Viðtal við Pútín Davíð Stefánsson skrifar 8. júlí 2019 07:00 Vladímír Pútín Rússlandsforseti var í afar fróðlegu sjónvarpsviðtali The Financial Times í síðustu viku. Í einn og hálfan tíma fór forsetinn yfir ærin verkefni heima fyrir, skattkerfisbreytingar, uppbyggingu innviða og menntakerfis, og ekki síst tæknivæðingu atvinnugreina. Meginstraumar alþjóðakerfisins og hlutur Rússa þar voru fyrirferðarmiklir. Það sem upp úr stendur eru lok viðtalsins. Þar ræðst Pútín að þeim stjórnmálalegu grunngildum sem ráðið hafa mótun og þróun vestrænna lýðræðisríkja frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Hann segir þau frjálslyndu gildi sem reist séu á rétti og frelsi einstaklinga hafa gengið sér til húðar. Dregið hafi úr vægi frjálslyndis Vesturlanda. Þaðan komi fáar forsagnir lengur. Rússneski leiðtoginn lofar uppgang popúlista og sagði hugmyndir um fjölmenningu ekki eiga við í nútímanum. Pútín afskrifar þannig þau frjálslyndu grundvallarviðhorf, sem sett hafa sterkan svip á líf okkar síðustu áratugi, á borð við vernd flóttamanna og málefni hinsegin fólks. Þau stangist á við viðhorf meirihluta íbúa um heim allan. Dæmi um það er hvernig Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hafi hleypt flóttamönnum inn í landið í bága við hagsmuni yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar. Pútín vísar til staðfestu Trumps forseta gagnvart Mexíkó: „Þessar frjálslyndishugmyndir fela í sér að ekkert þurfi að gera. Innflytjendur geti drepið, rænt og nauðgað án refsingar vegna þess að réttindi þeirra sem innflytjenda verði að vernda,“ segir Pútín. Það er auðvitað rangt hjá Pútín að meirihluti íbúa heimsins deili skoðunum hans um málefni flóttamanna. Kannanir sýna að meirihluti fólks í þeim ríkjum sem fá til sín flesta innflytjendur sér fremur í því styrk en byrði. Jákvæðni eykst eftir því sem fólk fær að kynnast innflytjendum persónulega. Það er ekki rétt hjá Pútín að hin frjálslyndu gildi sem byggð eru á rétti og frelsi einstaklinga séu úrelt. Þau eru enn aflvaki bættra lífskjara og framþróunar. Við höfum til að mynda séð á síðustu áratugum hvernig séreignarréttur og aukið frelsi einstaklinga hafa komið um 600 milljónum Kínverja yfir fátæktarmörkin. Samfélag margbreytni er ekki bara skemmtilegra heldur knýja fjölbreytnin og frelsið fram nýjar hugmyndir og umbreytingar. Sköpunarkraftur nýrrar hugsunar brýtur niður og byggir upp. En það er ekki bara sótt að frjálslyndisstefnu. Hin hefðbundna íhaldsstefna raunsæis og manngildis er heldur ekki í tísku. Varfærni víkur þar fyrir upplausn og efa um mikilvægi sannleikans og jafnvel vísinda. Til óttans sækja leiðtogar fylgi sitt, til svartsýni og afturhalds. Auk Pútíns raðast á bekkinn Trump, ungverski Orbán, ítalski Salvini, franska Le Pen og Brexit-hreyfingin. Bolsonaro í Brasilíu vill ólmur vera þar líka. Það kom í hlut Evrópusambandsins að mótmæla orðum Pútíns. Tusk, forseti leiðtogaráðs þess, var kjarnyrtur þegar hann lýsti sig innilega ósammála Rússlandsforseta: „Hver sá sem fullyrðir að frjálslynd lýðræðisríki séu úrelt segir samtímis að frelsi sé úrelt, að lög séu úrelt og mannréttindi séu úrelt,“ sagði Tusk. – Orð í tíma töluð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Efnahagsmál Rússland Utanríkismál Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Vladímír Pútín Rússlandsforseti var í afar fróðlegu sjónvarpsviðtali The Financial Times í síðustu viku. Í einn og hálfan tíma fór forsetinn yfir ærin verkefni heima fyrir, skattkerfisbreytingar, uppbyggingu innviða og menntakerfis, og ekki síst tæknivæðingu atvinnugreina. Meginstraumar alþjóðakerfisins og hlutur Rússa þar voru fyrirferðarmiklir. Það sem upp úr stendur eru lok viðtalsins. Þar ræðst Pútín að þeim stjórnmálalegu grunngildum sem ráðið hafa mótun og þróun vestrænna lýðræðisríkja frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Hann segir þau frjálslyndu gildi sem reist séu á rétti og frelsi einstaklinga hafa gengið sér til húðar. Dregið hafi úr vægi frjálslyndis Vesturlanda. Þaðan komi fáar forsagnir lengur. Rússneski leiðtoginn lofar uppgang popúlista og sagði hugmyndir um fjölmenningu ekki eiga við í nútímanum. Pútín afskrifar þannig þau frjálslyndu grundvallarviðhorf, sem sett hafa sterkan svip á líf okkar síðustu áratugi, á borð við vernd flóttamanna og málefni hinsegin fólks. Þau stangist á við viðhorf meirihluta íbúa um heim allan. Dæmi um það er hvernig Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hafi hleypt flóttamönnum inn í landið í bága við hagsmuni yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar. Pútín vísar til staðfestu Trumps forseta gagnvart Mexíkó: „Þessar frjálslyndishugmyndir fela í sér að ekkert þurfi að gera. Innflytjendur geti drepið, rænt og nauðgað án refsingar vegna þess að réttindi þeirra sem innflytjenda verði að vernda,“ segir Pútín. Það er auðvitað rangt hjá Pútín að meirihluti íbúa heimsins deili skoðunum hans um málefni flóttamanna. Kannanir sýna að meirihluti fólks í þeim ríkjum sem fá til sín flesta innflytjendur sér fremur í því styrk en byrði. Jákvæðni eykst eftir því sem fólk fær að kynnast innflytjendum persónulega. Það er ekki rétt hjá Pútín að hin frjálslyndu gildi sem byggð eru á rétti og frelsi einstaklinga séu úrelt. Þau eru enn aflvaki bættra lífskjara og framþróunar. Við höfum til að mynda séð á síðustu áratugum hvernig séreignarréttur og aukið frelsi einstaklinga hafa komið um 600 milljónum Kínverja yfir fátæktarmörkin. Samfélag margbreytni er ekki bara skemmtilegra heldur knýja fjölbreytnin og frelsið fram nýjar hugmyndir og umbreytingar. Sköpunarkraftur nýrrar hugsunar brýtur niður og byggir upp. En það er ekki bara sótt að frjálslyndisstefnu. Hin hefðbundna íhaldsstefna raunsæis og manngildis er heldur ekki í tísku. Varfærni víkur þar fyrir upplausn og efa um mikilvægi sannleikans og jafnvel vísinda. Til óttans sækja leiðtogar fylgi sitt, til svartsýni og afturhalds. Auk Pútíns raðast á bekkinn Trump, ungverski Orbán, ítalski Salvini, franska Le Pen og Brexit-hreyfingin. Bolsonaro í Brasilíu vill ólmur vera þar líka. Það kom í hlut Evrópusambandsins að mótmæla orðum Pútíns. Tusk, forseti leiðtogaráðs þess, var kjarnyrtur þegar hann lýsti sig innilega ósammála Rússlandsforseta: „Hver sá sem fullyrðir að frjálslynd lýðræðisríki séu úrelt segir samtímis að frelsi sé úrelt, að lög séu úrelt og mannréttindi séu úrelt,“ sagði Tusk. – Orð í tíma töluð.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun