Við borðum víst hagvöxt Konráð S. Guðjónsson skrifar 3. júlí 2019 07:00 Sem betur fer en vonandi ekki of seint eru Íslendingar ásamt öðrum þjóðum sífellt betur að vakna til vitundar um þann vanda sem mannkyn stendur frammi fyrir vegna loftslagsbreytinga. Hverjum er ljóst að bregðast þarf við og leita leiða til að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda með sem hagkvæmustum hætti. Vandinn er stór og eins og þá vill oft verða er tilhneigingin til að leita að blóraböggli. Einn blóraböggullinn er hagvöxtur, sem fljótt á litið er skiljanlegt því margt í efnahagslífinu leiðir til mengunar. Við nánari athugun er þó afar vanhugsað að skella skuldinni á hagvöxt. Hagvöxtur er breyting á vergri landsframleiðslu eða landsframleiðslu í daglegu tali. Landsframleiðsla er aftur á móti virði allrar vöru og þjónustu sem framleidd er innan ákveðins svæðis, oftast á einu ári. Landsframleiðsla er því mælikvarði á hversu miklum mælanlegum verðmætum og afurðum vinna, tækni og fjármagn skila sem við svo njótum með því að kaupa í matinn, hlusta á tónlist, fara til læknis, ferðast og hvað eina. Til að landsframleiðslan aukist þarf annaðhvort (eða bæði) fleiri vinnandi hendur, sem eðli málsins samkvæmt helst mest í hendur við fólksfjölda, eða framleiðniaukningu. Framleiðnin getur t.d. aukist vegna betri menntunar, hagkvæmari fjárfestinga eða tækniframfara. Þannig er hægt að gera meira fyrir minna. Ef landsframleiðslan aftur á móti minnkar felur það óhjákvæmilega í sér að fólk hefur almennt minna á milli handanna og iðulega atvinnuleysi eins og reynslan sýnir.Ekki gallalaus mælikvarði Landsframleiðsla er ekki og átti aldrei að vera endanlegur mælikvarði á lífskjör. Enda eru takmarkanir á því hvað landsframleiðsla mælir og mælingar á landsframleiðslu geta verið gallaðar eins og fjölmörg dæmi um endurskoðun hagtalna bera vitni um. Engu að síður er landsframleiðsla skýr og samræmanlegur mælikvarði og því afar gagnlegur til að skoða þróun samfélagsins yfir tíma eða í samanburði milli landa. Einnig eru tengsl milli landsframleiðslu á mann og ýmissa mælikvarða á lífsgæði – allt frá langlífi til hamingju. Eitt og sér segir það lítið og meira þarf til en háa landsframleiðslu, en það gefur augaleið að í ríkjum sem búa við háa landsframleiðslu á mann er meira svigrúm til að lifa heilbrigðu og öruggu lífi. Vegna annmarka landsframleiðslu hafa verið þróaðar aðrar leiðir til að meta lífskjör landa. Vísitala félagslegra framfara (SPI) er einn slíkur mælikvarði. Hann sýnir svart á hvítu tengsl við landsframleiðslu þar sem öll þau ríki sem búa við mestu félagslegu framfarirnar búa við háa landsframleiðslu á mann en þau lönd sem reka lestina búa við lága landsframleiðslu á mann. Sömu sögu má segja um aðra slíka mælikvarða eins og „Better Life Index“.Meiri hagvöxtur, minni fátækt Í þessari umræðu virðist líka gleymast að 63% aukningar útblásturs frá 1990, sem Parísarsamkomulagið miðar við, til 2012 kom frá Austur-Asíu og Eyjaálfu – svæðum þar sem mestu efnahagsframfarir síðustu ára hafa átt sér stað og hundruð milljóna manna hafa brotist úr fátækt með betra aðgengi að menntun, auknu langlífi, fátíðari ungbarnadauða o.s.frv. Í því ljósi virðist andúð á hagvexti vera vegna misskilnings, vanþekkingar eða forréttindablindu sem verður allt að því mannfjandsamleg. Í staðinn fyrir að horfa á hagvöxt sem vandamál er skynsamlegra að líta á kraft tækniframfara og efnahagslífið sem lausn á þeim gríðarlegu áskorunum sem steðja að. Með því t.d. að nýta betur fjárfestingar og aðföng eins og eldsneyti aukum við hagvöxt og vinnum um leið gegn loftslagsbreytingum. Þá er ágætt að muna að það skapar beinlínis hagvöxt á Íslandi að flytja inn minna eldsneyti. Breytt og umhverfisvænna neyslumynstur þarf að sama skapi ekki að draga úr landsframleiðslu heldur einfaldlega breyta samsetningu hennar. Margir, helst allir, þurfa að leggjast á eitt við að gera hlutina með minni kostnaði fyrir umhverfið þannig að það auki lífsgæði almennings um allan heim. Sem vill svo skemmtilega til að er í anda þess sem hagvöxtur mælir: Hve mikið meira er gert fyrir minni tilkostnað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Konráð S. Guðjónsson Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Sem betur fer en vonandi ekki of seint eru Íslendingar ásamt öðrum þjóðum sífellt betur að vakna til vitundar um þann vanda sem mannkyn stendur frammi fyrir vegna loftslagsbreytinga. Hverjum er ljóst að bregðast þarf við og leita leiða til að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda með sem hagkvæmustum hætti. Vandinn er stór og eins og þá vill oft verða er tilhneigingin til að leita að blóraböggli. Einn blóraböggullinn er hagvöxtur, sem fljótt á litið er skiljanlegt því margt í efnahagslífinu leiðir til mengunar. Við nánari athugun er þó afar vanhugsað að skella skuldinni á hagvöxt. Hagvöxtur er breyting á vergri landsframleiðslu eða landsframleiðslu í daglegu tali. Landsframleiðsla er aftur á móti virði allrar vöru og þjónustu sem framleidd er innan ákveðins svæðis, oftast á einu ári. Landsframleiðsla er því mælikvarði á hversu miklum mælanlegum verðmætum og afurðum vinna, tækni og fjármagn skila sem við svo njótum með því að kaupa í matinn, hlusta á tónlist, fara til læknis, ferðast og hvað eina. Til að landsframleiðslan aukist þarf annaðhvort (eða bæði) fleiri vinnandi hendur, sem eðli málsins samkvæmt helst mest í hendur við fólksfjölda, eða framleiðniaukningu. Framleiðnin getur t.d. aukist vegna betri menntunar, hagkvæmari fjárfestinga eða tækniframfara. Þannig er hægt að gera meira fyrir minna. Ef landsframleiðslan aftur á móti minnkar felur það óhjákvæmilega í sér að fólk hefur almennt minna á milli handanna og iðulega atvinnuleysi eins og reynslan sýnir.Ekki gallalaus mælikvarði Landsframleiðsla er ekki og átti aldrei að vera endanlegur mælikvarði á lífskjör. Enda eru takmarkanir á því hvað landsframleiðsla mælir og mælingar á landsframleiðslu geta verið gallaðar eins og fjölmörg dæmi um endurskoðun hagtalna bera vitni um. Engu að síður er landsframleiðsla skýr og samræmanlegur mælikvarði og því afar gagnlegur til að skoða þróun samfélagsins yfir tíma eða í samanburði milli landa. Einnig eru tengsl milli landsframleiðslu á mann og ýmissa mælikvarða á lífsgæði – allt frá langlífi til hamingju. Eitt og sér segir það lítið og meira þarf til en háa landsframleiðslu, en það gefur augaleið að í ríkjum sem búa við háa landsframleiðslu á mann er meira svigrúm til að lifa heilbrigðu og öruggu lífi. Vegna annmarka landsframleiðslu hafa verið þróaðar aðrar leiðir til að meta lífskjör landa. Vísitala félagslegra framfara (SPI) er einn slíkur mælikvarði. Hann sýnir svart á hvítu tengsl við landsframleiðslu þar sem öll þau ríki sem búa við mestu félagslegu framfarirnar búa við háa landsframleiðslu á mann en þau lönd sem reka lestina búa við lága landsframleiðslu á mann. Sömu sögu má segja um aðra slíka mælikvarða eins og „Better Life Index“.Meiri hagvöxtur, minni fátækt Í þessari umræðu virðist líka gleymast að 63% aukningar útblásturs frá 1990, sem Parísarsamkomulagið miðar við, til 2012 kom frá Austur-Asíu og Eyjaálfu – svæðum þar sem mestu efnahagsframfarir síðustu ára hafa átt sér stað og hundruð milljóna manna hafa brotist úr fátækt með betra aðgengi að menntun, auknu langlífi, fátíðari ungbarnadauða o.s.frv. Í því ljósi virðist andúð á hagvexti vera vegna misskilnings, vanþekkingar eða forréttindablindu sem verður allt að því mannfjandsamleg. Í staðinn fyrir að horfa á hagvöxt sem vandamál er skynsamlegra að líta á kraft tækniframfara og efnahagslífið sem lausn á þeim gríðarlegu áskorunum sem steðja að. Með því t.d. að nýta betur fjárfestingar og aðföng eins og eldsneyti aukum við hagvöxt og vinnum um leið gegn loftslagsbreytingum. Þá er ágætt að muna að það skapar beinlínis hagvöxt á Íslandi að flytja inn minna eldsneyti. Breytt og umhverfisvænna neyslumynstur þarf að sama skapi ekki að draga úr landsframleiðslu heldur einfaldlega breyta samsetningu hennar. Margir, helst allir, þurfa að leggjast á eitt við að gera hlutina með minni kostnaði fyrir umhverfið þannig að það auki lífsgæði almennings um allan heim. Sem vill svo skemmtilega til að er í anda þess sem hagvöxtur mælir: Hve mikið meira er gert fyrir minni tilkostnað.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun