Lög unga fólksins Sighvatur Arnmundsson skrifar 17. júní 2019 07:00 Íslendingar fögnuðu í gær 75 ára afmæli lýðveldisins. Það hafa vissulega skipst á skin og skúrir á lýðveldistímanum en þrátt ýmis áföll er staða landsins góð í alþjóðlegum samanburði. Næstu 75 árum þarf svo sannarlega ekki að kvíða miðað við áherslur og málflutning ungmennanna sem komu saman í Alþingishúsinu í tilefni lýðveldisafmælisins. Tæplega 70 ungmenni á aldrinum 13-16 ára tóku þar þátt í sérstökum þingfundi. Unga fólkið hafði undirbúið sig vel og unnið málefnavinnu í þremur málaflokkum sem þeim finnst skipta mestu máli; umhverfis- og loftslagsmálum, jafnréttismálum og heilbrigðismálum. Í ályktun fundarins sem var afhent forsætisráðherra er ekki aðeins að finna lýsingu á þeim vandamálum sem við stöndum frammi fyrir, heldur líka lausnir. „Ungmenni telja löngu tímabært að íslensk stjórnvöld taki til hendinni og verndi náttúruna fyrir frekari skaða,“ segir í niðurlagi ályktunar um umhverfis- og loftslagsmál. Þannig leggja ungmennin áherslu á lausnir eins og endurheimt votlendis, fækkun óumhverfisvænna bíla, mengunarskatt á bensínbíla, aðgerðir gegn matarsóun og bætta flokkun sorps. Sem betur fer virðist hér vera að vaxa úr grasi kynslóð sem leggur áherslu á jafnréttismál í sinni víðtækustu mynd. Kynslóð sem hafnar úreltum lögmálum á borð við launamun kynjanna og slæma stöðu fatlaðra í samfélaginu. Kynslóð sem skilur ekki af hverju innflytjendur eru í verri stöðu þegar kemur að vinnumarkaði og þátttöku í íþróttum. Þá benda þau líka á það áhyggjuefni að Ísland sé að dragast aftur úr varðandi réttindi hinsegin fólks. Í ályktun um heilbrigðismál beinir unga fólkið sjónum að mikilvægi forvarna og virkrar þátttöku barna og unglinga í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Þá er ánægjulegt að sjá ungmennin sjálf segja að skoða verði snjalltækjanotkun og áhrif hennar á þroska barna. Eins og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra benti réttilega á þegar hún tók við ályktun ungmennanna fyrir hönd ríkisstjórnarinnar væri öðruvísi um að litast í heiminum ef áherslur barna og ungmenna hefðu meira vægi. Það er mikilvægt að þeir sem eru við stjórnvölinn hlusti á raddir þessa hóps eins og raddir annarra hópa. Í gær voru ekki sett nein lög á Alþingi en vonandi var einhverjum fræjum sáð til framtíðar. Vonandi hafa sem flestir þingmenn fylgst með umræðunum því þær einkenndust bæði af víðsýni og umburðarlyndi. Það eru viðhorf sem eru því miður allt of sjaldan ríkjandi í þessum sal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Sighvatur Arnmundsson Tímamót Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar fögnuðu í gær 75 ára afmæli lýðveldisins. Það hafa vissulega skipst á skin og skúrir á lýðveldistímanum en þrátt ýmis áföll er staða landsins góð í alþjóðlegum samanburði. Næstu 75 árum þarf svo sannarlega ekki að kvíða miðað við áherslur og málflutning ungmennanna sem komu saman í Alþingishúsinu í tilefni lýðveldisafmælisins. Tæplega 70 ungmenni á aldrinum 13-16 ára tóku þar þátt í sérstökum þingfundi. Unga fólkið hafði undirbúið sig vel og unnið málefnavinnu í þremur málaflokkum sem þeim finnst skipta mestu máli; umhverfis- og loftslagsmálum, jafnréttismálum og heilbrigðismálum. Í ályktun fundarins sem var afhent forsætisráðherra er ekki aðeins að finna lýsingu á þeim vandamálum sem við stöndum frammi fyrir, heldur líka lausnir. „Ungmenni telja löngu tímabært að íslensk stjórnvöld taki til hendinni og verndi náttúruna fyrir frekari skaða,“ segir í niðurlagi ályktunar um umhverfis- og loftslagsmál. Þannig leggja ungmennin áherslu á lausnir eins og endurheimt votlendis, fækkun óumhverfisvænna bíla, mengunarskatt á bensínbíla, aðgerðir gegn matarsóun og bætta flokkun sorps. Sem betur fer virðist hér vera að vaxa úr grasi kynslóð sem leggur áherslu á jafnréttismál í sinni víðtækustu mynd. Kynslóð sem hafnar úreltum lögmálum á borð við launamun kynjanna og slæma stöðu fatlaðra í samfélaginu. Kynslóð sem skilur ekki af hverju innflytjendur eru í verri stöðu þegar kemur að vinnumarkaði og þátttöku í íþróttum. Þá benda þau líka á það áhyggjuefni að Ísland sé að dragast aftur úr varðandi réttindi hinsegin fólks. Í ályktun um heilbrigðismál beinir unga fólkið sjónum að mikilvægi forvarna og virkrar þátttöku barna og unglinga í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Þá er ánægjulegt að sjá ungmennin sjálf segja að skoða verði snjalltækjanotkun og áhrif hennar á þroska barna. Eins og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra benti réttilega á þegar hún tók við ályktun ungmennanna fyrir hönd ríkisstjórnarinnar væri öðruvísi um að litast í heiminum ef áherslur barna og ungmenna hefðu meira vægi. Það er mikilvægt að þeir sem eru við stjórnvölinn hlusti á raddir þessa hóps eins og raddir annarra hópa. Í gær voru ekki sett nein lög á Alþingi en vonandi var einhverjum fræjum sáð til framtíðar. Vonandi hafa sem flestir þingmenn fylgst með umræðunum því þær einkenndust bæði af víðsýni og umburðarlyndi. Það eru viðhorf sem eru því miður allt of sjaldan ríkjandi í þessum sal.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun