Brostu – þú ert í beinni! Katrín Atladóttir skrifar 20. júní 2019 07:00 Nýlega spratt upp umræða á Twitter um eftirlitsmyndavél við Einarsnes í Skerjafirði. Hún er merkt umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að myndefninu er varpað, að ósk borgarinnar, í beinni útsendingu á vefsíðu Vegagerðarinnar. Nú veit ég ekki hvort íbúar við götuna, eða aðrir vegfarendur, eru sáttir við að vera í beinni útsendingu á netinu allan sólarhringinn, en málið vakti furðu mína. Við nánari eftirgrennslan komst ég að því að umhverfis- og skipulagssvið er með átta eftirlitsmyndavélar víðsvegar í borgarlandinu. Tilgangurinn er sagður vera sá að fylgjast með færð vega! Lögreglan er einnig með tugi myndavéla í borginni og vill tvöfalda fjöldann. Áður fyrr var þessu eftirliti yfirleitt stýrt af fólki. Nú er því stýrt af tölvum sem hafa mikla vinnslugetu og geta unnið úr öllum upplýsingum jafnóðum. Andlitsgreining getur greint einstaklinga á mynd á augabragði, greint kyn, hvort viðkomandi er með tösku og margt fleira. Eftir því sem eftirlitsmyndavélum er fjölgað er auðveldara fyrir stjórnvöld (eða Vegagerðina í tilfelli Einarsness) að fylgjast með ferðum fólks, án nokkurs lögmæts tilefnis. Stjórnvöld í Kína hafa víða sett upp eftirlitsmyndavélar í landinu og nota þær til að fylgjast með fólki hvert sem það fer. Sama á við um nokkrar borgir í Bandaríkjunum og þar í landi er rætt um slíkt eftirlit í skólum. Félagi minn fór nýlega um LAX flugvöllinn í Los Angeles án þess að þurfa að sýna vegabréf, vélarnar þekktu hann. Þegar tækninni fleygir fram þarf að doka við og stíga varlega til jarðar. Þarf að fylgjast með færð á Einarsnesi á sumrin eða yfirleitt? Talsmenn eftirlitssamfélags segja oft að þeir hafi ekkert að fela, eftirlitið sé til þess að góma lögbrjóta. En við megum ekki byggja upp samfélag þar sem allir eru sjálfkrafa tortryggðir meðan langflestir fara að lögum og reglum. Áður var viðkvæðið að fylgjast með þeim sem gerðu eitthvað af sér. Nú virðist það vera að fylgjast með öllum, alls staðar, öllum stundum.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Katrín Atladóttir Persónuvernd Reykjavík Skipulag Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar Skoðun Nýtum atkvæði okkar VR-ingar Ásgeir Geirsson skrifar Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega spratt upp umræða á Twitter um eftirlitsmyndavél við Einarsnes í Skerjafirði. Hún er merkt umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að myndefninu er varpað, að ósk borgarinnar, í beinni útsendingu á vefsíðu Vegagerðarinnar. Nú veit ég ekki hvort íbúar við götuna, eða aðrir vegfarendur, eru sáttir við að vera í beinni útsendingu á netinu allan sólarhringinn, en málið vakti furðu mína. Við nánari eftirgrennslan komst ég að því að umhverfis- og skipulagssvið er með átta eftirlitsmyndavélar víðsvegar í borgarlandinu. Tilgangurinn er sagður vera sá að fylgjast með færð vega! Lögreglan er einnig með tugi myndavéla í borginni og vill tvöfalda fjöldann. Áður fyrr var þessu eftirliti yfirleitt stýrt af fólki. Nú er því stýrt af tölvum sem hafa mikla vinnslugetu og geta unnið úr öllum upplýsingum jafnóðum. Andlitsgreining getur greint einstaklinga á mynd á augabragði, greint kyn, hvort viðkomandi er með tösku og margt fleira. Eftir því sem eftirlitsmyndavélum er fjölgað er auðveldara fyrir stjórnvöld (eða Vegagerðina í tilfelli Einarsness) að fylgjast með ferðum fólks, án nokkurs lögmæts tilefnis. Stjórnvöld í Kína hafa víða sett upp eftirlitsmyndavélar í landinu og nota þær til að fylgjast með fólki hvert sem það fer. Sama á við um nokkrar borgir í Bandaríkjunum og þar í landi er rætt um slíkt eftirlit í skólum. Félagi minn fór nýlega um LAX flugvöllinn í Los Angeles án þess að þurfa að sýna vegabréf, vélarnar þekktu hann. Þegar tækninni fleygir fram þarf að doka við og stíga varlega til jarðar. Þarf að fylgjast með færð á Einarsnesi á sumrin eða yfirleitt? Talsmenn eftirlitssamfélags segja oft að þeir hafi ekkert að fela, eftirlitið sé til þess að góma lögbrjóta. En við megum ekki byggja upp samfélag þar sem allir eru sjálfkrafa tortryggðir meðan langflestir fara að lögum og reglum. Áður var viðkvæðið að fylgjast með þeim sem gerðu eitthvað af sér. Nú virðist það vera að fylgjast með öllum, alls staðar, öllum stundum.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun