Hafa áhyggjur af geðheilsu og snjallsímanotkun í Hafnarfirði Garðar Örn Úlfarsson skrifar 1. júní 2019 07:45 Í Öldutúnsskóla eru snjallsímar bannaðir á skólatíma. Fréttablaðið/Anton Ungmennaráðsmenn í Hafnarfirði telja þörf á úrbótum vegna geðheilbrigðismála barna og unglinga. Aðstoða þurfi þennan hóp að nota rétt snjallsíma sem ræni mörg þeirra jafnvel nauðsynlegum svefni. „Það er sett samasemmerki á milli krakka sem sýna oft slæma hegðun og geðsjúkdóma,“ segir í tillögu Kristrúnar Báru Bragadóttur, meðlims ungmennaráðs Hafnarfjarðar, um að auka fræðslu til barna og ungmenna um geðheilsu. Kristrún kveður flesta unglinga sem glíma við geðsjúkdóma vera bælda, mjög kvíðna og þunglynda. „Þetta eru krakkar sem verða oft næstum ósýnilegir í skólanum og þora lítið að láta á sér bera,“ segir hún í tillögunni. Internetið magni upp það sem sé sagt og gert í samskiptum unglinga. „Við búum í samfélagi þar sem það að vera unglingur er talið vera eins og geðsjúkdómur.“ Að sögn Kristrúnar þarf skilning á því hvað felist í geðsjúkdómum og hvernig orð og skoðanir geti skaðað fólk með geðsjúkdóma. Slæmt sé að setja samasemmerki milli eðlilegra tilfinningaörðugleika unglinga og geðsjúkdóma. Líka sé það slæmt að það sé talið heilbrigðismerki að unglingar bæli jákvæðar og neikvæðar tilfinningar. „Allt þetta birtist sterkast á samfélagsmiðlum og við þurfum hjálp til þess að vinna rétt úr þessum málum. Þess vegna vantar fræðslu vegna geðheilsu. Eva Rut Bernhöft Reynisdóttir, fulltrúi framhaldskólanema sem stunda nám utan Hafnarfjarðar, leggur til að skoðaðar verði leiðir sem geta hjálpað börnum og ungmennum í að nýta snjallsíma á réttan hátt. „Við erum alltaf tengd og viljum helst ekki missa af neinu. Sama hvar við erum, sama hvað við gerum erum við alltaf með símann við höndina,“ segir í tillögu Evu. „Þessi stanslausa áreitni, þessi fíkn er eitthvað sem hrjáir mörg ungmenni.“ Eva segir að þótt símanotkun sé ekki alfarið slæm þurfi eitthvað að breytast þegar fólk er farið að vera í símanum sex klukkustundir á dag. Hún bendir á notkun síma á skólatíma sé bönnuð í Öldutúnsskóla. Um daginn hafi hún og vinir hennar skoða meðalsímnotkun sína. Þetta séu krakkar sem séu virkir í íþróttum og félagslífinu, verji tíma með fjölskyldu, fái góðar einkunnir og hitta vini reglulega. „Í ljós kom að þau voru að meðaltali í símanum í fjóra tíma á dag. Ef skóli er sirka sjö tímar af deginum þínum og sími fjórir tímar ofan á það, hvernig er þá tími fyrir allt hitt?“ spyr Eva. Mörg ungmenni noti tíma sem ætti að fara í svefn eða til að klára dagleg verkefni sem ekki náðist að vinna vegna símnotkunar. „Í Englandi var gerð rannsókn með 2.750 ungmennum á aldrinum 11-18 ára. Þar kom í ljós að eitt af hverju tíu ungmennum kíkir oftar en tíu sinnum á nótt í símann sinn vegna tilkynninga. Þetta hefur gígantísk áhrif á svefninn þeirra og þar af leiðandi áhrif á skap, einbeitingu og virkni yfir daginn,“ segir Eva og bendir á að vegna þess náist ekki REM-svefn sem sé dýpsta svefnstigið og gríðarlega mikilvægt fyrir heilann og minnið „Vita börn og ungmenni alfarið hvaða áhrif það hefur á heilastarfsemina og virkni að vakna allar nætur og kíkja í símann? Vita þau hvaða áhrif það hefur á daglegt líf og verkefni að hanga í símanum fjóra eða jafnvel sex tíma á dag? Viljum við ekki sem bær fá ungmennin okkar til að vera meðvituð um hvernig símar virka, til hvaða verka þeir henta vel og hvernig þeir reynast manni slæmir, til að þau geti tekið upplýsta ákvörðun sem einstaklingar um símnotkun sína?“ spyr Eva Rut Bernhöft Reynisdóttir. Bæjarstjórn samþykkti að vísa báðum þessum tillögum til fræðsluráðs bæjarins. Það sama gildir um tillögu Birtu Guðnýjar Árnadóttur um kynjafræðslu. Tillögu Emelíu Óskar Kristjánsdóttur um lagfæringar við Ástjörn til að draga úr hættu sem þar skapast eftir miklar rigningar var vísað til skoðunar í umhverfis- og framkvæmdaráði. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Hafnarfjörður Heilbrigðismál Tækni Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Ungmennaráðsmenn í Hafnarfirði telja þörf á úrbótum vegna geðheilbrigðismála barna og unglinga. Aðstoða þurfi þennan hóp að nota rétt snjallsíma sem ræni mörg þeirra jafnvel nauðsynlegum svefni. „Það er sett samasemmerki á milli krakka sem sýna oft slæma hegðun og geðsjúkdóma,“ segir í tillögu Kristrúnar Báru Bragadóttur, meðlims ungmennaráðs Hafnarfjarðar, um að auka fræðslu til barna og ungmenna um geðheilsu. Kristrún kveður flesta unglinga sem glíma við geðsjúkdóma vera bælda, mjög kvíðna og þunglynda. „Þetta eru krakkar sem verða oft næstum ósýnilegir í skólanum og þora lítið að láta á sér bera,“ segir hún í tillögunni. Internetið magni upp það sem sé sagt og gert í samskiptum unglinga. „Við búum í samfélagi þar sem það að vera unglingur er talið vera eins og geðsjúkdómur.“ Að sögn Kristrúnar þarf skilning á því hvað felist í geðsjúkdómum og hvernig orð og skoðanir geti skaðað fólk með geðsjúkdóma. Slæmt sé að setja samasemmerki milli eðlilegra tilfinningaörðugleika unglinga og geðsjúkdóma. Líka sé það slæmt að það sé talið heilbrigðismerki að unglingar bæli jákvæðar og neikvæðar tilfinningar. „Allt þetta birtist sterkast á samfélagsmiðlum og við þurfum hjálp til þess að vinna rétt úr þessum málum. Þess vegna vantar fræðslu vegna geðheilsu. Eva Rut Bernhöft Reynisdóttir, fulltrúi framhaldskólanema sem stunda nám utan Hafnarfjarðar, leggur til að skoðaðar verði leiðir sem geta hjálpað börnum og ungmennum í að nýta snjallsíma á réttan hátt. „Við erum alltaf tengd og viljum helst ekki missa af neinu. Sama hvar við erum, sama hvað við gerum erum við alltaf með símann við höndina,“ segir í tillögu Evu. „Þessi stanslausa áreitni, þessi fíkn er eitthvað sem hrjáir mörg ungmenni.“ Eva segir að þótt símanotkun sé ekki alfarið slæm þurfi eitthvað að breytast þegar fólk er farið að vera í símanum sex klukkustundir á dag. Hún bendir á notkun síma á skólatíma sé bönnuð í Öldutúnsskóla. Um daginn hafi hún og vinir hennar skoða meðalsímnotkun sína. Þetta séu krakkar sem séu virkir í íþróttum og félagslífinu, verji tíma með fjölskyldu, fái góðar einkunnir og hitta vini reglulega. „Í ljós kom að þau voru að meðaltali í símanum í fjóra tíma á dag. Ef skóli er sirka sjö tímar af deginum þínum og sími fjórir tímar ofan á það, hvernig er þá tími fyrir allt hitt?“ spyr Eva. Mörg ungmenni noti tíma sem ætti að fara í svefn eða til að klára dagleg verkefni sem ekki náðist að vinna vegna símnotkunar. „Í Englandi var gerð rannsókn með 2.750 ungmennum á aldrinum 11-18 ára. Þar kom í ljós að eitt af hverju tíu ungmennum kíkir oftar en tíu sinnum á nótt í símann sinn vegna tilkynninga. Þetta hefur gígantísk áhrif á svefninn þeirra og þar af leiðandi áhrif á skap, einbeitingu og virkni yfir daginn,“ segir Eva og bendir á að vegna þess náist ekki REM-svefn sem sé dýpsta svefnstigið og gríðarlega mikilvægt fyrir heilann og minnið „Vita börn og ungmenni alfarið hvaða áhrif það hefur á heilastarfsemina og virkni að vakna allar nætur og kíkja í símann? Vita þau hvaða áhrif það hefur á daglegt líf og verkefni að hanga í símanum fjóra eða jafnvel sex tíma á dag? Viljum við ekki sem bær fá ungmennin okkar til að vera meðvituð um hvernig símar virka, til hvaða verka þeir henta vel og hvernig þeir reynast manni slæmir, til að þau geti tekið upplýsta ákvörðun sem einstaklingar um símnotkun sína?“ spyr Eva Rut Bernhöft Reynisdóttir. Bæjarstjórn samþykkti að vísa báðum þessum tillögum til fræðsluráðs bæjarins. Það sama gildir um tillögu Birtu Guðnýjar Árnadóttur um kynjafræðslu. Tillögu Emelíu Óskar Kristjánsdóttur um lagfæringar við Ástjörn til að draga úr hættu sem þar skapast eftir miklar rigningar var vísað til skoðunar í umhverfis- og framkvæmdaráði.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Hafnarfjörður Heilbrigðismál Tækni Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira