Leikurinn að fjöregginu Bjarni Brynjólfsson skrifar 16. júlí 2019 07:00 Ákafir talsmenn sjókvíaeldis á laxi í fjörðum landsins hafa tíðrætt þann ábata sem sjávarbyggðir á eldissvæðunum geta haft af eldinu svo og þjóðhagslegan ávinning. Þeir hafa lítið minnst á þá vá sem lífríki grunnsævis í fjörðunum stafar af eldinu. Í upphafi laxeldis hins nýja var því jafnan haldið fram að nú ætti virkilega að vanda sig. Hvíla átti kvíarstæði í fjörðum eftir slátrun svo botninn næði að jafna sig af mengun. Nota átti búnað af nýjustu gerð sem kæmi í veg fyrir að laxinn slyppi og erfðamengaði íslenska laxastofna með tilheyrandi útrýmingu þeirra. Lús myndi ekki herja á laxinn í svo köldum sjó. Allt hefur þetta brugðist í laxeldinu. Mengun er staðreynd, lúsafaraldrar hafa komið upp og við þeim hefur verið brugðist með eiturefnanotkun, lax hefur drepist vegna kulda í kvíunum og sloppið úr þeim og veiðst í ám víða um land. Allt eru þetta vel þekktar staðreyndir. Hitt hefur nánast farið hjá garði í umræðunni að laxeldi í sjó af þeirri stærðargráðu sem eldismenn stefna að býður hættunni heim fyrir hið viðkvæma en mjög svo gjöfula lífríki Vestfjarða, Eyjafjarðar og Austfjarða. Talsmenn sjókvíaeldis, þar á meðal Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, róa nú að því öllum árum að laxeldi verði leyft í Ísafjarðardjúpi og Eyjafirði. Áformin í Djúpinu eru um 30 þúsund tonna eldi að hámarki sem er ekkert smáræðis magn. Ekki aðeins eru í Djúpinu margar ár með litla og sérstaka laxa- og silungsstofna sem munu þurrkast út á nokkrum áratugum ef laxeldi verður leyft þar, heldur er Ísafjarðardjúp gullkista allrar byggðar í landinu en þar er að finna gjöfular seiðauppeldisstöðvar margra mikilvægustu nytjastofna okkar, t.a.m. þorskstofnsins. Litlar rannsóknir hafa farið fram á þessum uppeldissvæðum og nákvæmlega ekkert er vitað um hvaða áhrif mengun og eiturefnanotkun laxeldisins mun þýða fyrir vistkerfi grunnsævisins í Djúpinu. Í Djúpinu voru einnig svo gjöful rækjumið að þau voru á einni tíð nytjuð af yfir 50 bátum. Þar eru stórar lundabyggðir og kríuvarp sem nærast á því sjávarfangi sem Ísafjarðardjúp fóstrar. Ekki síður mikilvæg í þessu iðandi lífríki eru þrjú stór varpstaðir æðarfugls, í eyjunum Æðey, Vigur og Borgarey auk minni. Reyndar er mikið æðarvarp um alla Vestfirði sem má ætla að sé í hættu vegna eldisstarfseminnar. Notkun á lúsaeitri sem notað er til að aflúsa eldislaxinn þegar upp koma slæmir lúsafaraldrar, eins og þegar hefur gerst í laxeldinu á Vestfjörðum, er öllu þessu lífríki afar skaðlegt. Sannast hefur að lúsaeitrið er sérstaklega slæmt fyrir heilbrigði skeldýra. Það sem kálar lúsinni drepur einnig rækju, krækling, kuðung, burstaorma og marfló sem er mikilvæg fæða æðarfuglsins. Lúsaeitrið hefur án vafa slæm áhrif á bæði rauðátu og ljósátu sem er undirstaða alls lífríkisins og líffræðilegrar fjölbreytni á svæðinu. Þegar æðarkolluungarnir fara fyrst á flot er aðalfæða þeirra marfló og smáar skelfisklirfur. Ekkert mat hefur farið fram á því hvernig það getur farið saman að hafa svo mengandi eldisstarfsemi í nágrenni við þær náttúrugersemar sem æðarvarp og sjófuglabyggðir Vestfjarða eru. Í Djúpinu er einnig góð afkoma sandsílis sem margar tegundir byggja afkomu sína á, t.d. kría, þorskur, teista, ýsa og lundi o.fl. Að setja niður mengandi iðnaðarlaxeldi af norskum stofni í Ísafjarðardjúpi er því vægast sagt hættulegur leikur með fjöregg þjóðarinnar. Í þaraskógum Djúpsins og lognværum innfjörðunum eru helstu seiðauppeldisstöðvar fiskistofnanna okkar. Ætla útvegsmenn þessa lands virkilega að fljóta sofandi að feigðarósi með því að styðja rask og eyðileggingu þessara frjóu uppeldisstöðva af völdum norsks sjókvíaeldis? Við þurfum ekki að taka þessa áhættu. Förum frekar með laxeldið í land. Í Djúpinu væri m.a. hægt að hafa stórar landeldisstöðvar á Nauteyri og í Reykjanesi. Á báðum stöðum er gnægð af heitu vatni og hreinum sjó sem hægt væri að nýta fyrir eldið.Höfundur er upprunninn í Ísafjarðardjúpi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Umhverfismál Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Ákafir talsmenn sjókvíaeldis á laxi í fjörðum landsins hafa tíðrætt þann ábata sem sjávarbyggðir á eldissvæðunum geta haft af eldinu svo og þjóðhagslegan ávinning. Þeir hafa lítið minnst á þá vá sem lífríki grunnsævis í fjörðunum stafar af eldinu. Í upphafi laxeldis hins nýja var því jafnan haldið fram að nú ætti virkilega að vanda sig. Hvíla átti kvíarstæði í fjörðum eftir slátrun svo botninn næði að jafna sig af mengun. Nota átti búnað af nýjustu gerð sem kæmi í veg fyrir að laxinn slyppi og erfðamengaði íslenska laxastofna með tilheyrandi útrýmingu þeirra. Lús myndi ekki herja á laxinn í svo köldum sjó. Allt hefur þetta brugðist í laxeldinu. Mengun er staðreynd, lúsafaraldrar hafa komið upp og við þeim hefur verið brugðist með eiturefnanotkun, lax hefur drepist vegna kulda í kvíunum og sloppið úr þeim og veiðst í ám víða um land. Allt eru þetta vel þekktar staðreyndir. Hitt hefur nánast farið hjá garði í umræðunni að laxeldi í sjó af þeirri stærðargráðu sem eldismenn stefna að býður hættunni heim fyrir hið viðkvæma en mjög svo gjöfula lífríki Vestfjarða, Eyjafjarðar og Austfjarða. Talsmenn sjókvíaeldis, þar á meðal Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, róa nú að því öllum árum að laxeldi verði leyft í Ísafjarðardjúpi og Eyjafirði. Áformin í Djúpinu eru um 30 þúsund tonna eldi að hámarki sem er ekkert smáræðis magn. Ekki aðeins eru í Djúpinu margar ár með litla og sérstaka laxa- og silungsstofna sem munu þurrkast út á nokkrum áratugum ef laxeldi verður leyft þar, heldur er Ísafjarðardjúp gullkista allrar byggðar í landinu en þar er að finna gjöfular seiðauppeldisstöðvar margra mikilvægustu nytjastofna okkar, t.a.m. þorskstofnsins. Litlar rannsóknir hafa farið fram á þessum uppeldissvæðum og nákvæmlega ekkert er vitað um hvaða áhrif mengun og eiturefnanotkun laxeldisins mun þýða fyrir vistkerfi grunnsævisins í Djúpinu. Í Djúpinu voru einnig svo gjöful rækjumið að þau voru á einni tíð nytjuð af yfir 50 bátum. Þar eru stórar lundabyggðir og kríuvarp sem nærast á því sjávarfangi sem Ísafjarðardjúp fóstrar. Ekki síður mikilvæg í þessu iðandi lífríki eru þrjú stór varpstaðir æðarfugls, í eyjunum Æðey, Vigur og Borgarey auk minni. Reyndar er mikið æðarvarp um alla Vestfirði sem má ætla að sé í hættu vegna eldisstarfseminnar. Notkun á lúsaeitri sem notað er til að aflúsa eldislaxinn þegar upp koma slæmir lúsafaraldrar, eins og þegar hefur gerst í laxeldinu á Vestfjörðum, er öllu þessu lífríki afar skaðlegt. Sannast hefur að lúsaeitrið er sérstaklega slæmt fyrir heilbrigði skeldýra. Það sem kálar lúsinni drepur einnig rækju, krækling, kuðung, burstaorma og marfló sem er mikilvæg fæða æðarfuglsins. Lúsaeitrið hefur án vafa slæm áhrif á bæði rauðátu og ljósátu sem er undirstaða alls lífríkisins og líffræðilegrar fjölbreytni á svæðinu. Þegar æðarkolluungarnir fara fyrst á flot er aðalfæða þeirra marfló og smáar skelfisklirfur. Ekkert mat hefur farið fram á því hvernig það getur farið saman að hafa svo mengandi eldisstarfsemi í nágrenni við þær náttúrugersemar sem æðarvarp og sjófuglabyggðir Vestfjarða eru. Í Djúpinu er einnig góð afkoma sandsílis sem margar tegundir byggja afkomu sína á, t.d. kría, þorskur, teista, ýsa og lundi o.fl. Að setja niður mengandi iðnaðarlaxeldi af norskum stofni í Ísafjarðardjúpi er því vægast sagt hættulegur leikur með fjöregg þjóðarinnar. Í þaraskógum Djúpsins og lognværum innfjörðunum eru helstu seiðauppeldisstöðvar fiskistofnanna okkar. Ætla útvegsmenn þessa lands virkilega að fljóta sofandi að feigðarósi með því að styðja rask og eyðileggingu þessara frjóu uppeldisstöðva af völdum norsks sjókvíaeldis? Við þurfum ekki að taka þessa áhættu. Förum frekar með laxeldið í land. Í Djúpinu væri m.a. hægt að hafa stórar landeldisstöðvar á Nauteyri og í Reykjanesi. Á báðum stöðum er gnægð af heitu vatni og hreinum sjó sem hægt væri að nýta fyrir eldið.Höfundur er upprunninn í Ísafjarðardjúpi
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun