„Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Bjarki Sigurðsson skrifar 24. nóvember 2025 13:01 Jón Björn Hákonarson er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar. Vísir/Einar Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir málefnum fatlaðra sinnt vel hjá sveitarfélögunum þrátt fyrir að einhver þeirra skorti stefnu í málaflokknum. Það sé þó mikilvægt fyrir þau að bregðast við skýrslu sem sýnir að rúmlega helmingur sveitarfélaga sé stefnulaus. Í skýrslu Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála, GEV, kemur fram að rúmlega helming sveitarfélaga skorti stefnu í málefnum fatlaðs fólks. Rétt tæpan helming skortir fræðsluáætlun fyrir starfsfólk og svipaðan fjölda skortir viðbragðsáætlun vegna gruns um ofbeldi gagnvart þjónustunotendum. Formaður Öryrkjabandalagsins sagði í kvöldfréttum Sýnar í gær að brýnt væri að brugðist verði við þessu. Staðan sé óásættanleg og hún óttist að það þrífist eitthvað slæmt þar sem engar verklagsreglur séu til staðar. Skortur á reglum þýði ekki endilega að illa sé staðið að málum Jón Björn Hákonarson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir skýrsluna góða brýningu, þó að hann telji að vel sé staðið að málum á flestum stöðum. „Við vitum að málaflokknum er alls staðar sinnt af fagmennsku. Um hann gilda lög og reglur. En ég held það sé gott að fá samantekt frá GEV og að þetta sé brýning til sveitarfélaganna. Þarna er hlutur sem þarf líka að uppfylla. Ég hef fulla trú á því að þau taki því alvarlega og fari í þetta,“ segir Jón Björn. Deilur um fjármögnun Ríki og sveitarfélög hafa lengi deilt um fjármögnun þjónustunnar. Sambandið hefur lengi bent á að það stefni í algjört óefni ef ríkið stígur ekki meira inn í málaflokkinn. „Ég vonast til þess að við náum þessari umræðu í fastar skorður. Sannarlega höfum við náð árangri og það hafa verið stigin skref á þessum árum til að mæta fjármögnuninni betur. En við teljum okkur þurfa að ná endanlega saman um þetta. Þetta er mikilvægur málaflokkur, mikilvæg þjónusta. Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað. Fjármögnunin á ekki að koma niður á þjónustu við fólk,“ segir Jón Björn. Sveitarstjórnarmál Málefni fatlaðs fólks Rekstur hins opinbera Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira
Í skýrslu Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála, GEV, kemur fram að rúmlega helming sveitarfélaga skorti stefnu í málefnum fatlaðs fólks. Rétt tæpan helming skortir fræðsluáætlun fyrir starfsfólk og svipaðan fjölda skortir viðbragðsáætlun vegna gruns um ofbeldi gagnvart þjónustunotendum. Formaður Öryrkjabandalagsins sagði í kvöldfréttum Sýnar í gær að brýnt væri að brugðist verði við þessu. Staðan sé óásættanleg og hún óttist að það þrífist eitthvað slæmt þar sem engar verklagsreglur séu til staðar. Skortur á reglum þýði ekki endilega að illa sé staðið að málum Jón Björn Hákonarson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir skýrsluna góða brýningu, þó að hann telji að vel sé staðið að málum á flestum stöðum. „Við vitum að málaflokknum er alls staðar sinnt af fagmennsku. Um hann gilda lög og reglur. En ég held það sé gott að fá samantekt frá GEV og að þetta sé brýning til sveitarfélaganna. Þarna er hlutur sem þarf líka að uppfylla. Ég hef fulla trú á því að þau taki því alvarlega og fari í þetta,“ segir Jón Björn. Deilur um fjármögnun Ríki og sveitarfélög hafa lengi deilt um fjármögnun þjónustunnar. Sambandið hefur lengi bent á að það stefni í algjört óefni ef ríkið stígur ekki meira inn í málaflokkinn. „Ég vonast til þess að við náum þessari umræðu í fastar skorður. Sannarlega höfum við náð árangri og það hafa verið stigin skref á þessum árum til að mæta fjármögnuninni betur. En við teljum okkur þurfa að ná endanlega saman um þetta. Þetta er mikilvægur málaflokkur, mikilvæg þjónusta. Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað. Fjármögnunin á ekki að koma niður á þjónustu við fólk,“ segir Jón Björn.
Sveitarstjórnarmál Málefni fatlaðs fólks Rekstur hins opinbera Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira