
Við vitum hver vandinn er
1. Það hefur ekki gerst oft á síðustu áratugum að samtök lækna hafi verið formlega með í ráðum við ákvarðanir um breytingar á heilbrigðiskerfinu þrátt fyrir þá staðreynd að þau hafa í félagsmönnum sínum meiri hlutann af þeirri þekkingu og reynslu sem ætti alltaf að nýta þegar þannig ákvarðanir eru teknar. Þetta hlýtur að stafa af því að stjórnvöld hafa átt í erfiðleikum með að höndla ímyndaðan hagsmunaárekstur eða raunverulegan.
2. Í kjarabaráttunni 2015 fóru læknar í verkföll sem þýðir að þeir hættu að sinna sjúklingum sem aðferð til þess að berjast fyrir hærri launum. Þeir brutu sem sagt Hippokratesareiðinn í þeim tilgangi að hafa áhrif á kaup sín og kjör. Það má vel vera að þetta hafi verið réttlætanlegt og eitt er víst að kjör lækna voru ekki öfundsverð á þessum tíma. Hitt er svo ljóst að eftir þessa harðvítugu og árangursríku baráttu samtaka lækna fyrir hærri launum hefur það verið enn erfiðara en áður fyrir stjórnvöld að leita til þeirra eftir ráðum um það hvernig eigi að standa að heilbrigðisþjónustu í landinu. Ég væri ekki hissa á því að hugsunin væri eitthvað á þessa leið: fyrst samtök lækna ráðlögðu félagsmönnum sínum að brjóta grundvallarprinsipp lækna til þess að hafa áhrif á laun sín sé ekki loku fyrir það skotið að þau væru reiðubúin að ráða stjórnvöldum óheilt til þess eins að auka völd og laun félagsmanna sinna. Þetta er ósanngjarnt og að öllum líkindum rangt, en það er bara það sem það er.
3. Fyrir nokkrum árum skrifuðu 85 þúsund Íslendingar undir áskorun á Alþingi að auka myndarlega stuðning við heilbrigðiskerfi þjóðarinnar. Samtök lækna, bæði Læknafélag Íslands og Læknafélag Reykjavíkur sem voru nýbúin að afla félagsmönnum sínum myndarlegrar kauphækkunar neituðu að styðja undirskriftasöfnunina án þess að gefa á því skýringu. Tónninn var einfaldlega: hvers vegna ættum við að styðja svona brölt?
4. Hvað er þá til ráða? Læknar þurfa að geta barist fyrir kjörum sínum eins og aðrar stéttir og ósanngjarnt að ætlast til þess að þeir beiti ekki í þeirri baráttu sömu ráðum og aðrir. En samfélagið þarf líka að geta leitað til lækna og samtaka þeirra við uppbyggingu heilbrigðiskerfisins. Eina leiðin sem ég sé er að skipta samtökum lækna í tvennt, annars vegar þau sem sinna hlutverki stéttarfélags sem berst fyrir kaupi og kjörum og hins vegar fagfélag sem hefur áhrif á sitt samfélag í gegnum þekkingu, reynslu og samhygð. Meðan þetta tvennt er á sömu hendinni verður alltaf svolítið erfitt fyrir samfélagið að taka samtök lækna eins alvarlega og skyldi þegar þau veita ráð um skipulagningu heilbrigðismála í landinu.
Það er einfaldlega ósanngjarnt að ætlast til þess að þeir sem stjórna samtökum lækna eins og þau eru samsett í dag hunsi kjaralega hagsmuni félagsmanna sinna þegar þeir stangast á við aðra hagsmuni heilbrigðiskerfisins og það er einnig ósanngjarnt að ætlast til þess að stjórnvöld hagi sér eins og þau séu sér ómeðvituð um það.
Skoðun

Það er kominn tími til...
Birgir Rúnar Davíðsson skrifar

Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

Er píptest rót alls ills?
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Vertu bandamaður kæri bróðir!
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Frá frammistöðuvæðingu til farsældar
Helga Þórey Júlíudóttir skrifar

Ísland á að verja með íslenskum lögum
Arnar Þór Jónsson skrifar

Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði
Logi Einarsson skrifar

Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna
Bjarni Jónsson skrifar

Göngum í takt
skrifar

Hverju lofar þú?
Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar

Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar
Svava Þ. Hjaltalín skrifar

Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda
Sigurvin Lárus Jónsson skrifar

Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar?
Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar

Allt að vinna, engu að tapa!
Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar

Fiskurinn í blokkunum
Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar

Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað
Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar

Þegar vald óttast þekkingu
Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar

Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Hverjir eiga Ísland?
Jón Baldvin Hannibalsson skrifar

Komum náminu á Höfn í höfn
Halla Hrund Logadóttir skrifar

Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn
Sigríður Gunnarsdóttir skrifar

Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu
Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar

Tollar – Fyrir hverja?
Valdimar Birgisson skrifar

Þau eru fá en þörfin er stór
Sif Huld Albertsdóttir skrifar

Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri
Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar

Leiðin til helvítis
Jón Pétur Zimsen skrifar

Eitruð kvenmennska
Ása Lind Finnbogadóttir skrifar

Hinn nýi íslenski aðall
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri
Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar