Er hægt að borða kökuna og geyma hana líka? Árni Stefánsson skrifar 28. júní 2019 08:00 Á stjórnarfundi í Lífeyrissjóði verzlunarmanna (LV) 24. maí var ákveðið að lækka fasta vexti á verðtryggðum sjóðfélagalánum um 0,2% og hækka breytilega verðtryggða vexti um 0,2%. Vaxtalækkunin fékk enga athygli en öðru máli gegndi um vaxtahækkunina. Formaður VR hefur í framhaldi farið mikinn í fjölmiðlum, lýst ákvörðuninni sem rakalausri geðþóttaákvörðun, gagnrýnt væntanlega hækkun breytilegra vaxta og ásakað fulltrúa VR í stjórninni um trúnaðarbrest. Í framhaldi samþykktu stjórn og fulltrúaráð VR tillögu hans um að setja fulltrúa VR í stjórn LV af. Ástæða þess að breytilegu vextirnir hækka lítillega í ágúst er að breytt var um vaxtaviðmið. Sú ákvörðun átti sér fagleg rök og langan aðdraganda sem formaður VR horfir þó framhjá. Þrátt fyrir komandi hækkun verða vextir sjóðsins áfram meðal allra lægstu vaxta sem bjóðast á sambærilegum lánum. Vandséð er hvaða hagsmunum það þjónar að ráðast gegn fulltrúum félagsins í stjórn LV, öðrum stjórnarmönnum og starfsmönnum sjóðsins. Þetta fólk hefur lagt sig fram um að vinna faglega og efla hag sjóðfélaga. Umboðsskylda stjórnarmanna LV er við sjóðfélaga lífeyrissjóðsins. Svo virðist sem formanni VR mislíki að þeir fulltrúar sem VR skipaði í stjórnina hafi ekki borið einstakar ákvarðanir á sviði stjórnar LV sérstaklega undir hann. Slíkt væri þó ekki í takt við góða stjórnarhætti, lög um lífeyrissjóði eða starfsreglur sjóðsins. Í viðtali í Bítinu á Bylgjunni 21. júní jánkaði Ragnar Þór því að ástæðan fyrir að setja inn nýja stjórnarmenn væri „að sjálfsögðu“ til að draga til baka vaxtaákvörðunina. Gera má ráð fyrir að Fjármálaeftirlitið taki þær yfirlýsingar til skoðunar enda gefa þær tilefni til að áhyggjur þurfi að hafa af sjálfstæði stjórnarmanna skipaðra af VR eigi þeir sífellt á hættu að vera skipt út taki þeir einhverja ákvörðun sem ekki hugnast formanni VR. Hlutverk lífeyrissjóða er að ávaxta þá fjármuni sjóðfélaga sem lífeyrissjóðir taka við til að standa undir lífeyrisgreiðslum til framtíðar. Gangi vel njóta sjóðfélagar þess í auknum lífeyrisréttindum, gangi hins vegar illa að ávaxta fjármunina til lengri tíma kæmi óhjákvæmilega til réttindaskerðinga. Komið hefur fram að um 3.700 sjóðfélagar hafa verðtryggð lán á breytilegum vöxtum hjá LV en við sjóðfélagar erum í heildina um 170.000. Eigi að breyta hlutverki lífeyrissjóða s.s. til að lána til einstakra sjóðfélaga eða til byggingafélaga á kjörum undir almennum markaðskjörum, eins og formaður VR hefur talað fyrir, þyrfti áður að breyta lögum um lífeyrissjóði og jafnframt fara fram umfangsmikil umræða um hvort sjóðfélagar styðji slíkar stefnubreytingar. Slíkt kynni að að færa sjóðfélögum ákveðin gæði framan af ævi sem og þeim sem væru að koma sér þaki yfir höfuðið en myndi síðan birtast í lakari lífeyrisrétti í framtíðinni. Þessu til rökstuðnings má vísa til útreikninga sem Bjarni Þórðarson tryggingastærðfræðingur tók saman veturinn 2011-2012, að beiðni fjármálaráðuneytisins, sem sýna hvaða réttindaskerðingu sjóðfélagar í almennum lífeyrissjóðum mættu búast við ef vaxtaviðmið lífeyrissjóða væri lækkað. Þar kom fram að að ef vaxtaviðmið lækkar úr 3,5% í 2,5% myndi nauðsynleg skerðing áunninna lífeyrisréttinda þrítugs sjóðfélaga verða 36%, fertugs 29,5%, fimmtugs 22,5% og sextugs 14,5%. Það er ljóst að margir sjóðfélagar myndu ekki fella sig við slíkar stefnubreytingar. Það er margsannað að ekki er hægt að borða kökuna og geyma hana á sama tíma. Mikilvægt er að umræða sé á málefnalegum grundvelli og popúlismi eða gífuryrði nái ekki yfirhöndinni. Lífeyrissjóðakerfið er ein meginstoða þjóðfélagsins og hagur okkar allra að um það ríki sátt. Við sem veljumst þar til trúnaðarstarfa þurfum að vanda til verka og tryggja að ákvarðanir séu teknar í takt við lög og góða stjórnarhætti, með hagsmuni sjóðfélaga og heildarinnar að leiðarljósi. Ítarleg útgáfa af greininni er á vef LV, www.live.is. Höfundur er sjóðfélagi og stjórnarmaður í Lífeyrissjóði verslunarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lífeyrissjóðir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Á stjórnarfundi í Lífeyrissjóði verzlunarmanna (LV) 24. maí var ákveðið að lækka fasta vexti á verðtryggðum sjóðfélagalánum um 0,2% og hækka breytilega verðtryggða vexti um 0,2%. Vaxtalækkunin fékk enga athygli en öðru máli gegndi um vaxtahækkunina. Formaður VR hefur í framhaldi farið mikinn í fjölmiðlum, lýst ákvörðuninni sem rakalausri geðþóttaákvörðun, gagnrýnt væntanlega hækkun breytilegra vaxta og ásakað fulltrúa VR í stjórninni um trúnaðarbrest. Í framhaldi samþykktu stjórn og fulltrúaráð VR tillögu hans um að setja fulltrúa VR í stjórn LV af. Ástæða þess að breytilegu vextirnir hækka lítillega í ágúst er að breytt var um vaxtaviðmið. Sú ákvörðun átti sér fagleg rök og langan aðdraganda sem formaður VR horfir þó framhjá. Þrátt fyrir komandi hækkun verða vextir sjóðsins áfram meðal allra lægstu vaxta sem bjóðast á sambærilegum lánum. Vandséð er hvaða hagsmunum það þjónar að ráðast gegn fulltrúum félagsins í stjórn LV, öðrum stjórnarmönnum og starfsmönnum sjóðsins. Þetta fólk hefur lagt sig fram um að vinna faglega og efla hag sjóðfélaga. Umboðsskylda stjórnarmanna LV er við sjóðfélaga lífeyrissjóðsins. Svo virðist sem formanni VR mislíki að þeir fulltrúar sem VR skipaði í stjórnina hafi ekki borið einstakar ákvarðanir á sviði stjórnar LV sérstaklega undir hann. Slíkt væri þó ekki í takt við góða stjórnarhætti, lög um lífeyrissjóði eða starfsreglur sjóðsins. Í viðtali í Bítinu á Bylgjunni 21. júní jánkaði Ragnar Þór því að ástæðan fyrir að setja inn nýja stjórnarmenn væri „að sjálfsögðu“ til að draga til baka vaxtaákvörðunina. Gera má ráð fyrir að Fjármálaeftirlitið taki þær yfirlýsingar til skoðunar enda gefa þær tilefni til að áhyggjur þurfi að hafa af sjálfstæði stjórnarmanna skipaðra af VR eigi þeir sífellt á hættu að vera skipt út taki þeir einhverja ákvörðun sem ekki hugnast formanni VR. Hlutverk lífeyrissjóða er að ávaxta þá fjármuni sjóðfélaga sem lífeyrissjóðir taka við til að standa undir lífeyrisgreiðslum til framtíðar. Gangi vel njóta sjóðfélagar þess í auknum lífeyrisréttindum, gangi hins vegar illa að ávaxta fjármunina til lengri tíma kæmi óhjákvæmilega til réttindaskerðinga. Komið hefur fram að um 3.700 sjóðfélagar hafa verðtryggð lán á breytilegum vöxtum hjá LV en við sjóðfélagar erum í heildina um 170.000. Eigi að breyta hlutverki lífeyrissjóða s.s. til að lána til einstakra sjóðfélaga eða til byggingafélaga á kjörum undir almennum markaðskjörum, eins og formaður VR hefur talað fyrir, þyrfti áður að breyta lögum um lífeyrissjóði og jafnframt fara fram umfangsmikil umræða um hvort sjóðfélagar styðji slíkar stefnubreytingar. Slíkt kynni að að færa sjóðfélögum ákveðin gæði framan af ævi sem og þeim sem væru að koma sér þaki yfir höfuðið en myndi síðan birtast í lakari lífeyrisrétti í framtíðinni. Þessu til rökstuðnings má vísa til útreikninga sem Bjarni Þórðarson tryggingastærðfræðingur tók saman veturinn 2011-2012, að beiðni fjármálaráðuneytisins, sem sýna hvaða réttindaskerðingu sjóðfélagar í almennum lífeyrissjóðum mættu búast við ef vaxtaviðmið lífeyrissjóða væri lækkað. Þar kom fram að að ef vaxtaviðmið lækkar úr 3,5% í 2,5% myndi nauðsynleg skerðing áunninna lífeyrisréttinda þrítugs sjóðfélaga verða 36%, fertugs 29,5%, fimmtugs 22,5% og sextugs 14,5%. Það er ljóst að margir sjóðfélagar myndu ekki fella sig við slíkar stefnubreytingar. Það er margsannað að ekki er hægt að borða kökuna og geyma hana á sama tíma. Mikilvægt er að umræða sé á málefnalegum grundvelli og popúlismi eða gífuryrði nái ekki yfirhöndinni. Lífeyrissjóðakerfið er ein meginstoða þjóðfélagsins og hagur okkar allra að um það ríki sátt. Við sem veljumst þar til trúnaðarstarfa þurfum að vanda til verka og tryggja að ákvarðanir séu teknar í takt við lög og góða stjórnarhætti, með hagsmuni sjóðfélaga og heildarinnar að leiðarljósi. Ítarleg útgáfa af greininni er á vef LV, www.live.is. Höfundur er sjóðfélagi og stjórnarmaður í Lífeyrissjóði verslunarmanna.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar