
Hinir mögru pistlar
Það er fullkomlega ótækt að blaðamaður sem vill láta taka sig alvarlega í umfjöllun um þjóðmál haldi fram órökstuddum klisjulufsum um ferðaþjónustu á borð við þær sem Kolbrún og Fréttablaðið bjóða upp á með morgunkaffinu í dag.
Í fyrsta lagi er það rangt að ferðaþjónusta hafi ekki skilað sínu til samfélagsins með sköttum undanfarin ár. Í fyrra voru beinar skatttekjur ríkis og sveitarfélaga af ferðaþjónustu 65 milljarðar króna. Sextíu og fimmþúsund milljónir. Það er sama upphæð og öll framlög ríkisins til Landspítalans í fyrra. Ferðaþjónusta greiðir sannarlega sína skatta til samfélagsins, hafið engar áhyggjur af því.
Hugsanlega er Kolbrún að vísa til hugmynda fyrri ríkisstjórnar um hærra virðisaukaskattsþrep á ferðaþjónustu þegar hún fabúlerar um of lága skatta á greinina, en virðist þá ekki vita að í samkeppnislöndum Íslands er ferðaþjónusta nær alltaf í neðra þrepi virðisaukaskatts eða núllþrepi.
Rökin gegn hækkun VSK á ferðaþjónustu eru því ekki órökstutt væl gróðapunga eins og Kolbrún heldur blákalt fram heldur skynsamleg skipan mála til að bæta samkeppnishæfni Íslands sem ferðamannalands. Og ef ferðaþjónusta á að halda áfram að vera grundvöllur þeirra lífskjarabóta sem Kolbrúnu er augljóslega annt um er samkeppnishæfni greinarinnar algert lykilatriði.
Í öðru lagi er það rangt að ferðaþjónusta hafi farið fram með verðhækkunum í græðgisvímu. Kolbrún virðist gera þá reginskyssu að dæma ferðaþjónustu alla eftir vöffludæmunum sívinsælu. Þau eru hins vegar ekki dæmigerð og verða aldrei, og aldrei eru teknar með í reikninginn staðreyndir (sem þó hefur margítrekað verið bent á) eins og að þegar ferðaþjónustutímabilið er 3-5 mánuðir á ári á landsbyggðinni þarf verðlagið að vera hærra þá mánuði til að veita fjölskyldum þeirra sem reka fyrirtækin lífsviðurværi allt árið, og skapa mikilvæg heilsarsstörf sem bæta stöðu byggðarlaganna.
Svo er einfaldlega dýrt að reka fyrirtæki á Íslandi í dag og hefur orðið dýrara og dýrara á síðustu 4-5 árum. Þar hafa launagreiðslur og launatengd gjöld ekki síst tekið stökkbreytingu, en launavísitala hækkaði um 75% milli áranna 2010 og 2018. Á sama tíma hækkaði neysluvísitala og því öll aðföng um 25% og byggingarvísitala um 37%. Á sama tíma lækkuðu tekjur fyrirtækjanna um 23% vegna gengisstyrkingar krónunnar. Semsagt lækkaðar tekjur og stórhækkaður kostnaður sem þýðir verri afkomu fyrirtækjanna.
Ef Kolbrún Bergþórsdóttir hefur uppi í erminni einhver hingað til óþekkt galdrabrögð til að halda fyrirtækjum á lífi í slíku árferði, önnur en að draga saman segl, fækka starfsfólki og velta kostnaðarhækkunum út í verð, er velkomið að kynna þau í næsta leiðara.
Þó leiðarar Fréttablaðsins séu skoðanapistlar hlýtur að vera hægt að gera kröfu um að slíkir pistlar blaðamanna séu annað og meira en órökstudd bábilja, sérstaklega þegar staðreyndir mála hafa legið fyrir sem opin bók mánuðum og árum saman í sama fjölmiðli. Í það minnsta hlýtur að mega vonast til þess að hinir mögru pistlar um ferðaþjónustu þurfi ekki að verða sjö talsins áður en þeir fara að fitna af staðreyndum.
Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Tengdar fréttir

Mögru árin
Margt gott og viturlegt má finna í sögum Biblíunnar. Þannig er til dæmis rík ástæða til að rifja reglulega upp söguna um draum hins egypska faraós. Hann dreymdi sjö feitar kýr koma upp úr á og á eftir þeim komu sjö aðrar kýr, ljótar og horaðar, sem átu upp hinar sjö fallegu.
Skoðun

Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað
Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar

Þegar vald óttast þekkingu.
Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar

Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Hverjir eiga Ísland?
Jón Baldvin Hannibalsson skrifar

Komum náminu á Höfn í höfn
Halla Hrund Logadóttir skrifar

Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn
Sigríður Gunnarsdóttir skrifar

Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu
Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar

Tollar – Fyrir hverja?
Valdimar Birgisson skrifar

Þau eru fá en þörfin er stór
Sif Huld Albertsdóttir skrifar

Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri
Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar

Leiðin til helvítis
Jón Pétur Zimsen skrifar

Eitruð kvenmennska
Ása Lind Finnbogadóttir skrifar

Hinn nýi íslenski aðall
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri
Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar

Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað
Sæþór Randalsson skrifar

Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga
Sólrún María Ólafsdóttir skrifar

Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði?
Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar

Þegar rykið hefur sest
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Búum til réttlátt lífeyriskerfi
Hrafn Magnússon skrifar

Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur…
Stefán Pálsson skrifar

Hin raunverulega byggðastefna
Jón Þór Kristjánsson skrifar

Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi
Ó. Ingi Tómasson skrifar

Rúmir 30 milljarðar í fangelsi
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Sérstök staða orkusveitarfélaga!
Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar

Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna
Elín Íris Fanndal skrifar

Drögum úr fordómum í garð Breiðholts
Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar

Er almenningur rusl?
Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar

Líffræðilega ómögulegt
Björn Ólafsson skrifar

Veiðigjaldið stendur undir kostnaði
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Minn gamli góði flokkur
Hólmgeir Baldursson skrifar