Leitin að kjarna málsins Sverrir Björnsson skrifar 27. júní 2019 13:15 Þjóðskáldin hafa lýst því hvernig okkur Íslendingum er illmögulegt að ræða kjarna mála. Nú síðast Hallgrímur Helgason í 60 kílóum af sólskini: „Og þannig var þjóðlífið allt. Engin plön náðu lengra en fram á kvöld og engin ákvörðun var endanleg, öll samtöl án niðurstöðu.“ Sjaldan hefur þessi sannleikur birst með augljósari hætti en undanfarnar vikur á Alþingi. Annars vegar í lopaspuna Miðflokksmanna daga og nætur sem var samt ómögulegt að skýra mál sitt. Hins vegar skiluðu allir aðrir á þinginu auðu í leitinni að kjarna málsins með því að staglast á: „Enginn sæstrengur án samþykkis Alþingis.“Eigum við að bjarga heiminum? Pólitíkusarnir virðast ætla að verða síðastir til að skilja að við Íslendingar höfum gullið tækifæri til að taka mikilvæg skref til að bjarga vistkerfi heimsins og auka um leið hagsæld í landinu. Jöklarnir bráðna svo hratt að vatnsrennsli á virkjanasvæði Landsvirkjunar hefur aukist um 8% og mun aukast mikið á næstu áratugum. Ergo, stóraukin rafmag nsf r a mleiðsla núver a nd i jökulvatnavirkjana. Aukið vatnsafl frá jökulám skapar tækifæri til að friða allar bergvatnsár á Íslandi, fyrir framtíðarkynslóðir og mikilvægasta atvinnuveg þjóðarinnar, ferðamannaiðnaðinn. Það eru vindmyllugarðar á teikniborðinu sem munu framleiða 400- 500 MW. Hið besta mál að nýta umhverfisvænustu og sennilega hagkvæmustu leiðina til raforkuframleiðslu. Við gætum framleitt þúsundir megavatta með vindorku hér á fallegasta rokrassi heimsins. Stærsta skref okkar til að bjarga vistkerfi jarðarinnar er að loka víðasta kolefnispúströri landsins; stóriðjunni. Þá losnar mikil orka úr læðingi. Í framtíð margfalt meiri orkuframleiðslu rafvæðum við Ísland, samgöngur, iðnað, sjávarútveg og ræktum hér heima það sem við þurfum, en jafnvel þá verður mikið eftir. Hvað á að gera við orkuna? Mengandi ál-, járn- og kísiliðnaður tilheyrir fortíðinni. Bitcoinnámurnar eru að tæmast og gagnarisarnir Google og co. hafa sett sig niður í löndum með öruggara gagnasamband. Það er ekki góð viðskiptahugmynd og óumhverfisvæn að rækta hér ávexti og grænmeti og flytja um langan veg þar sem kjöraðstæður eru til ræktunar. Kaffi til Brasilíu? Sæstrengur er í dag eina leiðin í sjónmáli. Fjárfestar eru þegar byrjaðir að tryggja sér orkunýtingarréttindi, margfalt hærra orkuverð handan hafsins freistar. Það er góður kostur fyrir þjóðina að hámarka afrakstur orkunnar og vernda umhverfið með sæstreng. Hærra orkuverð á Íslandi verður auðvelt að jafna t.d. með lægri sköttum eða borgaralaunum, ef ríkið á og rekur orkufyrirtækin. Ef einkafyrirtæki taka til sín megnið af arðinum líkt og nú er raunin í sjávarútvegi og orkunýtingu mun almenningur ekki njóta ávaxtanna líkt og Norðmenn gera. Hér heima og í Evrópusambandinu eru einkvæðingarsinnar áfjáðir í að komast í orkuauðinn. ESB er líkt og hægri flokkarnir hér heima gegnsýrt af frjálshyggjuhugmyndum um einkavæðingu á grunnstoðum samfélagsins. Það sem Alþingi ætti að ræða daga og nætur í allt sumar, og alla vetur er: Hvernig björgum við vistkerfi jarðarinnar með umhverfisvænni orku og tryggjum almenningi arðinn af auðlindum sínum? Það er kjarni málsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Stóriðja Umhverfismál Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Þjóðskáldin hafa lýst því hvernig okkur Íslendingum er illmögulegt að ræða kjarna mála. Nú síðast Hallgrímur Helgason í 60 kílóum af sólskini: „Og þannig var þjóðlífið allt. Engin plön náðu lengra en fram á kvöld og engin ákvörðun var endanleg, öll samtöl án niðurstöðu.“ Sjaldan hefur þessi sannleikur birst með augljósari hætti en undanfarnar vikur á Alþingi. Annars vegar í lopaspuna Miðflokksmanna daga og nætur sem var samt ómögulegt að skýra mál sitt. Hins vegar skiluðu allir aðrir á þinginu auðu í leitinni að kjarna málsins með því að staglast á: „Enginn sæstrengur án samþykkis Alþingis.“Eigum við að bjarga heiminum? Pólitíkusarnir virðast ætla að verða síðastir til að skilja að við Íslendingar höfum gullið tækifæri til að taka mikilvæg skref til að bjarga vistkerfi heimsins og auka um leið hagsæld í landinu. Jöklarnir bráðna svo hratt að vatnsrennsli á virkjanasvæði Landsvirkjunar hefur aukist um 8% og mun aukast mikið á næstu áratugum. Ergo, stóraukin rafmag nsf r a mleiðsla núver a nd i jökulvatnavirkjana. Aukið vatnsafl frá jökulám skapar tækifæri til að friða allar bergvatnsár á Íslandi, fyrir framtíðarkynslóðir og mikilvægasta atvinnuveg þjóðarinnar, ferðamannaiðnaðinn. Það eru vindmyllugarðar á teikniborðinu sem munu framleiða 400- 500 MW. Hið besta mál að nýta umhverfisvænustu og sennilega hagkvæmustu leiðina til raforkuframleiðslu. Við gætum framleitt þúsundir megavatta með vindorku hér á fallegasta rokrassi heimsins. Stærsta skref okkar til að bjarga vistkerfi jarðarinnar er að loka víðasta kolefnispúströri landsins; stóriðjunni. Þá losnar mikil orka úr læðingi. Í framtíð margfalt meiri orkuframleiðslu rafvæðum við Ísland, samgöngur, iðnað, sjávarútveg og ræktum hér heima það sem við þurfum, en jafnvel þá verður mikið eftir. Hvað á að gera við orkuna? Mengandi ál-, járn- og kísiliðnaður tilheyrir fortíðinni. Bitcoinnámurnar eru að tæmast og gagnarisarnir Google og co. hafa sett sig niður í löndum með öruggara gagnasamband. Það er ekki góð viðskiptahugmynd og óumhverfisvæn að rækta hér ávexti og grænmeti og flytja um langan veg þar sem kjöraðstæður eru til ræktunar. Kaffi til Brasilíu? Sæstrengur er í dag eina leiðin í sjónmáli. Fjárfestar eru þegar byrjaðir að tryggja sér orkunýtingarréttindi, margfalt hærra orkuverð handan hafsins freistar. Það er góður kostur fyrir þjóðina að hámarka afrakstur orkunnar og vernda umhverfið með sæstreng. Hærra orkuverð á Íslandi verður auðvelt að jafna t.d. með lægri sköttum eða borgaralaunum, ef ríkið á og rekur orkufyrirtækin. Ef einkafyrirtæki taka til sín megnið af arðinum líkt og nú er raunin í sjávarútvegi og orkunýtingu mun almenningur ekki njóta ávaxtanna líkt og Norðmenn gera. Hér heima og í Evrópusambandinu eru einkvæðingarsinnar áfjáðir í að komast í orkuauðinn. ESB er líkt og hægri flokkarnir hér heima gegnsýrt af frjálshyggjuhugmyndum um einkavæðingu á grunnstoðum samfélagsins. Það sem Alþingi ætti að ræða daga og nætur í allt sumar, og alla vetur er: Hvernig björgum við vistkerfi jarðarinnar með umhverfisvænni orku og tryggjum almenningi arðinn af auðlindum sínum? Það er kjarni málsins.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun