland og önnur fv. kommúnistalönd ekki talin með) þar sem meðalævin hefur stytzt. Styttingin hér heima nam átta mánuðum úr 82,9 2012 í 82,2 2017. Í Bandaríkjunum nam styttingin fjórum mánuðum úr 78,8 2014 í 78,5 2017 og í Bretlandi einum mánuði úr 81,3 2014 í 81,2 2017.Misskipting skiptir máli Fylgnin milli ótímabærra dauðsfalla í örvæntingu og kjörfylgis Trumps forseta í Bandaríkjunum er býsna sterk eins og skozki Nóbelshagfræðingurinn Angus Deaton í Princeton-háskóla hefur rakið. Fylgnin milli fátæktar og menntunarleysis í dreifðum byggðum Englands og stuðnings kjósenda við útgöngu Breta úr ESB var með líku lagi býsna sterk í Brexit-atkvæðagreiðslunni 2016 eins og Gylfi Zoëga prófessor í Háskóla Íslands hefur lýst ásamt öðrum. Níu af tíu fátækustu svæðum Norður-Evrópu eru öll í Bretlandi, þó ekki Skotlandi. Fyrir liggja gögn sem renna stoðum undir samhengi milli ójafnaðar, örvæntingar, ótímabærra dauðsfalla og úlfúðar í stjórnmálum sem leiddu af sér bæði Brexit og Trump. Meðalævir Íslendinga styttust einnig lítils háttar eftir að síldin hvarf 1967-1968 og eftir að verðbólgan var kveðin niður eftir 1983 en lengdust síðan aftur. Í þessu ljósi virðist nærtækt að kenna eftirköstum hrunsins um styttingu meðalævinnar 2012-2017 þrátt fyrir minnkandi barnadauða. Hrunið kann að hafa spillt ekki bara efnahag heimila og fyrirtækja heldur einnig lýðheilsu og langlífi og jafnvel mannvali á Alþingi og þá um leið traustinu sem Alþingi nýtur meðal kjósenda. Þessi hugsanlegu tengsl þarf að kanna í samhengi við hliðstæða þróun mála í Bandaríkjunum og Bretlandi. Hagstofa Íslands birti nýlega tölur sem sýna skyndilegan fjörkipp í langlífi Íslendinga 2018. Ekki verður unnt að leggja raunhæft mat á þær tölur í samhengi við umheiminn fyrr en sambærilegar tölur um önnur lönd liggja fyrir.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun