Enski boltinn

Guardiola: Foden er hæfileikaríkasti leikmaður sem ég hef séð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guardiola fræðir Foden.
Guardiola fræðir Foden. vísir/getty
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur mikið álit á Phil Foden og segist ekki hafa séð hæfileikaríkari leikmann en hann.

Foden er 19 ára miðjumaður sem er uppalinn hjá City. Hann hefur leikið með öllum yngri landsliðum Englands.

„Hann er hæfileikaríkasti leikmaður sem ég hef séð,“ sagði Guardiola. Stór orð hjá manni sem þjálfaði sjálfan Lionel Messi á sínum tíma.

Þrátt fyrir að hafa ofurtrú á Foden notar Guardiola enska ungstirnið sparlega.

„Hans vandamál er að stundum notar stjórinn hans hann ekki í byrjunarliðinu. Hann verðskuldar að fá spilatíma en samkeppnin er erfið,“ sagði Guardiola.

„Hann leggur mjög hart að sér og veit að ég er hérna til að hjálpa honum,“ bætti spænski stjórinn við.

Á síðasta tímabili lék Foden 26 leiki í öllum keppnum og skoraði sjö mörk.


Tengdar fréttir

Guardiola: Sorglegt ef Sane fer

Pep Guardiola segir að það væri sorglegt ef Leroy Sane ákveði að yfirgefa Manchester City í félagsskiptaglugganum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×