Leitin að kjarna málsins Sverrir Björnsson skrifar 27. júní 2019 13:15 Þjóðskáldin hafa lýst því hvernig okkur Íslendingum er illmögulegt að ræða kjarna mála. Nú síðast Hallgrímur Helgason í 60 kílóum af sólskini: „Og þannig var þjóðlífið allt. Engin plön náðu lengra en fram á kvöld og engin ákvörðun var endanleg, öll samtöl án niðurstöðu.“ Sjaldan hefur þessi sannleikur birst með augljósari hætti en undanfarnar vikur á Alþingi. Annars vegar í lopaspuna Miðflokksmanna daga og nætur sem var samt ómögulegt að skýra mál sitt. Hins vegar skiluðu allir aðrir á þinginu auðu í leitinni að kjarna málsins með því að staglast á: „Enginn sæstrengur án samþykkis Alþingis.“Eigum við að bjarga heiminum? Pólitíkusarnir virðast ætla að verða síðastir til að skilja að við Íslendingar höfum gullið tækifæri til að taka mikilvæg skref til að bjarga vistkerfi heimsins og auka um leið hagsæld í landinu. Jöklarnir bráðna svo hratt að vatnsrennsli á virkjanasvæði Landsvirkjunar hefur aukist um 8% og mun aukast mikið á næstu áratugum. Ergo, stóraukin rafmag nsf r a mleiðsla núver a nd i jökulvatnavirkjana. Aukið vatnsafl frá jökulám skapar tækifæri til að friða allar bergvatnsár á Íslandi, fyrir framtíðarkynslóðir og mikilvægasta atvinnuveg þjóðarinnar, ferðamannaiðnaðinn. Það eru vindmyllugarðar á teikniborðinu sem munu framleiða 400- 500 MW. Hið besta mál að nýta umhverfisvænustu og sennilega hagkvæmustu leiðina til raforkuframleiðslu. Við gætum framleitt þúsundir megavatta með vindorku hér á fallegasta rokrassi heimsins. Stærsta skref okkar til að bjarga vistkerfi jarðarinnar er að loka víðasta kolefnispúströri landsins; stóriðjunni. Þá losnar mikil orka úr læðingi. Í framtíð margfalt meiri orkuframleiðslu rafvæðum við Ísland, samgöngur, iðnað, sjávarútveg og ræktum hér heima það sem við þurfum, en jafnvel þá verður mikið eftir. Hvað á að gera við orkuna? Mengandi ál-, járn- og kísiliðnaður tilheyrir fortíðinni. Bitcoinnámurnar eru að tæmast og gagnarisarnir Google og co. hafa sett sig niður í löndum með öruggara gagnasamband. Það er ekki góð viðskiptahugmynd og óumhverfisvæn að rækta hér ávexti og grænmeti og flytja um langan veg þar sem kjöraðstæður eru til ræktunar. Kaffi til Brasilíu? Sæstrengur er í dag eina leiðin í sjónmáli. Fjárfestar eru þegar byrjaðir að tryggja sér orkunýtingarréttindi, margfalt hærra orkuverð handan hafsins freistar. Það er góður kostur fyrir þjóðina að hámarka afrakstur orkunnar og vernda umhverfið með sæstreng. Hærra orkuverð á Íslandi verður auðvelt að jafna t.d. með lægri sköttum eða borgaralaunum, ef ríkið á og rekur orkufyrirtækin. Ef einkafyrirtæki taka til sín megnið af arðinum líkt og nú er raunin í sjávarútvegi og orkunýtingu mun almenningur ekki njóta ávaxtanna líkt og Norðmenn gera. Hér heima og í Evrópusambandinu eru einkvæðingarsinnar áfjáðir í að komast í orkuauðinn. ESB er líkt og hægri flokkarnir hér heima gegnsýrt af frjálshyggjuhugmyndum um einkavæðingu á grunnstoðum samfélagsins. Það sem Alþingi ætti að ræða daga og nætur í allt sumar, og alla vetur er: Hvernig björgum við vistkerfi jarðarinnar með umhverfisvænni orku og tryggjum almenningi arðinn af auðlindum sínum? Það er kjarni málsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Stóriðja Umhverfismál Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Þjóðskáldin hafa lýst því hvernig okkur Íslendingum er illmögulegt að ræða kjarna mála. Nú síðast Hallgrímur Helgason í 60 kílóum af sólskini: „Og þannig var þjóðlífið allt. Engin plön náðu lengra en fram á kvöld og engin ákvörðun var endanleg, öll samtöl án niðurstöðu.“ Sjaldan hefur þessi sannleikur birst með augljósari hætti en undanfarnar vikur á Alþingi. Annars vegar í lopaspuna Miðflokksmanna daga og nætur sem var samt ómögulegt að skýra mál sitt. Hins vegar skiluðu allir aðrir á þinginu auðu í leitinni að kjarna málsins með því að staglast á: „Enginn sæstrengur án samþykkis Alþingis.“Eigum við að bjarga heiminum? Pólitíkusarnir virðast ætla að verða síðastir til að skilja að við Íslendingar höfum gullið tækifæri til að taka mikilvæg skref til að bjarga vistkerfi heimsins og auka um leið hagsæld í landinu. Jöklarnir bráðna svo hratt að vatnsrennsli á virkjanasvæði Landsvirkjunar hefur aukist um 8% og mun aukast mikið á næstu áratugum. Ergo, stóraukin rafmag nsf r a mleiðsla núver a nd i jökulvatnavirkjana. Aukið vatnsafl frá jökulám skapar tækifæri til að friða allar bergvatnsár á Íslandi, fyrir framtíðarkynslóðir og mikilvægasta atvinnuveg þjóðarinnar, ferðamannaiðnaðinn. Það eru vindmyllugarðar á teikniborðinu sem munu framleiða 400- 500 MW. Hið besta mál að nýta umhverfisvænustu og sennilega hagkvæmustu leiðina til raforkuframleiðslu. Við gætum framleitt þúsundir megavatta með vindorku hér á fallegasta rokrassi heimsins. Stærsta skref okkar til að bjarga vistkerfi jarðarinnar er að loka víðasta kolefnispúströri landsins; stóriðjunni. Þá losnar mikil orka úr læðingi. Í framtíð margfalt meiri orkuframleiðslu rafvæðum við Ísland, samgöngur, iðnað, sjávarútveg og ræktum hér heima það sem við þurfum, en jafnvel þá verður mikið eftir. Hvað á að gera við orkuna? Mengandi ál-, járn- og kísiliðnaður tilheyrir fortíðinni. Bitcoinnámurnar eru að tæmast og gagnarisarnir Google og co. hafa sett sig niður í löndum með öruggara gagnasamband. Það er ekki góð viðskiptahugmynd og óumhverfisvæn að rækta hér ávexti og grænmeti og flytja um langan veg þar sem kjöraðstæður eru til ræktunar. Kaffi til Brasilíu? Sæstrengur er í dag eina leiðin í sjónmáli. Fjárfestar eru þegar byrjaðir að tryggja sér orkunýtingarréttindi, margfalt hærra orkuverð handan hafsins freistar. Það er góður kostur fyrir þjóðina að hámarka afrakstur orkunnar og vernda umhverfið með sæstreng. Hærra orkuverð á Íslandi verður auðvelt að jafna t.d. með lægri sköttum eða borgaralaunum, ef ríkið á og rekur orkufyrirtækin. Ef einkafyrirtæki taka til sín megnið af arðinum líkt og nú er raunin í sjávarútvegi og orkunýtingu mun almenningur ekki njóta ávaxtanna líkt og Norðmenn gera. Hér heima og í Evrópusambandinu eru einkvæðingarsinnar áfjáðir í að komast í orkuauðinn. ESB er líkt og hægri flokkarnir hér heima gegnsýrt af frjálshyggjuhugmyndum um einkavæðingu á grunnstoðum samfélagsins. Það sem Alþingi ætti að ræða daga og nætur í allt sumar, og alla vetur er: Hvernig björgum við vistkerfi jarðarinnar með umhverfisvænni orku og tryggjum almenningi arðinn af auðlindum sínum? Það er kjarni málsins.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar