Framkvæmdir dulbúnar sem rannsóknir Pétur Halldórsson skrifar 20. júní 2019 07:00 Hreppsnefnd Árneshrepps hefur nú samþykkt að veita Vesturverki ehf. framkvæmdaleyfi fyrir veglagningu vegna jarðvegsrannsókna fyrir Hvalárvirkjun. Þetta framkvæmdaleyfi gefur þó ekki leyfi fyrir virkjuninni sjálfri enda krefst slíkt leyfi þess að heildaráhrif verkefnisins séu þekkt en áhrif tengingar við Landsnetið hafa enn ekki verið metin. Umrætt framkvæmdaleyfi er því eingöngu í rannsóknarskyni. Sé kafað dýpra í málið kemur hins vegar í ljós að ekki er allt með feldu. Ófeigsfjarðarheiði er í dag ekki aðgengileg með venjulegum vegasamgöngum og því ekki hægt að nota venjuleg ökutæki til að flytja rannsóknabúnaðinn, t.d. svokallaða kjarnabora. Venjulega er slíkt leyst með því að flytja tækjabúnað á veturna, meðan heiði er snævi þakin, eða með þyrlu og má þannig komast hjá því að rannsóknir valdi of miklu raski. Umrætt framkvæmdaleyfi gerir hins vegar ráð fyrir að vegir fyrir þungavinnutæki séu lagðir að öllum áformuðum stíflustæðum virkjunarinnar. Það myndi krefjast gífurlegs rasks því erfitt er að leggja vegi yfir berar klappir líkt og þær sem einkenna Ófeigsfjarðarheiði. Á þennan hátt væri framkvæmdin því í raun hafin, þrátt fyrir að leyfið sé einungis ætlað rannsóknum og enn sé ekki búið að meta heildar umhverfisáhrif verkefnisins. Þetta getur ekki talist ásættanlegt en sumir spyrja kannski hvort ekki sé til staðar rökstuðningur fyrir því að leggja vegi í stað þess að flytja búnaðinn með öðrum hætti. Slíkar vangaveltur voru tilefni erinda sem félagið Ungir umhverfissinnar sendu hreppsnefnd Árneshrepps í apríl og maí sl. en félagið vildi vita hvort búið væri að bera saman kostnað og umhverfisáhrif ólíkra aðferða við flutning á rannsóknarbúnaði. Í viðbrögðum hreppsins var spurningunni hins vegar ekki svarað og hefur félagið því þurft að ítreka fyrirspurnina. Fregnir um samþykkt útgáfu framkvæmdaleyfis vöktu því mikla furðu því samanburður á valkostum er nauðsynlegur fyrir málefnalega meðferð við útgáfu framkvæmdaleyfis. Það er greinilegt að íslenska þjóðin er enn að læra að umgangast náttúruna þótt tæp 50 ár séu síðan Halldór Laxness skrifaði um hernaðinn gegn landinu. Eini munurinn er í raun sá að í dag hefur ástandið versnað og litlar líkur eru á bjartri framtíð fyrir ungt fólk. Það er því ekki seinna vænna en að virða náttúruna að verðleikum og taka ekki ákvarðanir um framkvæmdir fyrr en heildaráhrifin eru þekkt. Rannsóknir sem þessar ætti því ávallt að gera án óþarfa rasks.Höfundur er formaður Ungra umhverfissinna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árneshreppur Birtist í Fréttablaðinu Deilur um Hvalárvirkjun Umhverfismál Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Sjá meira
Hreppsnefnd Árneshrepps hefur nú samþykkt að veita Vesturverki ehf. framkvæmdaleyfi fyrir veglagningu vegna jarðvegsrannsókna fyrir Hvalárvirkjun. Þetta framkvæmdaleyfi gefur þó ekki leyfi fyrir virkjuninni sjálfri enda krefst slíkt leyfi þess að heildaráhrif verkefnisins séu þekkt en áhrif tengingar við Landsnetið hafa enn ekki verið metin. Umrætt framkvæmdaleyfi er því eingöngu í rannsóknarskyni. Sé kafað dýpra í málið kemur hins vegar í ljós að ekki er allt með feldu. Ófeigsfjarðarheiði er í dag ekki aðgengileg með venjulegum vegasamgöngum og því ekki hægt að nota venjuleg ökutæki til að flytja rannsóknabúnaðinn, t.d. svokallaða kjarnabora. Venjulega er slíkt leyst með því að flytja tækjabúnað á veturna, meðan heiði er snævi þakin, eða með þyrlu og má þannig komast hjá því að rannsóknir valdi of miklu raski. Umrætt framkvæmdaleyfi gerir hins vegar ráð fyrir að vegir fyrir þungavinnutæki séu lagðir að öllum áformuðum stíflustæðum virkjunarinnar. Það myndi krefjast gífurlegs rasks því erfitt er að leggja vegi yfir berar klappir líkt og þær sem einkenna Ófeigsfjarðarheiði. Á þennan hátt væri framkvæmdin því í raun hafin, þrátt fyrir að leyfið sé einungis ætlað rannsóknum og enn sé ekki búið að meta heildar umhverfisáhrif verkefnisins. Þetta getur ekki talist ásættanlegt en sumir spyrja kannski hvort ekki sé til staðar rökstuðningur fyrir því að leggja vegi í stað þess að flytja búnaðinn með öðrum hætti. Slíkar vangaveltur voru tilefni erinda sem félagið Ungir umhverfissinnar sendu hreppsnefnd Árneshrepps í apríl og maí sl. en félagið vildi vita hvort búið væri að bera saman kostnað og umhverfisáhrif ólíkra aðferða við flutning á rannsóknarbúnaði. Í viðbrögðum hreppsins var spurningunni hins vegar ekki svarað og hefur félagið því þurft að ítreka fyrirspurnina. Fregnir um samþykkt útgáfu framkvæmdaleyfis vöktu því mikla furðu því samanburður á valkostum er nauðsynlegur fyrir málefnalega meðferð við útgáfu framkvæmdaleyfis. Það er greinilegt að íslenska þjóðin er enn að læra að umgangast náttúruna þótt tæp 50 ár séu síðan Halldór Laxness skrifaði um hernaðinn gegn landinu. Eini munurinn er í raun sá að í dag hefur ástandið versnað og litlar líkur eru á bjartri framtíð fyrir ungt fólk. Það er því ekki seinna vænna en að virða náttúruna að verðleikum og taka ekki ákvarðanir um framkvæmdir fyrr en heildaráhrifin eru þekkt. Rannsóknir sem þessar ætti því ávallt að gera án óþarfa rasks.Höfundur er formaður Ungra umhverfissinna
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar