Sinnuleysi um framhaldsskólastigið Guðjón H. Hauksson skrifar 13. júní 2019 11:15 Ráðherra menntamála fer mikinn þessi misserin og ætlar sér að lyfta grettistaki í sínum málaflokki með metnaðarfullum aðgerðum. Menntastefna til ársins 2030 er í smíðum og hafa molar úr henni birst í plagginu Aðgerðir í menntamálum: Fjölgum kennurum. Margt er gott í áætlun ráðherra, enda höfum við ekki haft faglegri menntamálaráðherra í áraraðir, en það verður að benda á þá staðreynd að nánast algert sinnuleysi ríkir um framhaldsskólastigið og raunar má halda því fram að markvisst sé unnið að því að gera það eins lítilvægt og framast er unnt. Einn liður af mörgum í áætlun ráðherra er frumvarp um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leik-, grunn- og framhaldsskóla og er það kynnt þingheimi og þjóð eins og það sé afurð víðtæks samstarfs og samráðs við alla hagsmunaaðila. Þarna er mjög frjálslega farið með staðreyndir málsins og má segja að gagnvart framhaldsskólastiginu fatist ráðherra flugið. Frumvarpið hefur ekki tekið neinum efnislegum breytingum frá því að framhaldsskólakennarar fengu aðild að málinu í nóvember 2018. Engar af alvarlegri athugasemdum framhaldsskólakennara hafa fengið hljómgrunn. Þetta frumvarp felur í sér afslátt af kröfum um þekkingu fagkennara á sérgreinum sínum (á meðan ríkisstjórn boðar til stórsóknar í menntamálum með sérstaka áherslu á vísindi, nýsköpun og þróun). Þetta frumvarp dregur úr faglegu sjálfstæði kennara og háskóla sem mennta kennara. Óljós hæfniviðmið kennara á að færa inn í harðan lagaramma og sérstakt kennararáð skal hlutast til um hverjir fá leyfisbréf. Frumvarpið tekur ekkert tillit til þess að framhaldsskólakennar eru fyrst og fremst sérfræðingar á ákveðnum sviðum sem síðan gerast kennarar. Framhaldsskólakennarar hafa fengið sig fullsadda af því að þurfa sífellt að sæta því hvernig vegið að þessu skólastigi þar sem nemendur fá loks möguleika á að fara á dýptina í ótal viðfangsefnum undir stjórn sérfræðinga. Fyrir fjórum árum voru framhaldsskólar þvingaðir til að innrita nemendur á þriggja ára námsbrautir án umræðu á Alþingi þrátt fyrir að allt hafi bent til þess að nemendur komi ekki nægilega undirbúnir inn í framhaldsskólana úr grunnskólunum (sjá t.d. Stærsta efnahagsmálið – Sóknarfæri í menntun, skýrsla Samtaka atvinnulífsins og Viðskiptaráðs Íslands frá 2014 og Úttekt á stærðfræðikennslu í framhaldsskólum, skýrsla unnin á vegum Mennta- og menningarmálaráðuneytisins sama ár). Lofað var fögrum orðum að stytting framhaldsskólans væri ekki sparnaðaraðgerð enda skyldi fjármagn til framhaldsskólanna haldast óbreytt en nú er boðaður 1,8 milljarða niðurskurður til framhaldsskólanna til ársins 2024. Inn í þetta hörmulega landslag kemur nú frumvarp um margháttaðan afslátt og niðurskurð af kröfum til kennara í skólum landsins og þá sérstaklega í framhaldsskólum. Hvers konar stórsókn er þetta? Hvers konar viðurkenning er þetta á störfum framhaldsskólakennara? Ef mennt er máttur er þá minni menntun ekki minni máttur? Enn og aftur á að breyta umhverfi framhaldsskólastigsins og raunar alls skólakerfisins á Íslandi án þess að almennileg, heildstæð og opin umræða fari fram um það hvert íslensk þjóð vill fara í menntamálum. Kennarar við fjölmarga framhaldsskóla landsins, Skólamálanefnd Félags framhaldsskólakennara og stjórn Félags framhaldsskólakennara skora eindregið á Alþingi að fresta afgreiðslu þessa frumvarps. Við erum svo reiðubúin til þess að ræða alla þætti frumvarpsins á breiðum grundvelli á næstu misserum.Höfundur er framhaldsskólakennari og varaformaður Félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðjón H. Hauksson Skóla - og menntamál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Sjá meira
Ráðherra menntamála fer mikinn þessi misserin og ætlar sér að lyfta grettistaki í sínum málaflokki með metnaðarfullum aðgerðum. Menntastefna til ársins 2030 er í smíðum og hafa molar úr henni birst í plagginu Aðgerðir í menntamálum: Fjölgum kennurum. Margt er gott í áætlun ráðherra, enda höfum við ekki haft faglegri menntamálaráðherra í áraraðir, en það verður að benda á þá staðreynd að nánast algert sinnuleysi ríkir um framhaldsskólastigið og raunar má halda því fram að markvisst sé unnið að því að gera það eins lítilvægt og framast er unnt. Einn liður af mörgum í áætlun ráðherra er frumvarp um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leik-, grunn- og framhaldsskóla og er það kynnt þingheimi og þjóð eins og það sé afurð víðtæks samstarfs og samráðs við alla hagsmunaaðila. Þarna er mjög frjálslega farið með staðreyndir málsins og má segja að gagnvart framhaldsskólastiginu fatist ráðherra flugið. Frumvarpið hefur ekki tekið neinum efnislegum breytingum frá því að framhaldsskólakennarar fengu aðild að málinu í nóvember 2018. Engar af alvarlegri athugasemdum framhaldsskólakennara hafa fengið hljómgrunn. Þetta frumvarp felur í sér afslátt af kröfum um þekkingu fagkennara á sérgreinum sínum (á meðan ríkisstjórn boðar til stórsóknar í menntamálum með sérstaka áherslu á vísindi, nýsköpun og þróun). Þetta frumvarp dregur úr faglegu sjálfstæði kennara og háskóla sem mennta kennara. Óljós hæfniviðmið kennara á að færa inn í harðan lagaramma og sérstakt kennararáð skal hlutast til um hverjir fá leyfisbréf. Frumvarpið tekur ekkert tillit til þess að framhaldsskólakennar eru fyrst og fremst sérfræðingar á ákveðnum sviðum sem síðan gerast kennarar. Framhaldsskólakennarar hafa fengið sig fullsadda af því að þurfa sífellt að sæta því hvernig vegið að þessu skólastigi þar sem nemendur fá loks möguleika á að fara á dýptina í ótal viðfangsefnum undir stjórn sérfræðinga. Fyrir fjórum árum voru framhaldsskólar þvingaðir til að innrita nemendur á þriggja ára námsbrautir án umræðu á Alþingi þrátt fyrir að allt hafi bent til þess að nemendur komi ekki nægilega undirbúnir inn í framhaldsskólana úr grunnskólunum (sjá t.d. Stærsta efnahagsmálið – Sóknarfæri í menntun, skýrsla Samtaka atvinnulífsins og Viðskiptaráðs Íslands frá 2014 og Úttekt á stærðfræðikennslu í framhaldsskólum, skýrsla unnin á vegum Mennta- og menningarmálaráðuneytisins sama ár). Lofað var fögrum orðum að stytting framhaldsskólans væri ekki sparnaðaraðgerð enda skyldi fjármagn til framhaldsskólanna haldast óbreytt en nú er boðaður 1,8 milljarða niðurskurður til framhaldsskólanna til ársins 2024. Inn í þetta hörmulega landslag kemur nú frumvarp um margháttaðan afslátt og niðurskurð af kröfum til kennara í skólum landsins og þá sérstaklega í framhaldsskólum. Hvers konar stórsókn er þetta? Hvers konar viðurkenning er þetta á störfum framhaldsskólakennara? Ef mennt er máttur er þá minni menntun ekki minni máttur? Enn og aftur á að breyta umhverfi framhaldsskólastigsins og raunar alls skólakerfisins á Íslandi án þess að almennileg, heildstæð og opin umræða fari fram um það hvert íslensk þjóð vill fara í menntamálum. Kennarar við fjölmarga framhaldsskóla landsins, Skólamálanefnd Félags framhaldsskólakennara og stjórn Félags framhaldsskólakennara skora eindregið á Alþingi að fresta afgreiðslu þessa frumvarps. Við erum svo reiðubúin til þess að ræða alla þætti frumvarpsins á breiðum grundvelli á næstu misserum.Höfundur er framhaldsskólakennari og varaformaður Félags framhaldsskólakennara.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun