Fótboltastríð Hanna Katrín Friðriksson skrifar 10. júlí 2019 09:00 Það er óþarfi að fara mörgum orðum um þá snilld sem kvikmyndin Kona fer í stríð er. Mig langar samt að verja þeim nokkrum á heiti myndarinnar, sem í mínum huga gefur frábær fyrirheit sem myndin stendur síðan fyllilega undir. Almennt fara konur ekki í stríð (af neinum toga). Það er ekkert langt síðan það hefði bara verið afskaplega óviðeigandi tilhugsun. Herskáar konur. Svei. Það er heldur ekkert langt síðan, svona þegar litið er yfir mannkynssöguna, að konur hófu að iðka keppnisíþróttir. Til dæmis fótbolta. Og enn styttra síðan það varð almennt viðurkennt að þær kynnu eitthvað fyrir sér þar og það væri í alvöru jafn gaman að horfa á góðan kvennafótboltaleik og karlafótboltaleik. Sem betur fer erum við komin á þann stað núna að víða í hinum vestræna heimi eru aðstæður stúlkna til að æfa þær íþróttir sem þeim sýnist á pari við aðstæður drengja. Við vitum öll að enn er langt í land með að hið fullkomna jafnrétti náist, en það er eins og það er. Um síðustu helgi lauk flottasta heimsmeistaramóti í kvennafótboltanum sem sagan hefur að geyma og þar sem áhorfendamet voru slegin hægri, vinstri. Það er líklega engin fótboltaáhugamanneskja sem ekki veit að Bandaríkin unnu gullið. Þær fóru ósigraðar í gegnum úrslitakeppnina og vörðu titilinn sem þær unnu líka í Kanada fyrir fjórum árum. Bandaríska liðið er best í heimi. Um það eru fjölmiðlar sammála. En það er líka fyrirferðarmikil umfjöllun í heimspressunni um aðra þætti liðsins sem ekki virðast vekja jafn mikla hrifningu. Þær tala svo mikið um að vilja vinna. Hvað þær hafi lagt á sig. Hvað þær vilji uppskera. Hvað þeim finnst þær eigi að uppskera. Ekki nægilega lítillátar. Fagna mörkunum of mikið. Of glaðar þegar þær vinna. Of montnar. Ekki nægilega auðmjúkar. Of herskáar. Svolítið eins og þær séu konur í stríði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Hanna Katrín Friðriksson Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Það er óþarfi að fara mörgum orðum um þá snilld sem kvikmyndin Kona fer í stríð er. Mig langar samt að verja þeim nokkrum á heiti myndarinnar, sem í mínum huga gefur frábær fyrirheit sem myndin stendur síðan fyllilega undir. Almennt fara konur ekki í stríð (af neinum toga). Það er ekkert langt síðan það hefði bara verið afskaplega óviðeigandi tilhugsun. Herskáar konur. Svei. Það er heldur ekkert langt síðan, svona þegar litið er yfir mannkynssöguna, að konur hófu að iðka keppnisíþróttir. Til dæmis fótbolta. Og enn styttra síðan það varð almennt viðurkennt að þær kynnu eitthvað fyrir sér þar og það væri í alvöru jafn gaman að horfa á góðan kvennafótboltaleik og karlafótboltaleik. Sem betur fer erum við komin á þann stað núna að víða í hinum vestræna heimi eru aðstæður stúlkna til að æfa þær íþróttir sem þeim sýnist á pari við aðstæður drengja. Við vitum öll að enn er langt í land með að hið fullkomna jafnrétti náist, en það er eins og það er. Um síðustu helgi lauk flottasta heimsmeistaramóti í kvennafótboltanum sem sagan hefur að geyma og þar sem áhorfendamet voru slegin hægri, vinstri. Það er líklega engin fótboltaáhugamanneskja sem ekki veit að Bandaríkin unnu gullið. Þær fóru ósigraðar í gegnum úrslitakeppnina og vörðu titilinn sem þær unnu líka í Kanada fyrir fjórum árum. Bandaríska liðið er best í heimi. Um það eru fjölmiðlar sammála. En það er líka fyrirferðarmikil umfjöllun í heimspressunni um aðra þætti liðsins sem ekki virðast vekja jafn mikla hrifningu. Þær tala svo mikið um að vilja vinna. Hvað þær hafi lagt á sig. Hvað þær vilji uppskera. Hvað þeim finnst þær eigi að uppskera. Ekki nægilega lítillátar. Fagna mörkunum of mikið. Of glaðar þegar þær vinna. Of montnar. Ekki nægilega auðmjúkar. Of herskáar. Svolítið eins og þær séu konur í stríði.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar