Enski boltinn

Þetta sagði dómarinn við leikmenn Liverpool og Tottenham í úrslitaleik Meistaradeildarinnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Virgil van Dijk með Meistaradeildarbikarinn.
Virgil van Dijk með Meistaradeildarbikarinn. Vísir/Getty
1. júní 2019 er eftirminnilegur dagur fyrir stuðningsmenn Liverpool enda eru margir þeirra enn að fagna sigrinum á Tottenham í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

Liverpool hefur nú sett saman myndband með nýjum myndbrotum frá þessum sögulega degi þegar Liverpool vann Evrópukeppni meistaraliða í sjötta sinn í sögu félagsins.

Liverpool vann úrslitaleikinn á móti Tottenham 2-0 þar sem Mohamed Salah og Divock Origi skoruðu mörkin. Leikurinn var spilaður á Wanda Metropolitano leikvanginum í Madrid.

Í myndbandinu er farið yfir gang mála í leiknum allt frá blaðamannafundum knattspyrnustjóranna fyrir leik þar til að Liverpool fagnaði sigri í leikslok. Stuðningsmennirnir eru að sjálfsögðu í sviðsljósinu í þessu myndbandi.

Myndbrotin eru nær öll frá nýjum sjónarhornum en þau sem menn sáu í sjónvarpsútsendingunnni á sínum tíma og mörg þeirra eru líka tekin upp að tjaldarbaki.

Það má líka heyra það sem dómari leiksins sagði við leikmenn liðanna í úrslitaleiknum á stóru mómentum leiksins og þá fékk myndavélin að fara inn í dómaraherbergið í hálfleik. Slóveninn Damir Skomina dæmdi þennan stærsta leik ársins í evrópska fótboltanum.

Myndbandið endar síðan með fögnuði leikmanna Liverpool sem náðu þarna að vinna sinn fyrsta titil undir stjórn Jürgen Klopp.

Það er hægt að sjá þetta dramatíska myndband hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×