Til hamingju með háskólaprófið! Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 26. júní 2019 08:00 Júní er tími brautskráninganna. Þá fyllast samfélagsmiðlarnir af myndum af prúðbúnu og brosleitu fólki sem fagnar því að hafa náð þeim merkilega áfanga í lífinu að ljúka háskólanámi. Þessar myndir einkennast af mikilli gleði sem smitar út frá sér. Það er bjartsýni og vor í þessum myndum. Allir sjö háskólar landsins brautskráðu nemendur nú í júní við hátíðlegar athafnir, bæði úr grunnnámi og framhaldsnámi. Samtals tóku meira en 3.300 manns við prófskírteinum að þessu sinni. Menntun þessa stóra hóps er fjölbreytt og góð. Reikna má með því að flest í þessum hópi fari nú að leita sér að föstu starfi. Nú er það vinnumarkaðarins að gefa þeim tækifæri. Sú góða vísa verður aldrei of oft kveðin að menntun og þekking eru lykillinn að framþróun og góðum lífskjörum í landinu. Nýútskrifað háskólafólk sem nú sækir um störf hjá fyrirtækjum og stofnunum landsins býr yfir verðmætri þekkingu sem mikilvægt er að nýtist samfélaginu. Það má heldur ekki gleymast að til að einstaklingar séu reiðubúnir að leggja á sig erfitt og dýrt nám þarf það að skila þeim sanngjörnum fjárhagslegum ávinningi. Meginkrafa BHM er og hefur lengi verið sú að menntun sé metin til launa. Því miður vantar enn töluvert upp á að svo sé hér á landi. Sem dæmi má nefna að grunnlaun margra sem lokið hafa fyrstu háskólagráðu eru langt undir því sem eðlilegt og sanngjarnt má teljast. Krafa BHM er að engin/n sem lokið hefur bakkalárgráðu hafi undir 500 þúsund krónum í grunnlaun á mánuði. Margir háskólanemar taka námslán til að fjármagna nám sitt. Afborganir af námslánum reynast mörgum þung byrði, einkum yngri greiðendum sem eru að koma sér þaki yfir höfuðið og stofna fjölskyldu. Í viðræðum við stjórnvöld leggur BHM áherslu á að dregið verði úr endurgreiðslubyrði og að komið verði til móts við greiðendur með ýmsum aðgerðum. BHM óskar öllu nýútskrifuðu háskólafólki til hamingju með áfangann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Námslán Skóla - og menntamál Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Flugan í dýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flugan í dýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Sjá meira
Júní er tími brautskráninganna. Þá fyllast samfélagsmiðlarnir af myndum af prúðbúnu og brosleitu fólki sem fagnar því að hafa náð þeim merkilega áfanga í lífinu að ljúka háskólanámi. Þessar myndir einkennast af mikilli gleði sem smitar út frá sér. Það er bjartsýni og vor í þessum myndum. Allir sjö háskólar landsins brautskráðu nemendur nú í júní við hátíðlegar athafnir, bæði úr grunnnámi og framhaldsnámi. Samtals tóku meira en 3.300 manns við prófskírteinum að þessu sinni. Menntun þessa stóra hóps er fjölbreytt og góð. Reikna má með því að flest í þessum hópi fari nú að leita sér að föstu starfi. Nú er það vinnumarkaðarins að gefa þeim tækifæri. Sú góða vísa verður aldrei of oft kveðin að menntun og þekking eru lykillinn að framþróun og góðum lífskjörum í landinu. Nýútskrifað háskólafólk sem nú sækir um störf hjá fyrirtækjum og stofnunum landsins býr yfir verðmætri þekkingu sem mikilvægt er að nýtist samfélaginu. Það má heldur ekki gleymast að til að einstaklingar séu reiðubúnir að leggja á sig erfitt og dýrt nám þarf það að skila þeim sanngjörnum fjárhagslegum ávinningi. Meginkrafa BHM er og hefur lengi verið sú að menntun sé metin til launa. Því miður vantar enn töluvert upp á að svo sé hér á landi. Sem dæmi má nefna að grunnlaun margra sem lokið hafa fyrstu háskólagráðu eru langt undir því sem eðlilegt og sanngjarnt má teljast. Krafa BHM er að engin/n sem lokið hefur bakkalárgráðu hafi undir 500 þúsund krónum í grunnlaun á mánuði. Margir háskólanemar taka námslán til að fjármagna nám sitt. Afborganir af námslánum reynast mörgum þung byrði, einkum yngri greiðendum sem eru að koma sér þaki yfir höfuðið og stofna fjölskyldu. Í viðræðum við stjórnvöld leggur BHM áherslu á að dregið verði úr endurgreiðslubyrði og að komið verði til móts við greiðendur með ýmsum aðgerðum. BHM óskar öllu nýútskrifuðu háskólafólki til hamingju með áfangann.
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar