Lög unga fólksins Sighvatur Arnmundsson skrifar 17. júní 2019 07:00 Íslendingar fögnuðu í gær 75 ára afmæli lýðveldisins. Það hafa vissulega skipst á skin og skúrir á lýðveldistímanum en þrátt ýmis áföll er staða landsins góð í alþjóðlegum samanburði. Næstu 75 árum þarf svo sannarlega ekki að kvíða miðað við áherslur og málflutning ungmennanna sem komu saman í Alþingishúsinu í tilefni lýðveldisafmælisins. Tæplega 70 ungmenni á aldrinum 13-16 ára tóku þar þátt í sérstökum þingfundi. Unga fólkið hafði undirbúið sig vel og unnið málefnavinnu í þremur málaflokkum sem þeim finnst skipta mestu máli; umhverfis- og loftslagsmálum, jafnréttismálum og heilbrigðismálum. Í ályktun fundarins sem var afhent forsætisráðherra er ekki aðeins að finna lýsingu á þeim vandamálum sem við stöndum frammi fyrir, heldur líka lausnir. „Ungmenni telja löngu tímabært að íslensk stjórnvöld taki til hendinni og verndi náttúruna fyrir frekari skaða,“ segir í niðurlagi ályktunar um umhverfis- og loftslagsmál. Þannig leggja ungmennin áherslu á lausnir eins og endurheimt votlendis, fækkun óumhverfisvænna bíla, mengunarskatt á bensínbíla, aðgerðir gegn matarsóun og bætta flokkun sorps. Sem betur fer virðist hér vera að vaxa úr grasi kynslóð sem leggur áherslu á jafnréttismál í sinni víðtækustu mynd. Kynslóð sem hafnar úreltum lögmálum á borð við launamun kynjanna og slæma stöðu fatlaðra í samfélaginu. Kynslóð sem skilur ekki af hverju innflytjendur eru í verri stöðu þegar kemur að vinnumarkaði og þátttöku í íþróttum. Þá benda þau líka á það áhyggjuefni að Ísland sé að dragast aftur úr varðandi réttindi hinsegin fólks. Í ályktun um heilbrigðismál beinir unga fólkið sjónum að mikilvægi forvarna og virkrar þátttöku barna og unglinga í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Þá er ánægjulegt að sjá ungmennin sjálf segja að skoða verði snjalltækjanotkun og áhrif hennar á þroska barna. Eins og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra benti réttilega á þegar hún tók við ályktun ungmennanna fyrir hönd ríkisstjórnarinnar væri öðruvísi um að litast í heiminum ef áherslur barna og ungmenna hefðu meira vægi. Það er mikilvægt að þeir sem eru við stjórnvölinn hlusti á raddir þessa hóps eins og raddir annarra hópa. Í gær voru ekki sett nein lög á Alþingi en vonandi var einhverjum fræjum sáð til framtíðar. Vonandi hafa sem flestir þingmenn fylgst með umræðunum því þær einkenndust bæði af víðsýni og umburðarlyndi. Það eru viðhorf sem eru því miður allt of sjaldan ríkjandi í þessum sal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Sighvatur Arnmundsson Tímamót Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar fögnuðu í gær 75 ára afmæli lýðveldisins. Það hafa vissulega skipst á skin og skúrir á lýðveldistímanum en þrátt ýmis áföll er staða landsins góð í alþjóðlegum samanburði. Næstu 75 árum þarf svo sannarlega ekki að kvíða miðað við áherslur og málflutning ungmennanna sem komu saman í Alþingishúsinu í tilefni lýðveldisafmælisins. Tæplega 70 ungmenni á aldrinum 13-16 ára tóku þar þátt í sérstökum þingfundi. Unga fólkið hafði undirbúið sig vel og unnið málefnavinnu í þremur málaflokkum sem þeim finnst skipta mestu máli; umhverfis- og loftslagsmálum, jafnréttismálum og heilbrigðismálum. Í ályktun fundarins sem var afhent forsætisráðherra er ekki aðeins að finna lýsingu á þeim vandamálum sem við stöndum frammi fyrir, heldur líka lausnir. „Ungmenni telja löngu tímabært að íslensk stjórnvöld taki til hendinni og verndi náttúruna fyrir frekari skaða,“ segir í niðurlagi ályktunar um umhverfis- og loftslagsmál. Þannig leggja ungmennin áherslu á lausnir eins og endurheimt votlendis, fækkun óumhverfisvænna bíla, mengunarskatt á bensínbíla, aðgerðir gegn matarsóun og bætta flokkun sorps. Sem betur fer virðist hér vera að vaxa úr grasi kynslóð sem leggur áherslu á jafnréttismál í sinni víðtækustu mynd. Kynslóð sem hafnar úreltum lögmálum á borð við launamun kynjanna og slæma stöðu fatlaðra í samfélaginu. Kynslóð sem skilur ekki af hverju innflytjendur eru í verri stöðu þegar kemur að vinnumarkaði og þátttöku í íþróttum. Þá benda þau líka á það áhyggjuefni að Ísland sé að dragast aftur úr varðandi réttindi hinsegin fólks. Í ályktun um heilbrigðismál beinir unga fólkið sjónum að mikilvægi forvarna og virkrar þátttöku barna og unglinga í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Þá er ánægjulegt að sjá ungmennin sjálf segja að skoða verði snjalltækjanotkun og áhrif hennar á þroska barna. Eins og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra benti réttilega á þegar hún tók við ályktun ungmennanna fyrir hönd ríkisstjórnarinnar væri öðruvísi um að litast í heiminum ef áherslur barna og ungmenna hefðu meira vægi. Það er mikilvægt að þeir sem eru við stjórnvölinn hlusti á raddir þessa hóps eins og raddir annarra hópa. Í gær voru ekki sett nein lög á Alþingi en vonandi var einhverjum fræjum sáð til framtíðar. Vonandi hafa sem flestir þingmenn fylgst með umræðunum því þær einkenndust bæði af víðsýni og umburðarlyndi. Það eru viðhorf sem eru því miður allt of sjaldan ríkjandi í þessum sal.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun