Þegar orð og krónur fara ekki saman Eybjörg H. Hauksdóttir og Sigurður Rúnar Sigurjónsson skrifar 5. júní 2019 16:00 Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu hafa skilað umsögn um fjármálaáætlun ríkisins fyrir árin 2020 – 2024. Eins og þar kemur fram hafa samtökin miklar áhyggjur af því að svo virðist sem áætlunin geri ekki ráð fyrir að rekstrargrundvöllur hjúkrunar- og dagdvalarrýma sem þegar eru í rekstri verði tryggður með fullnægjandi hætti. Að mati samtakanna á það einnig við um fyrirhuguð ný hjúkrunar- og dagdvalarrými sem ríkisstjórnin hefur boðað að verði tekin í notkun á næstu misserum. Boða fjölgun um 717 hjúkrunarrými á sex árum Í fjármálaáætluninni kemur fram að stærsta verkefni ríkissjóðs í málaflokknum sé áætlun um átak í fjölgun nýrra hjúkrunarrýma með byggingu nýrra hjúkrunarheimila. Er um að ræða fjölgun um 920 rými þótt hluti þeirra verði til við skipulagsbreytingar á aðbúnaði rýma sem þegar eru í notkun. Er það markmið boðað að fjöldi hjúkrunarrýma fari úr 2716 árið 2018 í 3433 árið 2024. Er því um að ræða 717 ný hjúkrunarrými, eða 26,4% fjölgun frá því sem var á síðasta ári. Kemur fram í fjármálaáætluninni að í kjölfar uppbyggingar nýju hjúkrunarrýmanna verði fjárheimildir auknar til að standa straum af rekstri þeirra. Að mati SFV er langt frá því að gert sé ráð fyrir því í áætluninni vegna þess að á sama tíma og boðuð er 26,4% fjölgun rýma er einungis ætlunin að auka framlög til rekstrarins og annarra tilfærslna um 7,05%. Á þá einnig alveg eftir að taka tillit til þess að á þessum sama tíma er ætlunin að fjölga dagdvalarrýmum um 95, úr 775 í 870, sem væntanlega á líka að rúmast innan fjárheimilda málefnasviðsins.Markmiðin varla raunhæf Rétt er að taka fram að líkt og með fyrri fjármálaáætlanir þá hamlar ógegnsæi í framsetningu upplýsinga og talna því að hægt sé að staðhæfa um það hvernig stendur á þessum mismun á rýmafjölgun og aukningu á rekstrarfé. Ekki er þó hægt að álykta annað en að markmiðin sem stjórnvöld eru að setja fram í fjármálaáætluninni séu ekki fjármögnuð í þessari sömu áætlun. Seinkun hefur orðið á byggingu nýrra hjúkrunarrýma auk þess sem tafist hefur að taka ný hjúkrunarrými í notkun, sem leiðir að vissu marki til minni þarfar á rekstrarfé. Ef slík frávik skýra svo viðamikinn mun á fjármögnun og markmiðssetningu í áætluninni er ljóst að það þarf að endurskoða hlutina og aðlaga markmiðasetningu málefnasviðsins að breyttum aðstæðum. Engum er greiði gerður með því að halda á lofti ófjármögnuðum eða óraunhæfum markmiðum í fjármálaætlun. Þá er nauðsynlegt að rýna betur hvers vegna það er svo miklum vandkvæðum bundið að taka ný hjúkrunarrými í notkun, en fyrir því liggja margar ástæður.Engin styrking á rekstrargrundvelli stofnana Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að styrkja þurfi rekstrargrundvöll hjúkrunarheimila, dagdvala og endurhæfingarstofnana. Ekki er að sjá neinar vísbendingar um slíkt í áætluninni. Þvert á móti virðist ætlunin að skerða rekstrarfé þeirra á hverju einasta ári til ársins 2023, til viðbótar við þær skerðingar sem þegar hefur verið hrint í framkvæmd. Á sama tíma hefur rekstrarfé verið aukið til annarra heilbrigðisstofnana. Þessi aðgerð stjórnvalda hefur mikil og margþætt áhrif á starfsemi hjúkrunarheimila og endurhæfingarstofnana og þá viðkvæmu þjónustu sem þau sinna. Það er nefnilega ekki nóg að byggja ný hjúkrunarheimili, það verður líka að tryggja forsvaranlegar rekstrarforsendur fyrir heimilin til að þau geti sinnt hlutverki sínu. Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu hafa ítrekað bent á að nauðsynlegt sé að styrkja rekstur hjúkrunar-, dvalar-, dagdvalar- og endurhæfingarrýma eins og skrifað er í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Samtökin hvetja þingmenn til að samþykkja ekki nýja fjármálaáætlun nema að við það verði staðið.Höfundar eru framkvæmdastjóri og stjórnarmaður í Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eybjörg H. Hauksdóttir Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu hafa skilað umsögn um fjármálaáætlun ríkisins fyrir árin 2020 – 2024. Eins og þar kemur fram hafa samtökin miklar áhyggjur af því að svo virðist sem áætlunin geri ekki ráð fyrir að rekstrargrundvöllur hjúkrunar- og dagdvalarrýma sem þegar eru í rekstri verði tryggður með fullnægjandi hætti. Að mati samtakanna á það einnig við um fyrirhuguð ný hjúkrunar- og dagdvalarrými sem ríkisstjórnin hefur boðað að verði tekin í notkun á næstu misserum. Boða fjölgun um 717 hjúkrunarrými á sex árum Í fjármálaáætluninni kemur fram að stærsta verkefni ríkissjóðs í málaflokknum sé áætlun um átak í fjölgun nýrra hjúkrunarrýma með byggingu nýrra hjúkrunarheimila. Er um að ræða fjölgun um 920 rými þótt hluti þeirra verði til við skipulagsbreytingar á aðbúnaði rýma sem þegar eru í notkun. Er það markmið boðað að fjöldi hjúkrunarrýma fari úr 2716 árið 2018 í 3433 árið 2024. Er því um að ræða 717 ný hjúkrunarrými, eða 26,4% fjölgun frá því sem var á síðasta ári. Kemur fram í fjármálaáætluninni að í kjölfar uppbyggingar nýju hjúkrunarrýmanna verði fjárheimildir auknar til að standa straum af rekstri þeirra. Að mati SFV er langt frá því að gert sé ráð fyrir því í áætluninni vegna þess að á sama tíma og boðuð er 26,4% fjölgun rýma er einungis ætlunin að auka framlög til rekstrarins og annarra tilfærslna um 7,05%. Á þá einnig alveg eftir að taka tillit til þess að á þessum sama tíma er ætlunin að fjölga dagdvalarrýmum um 95, úr 775 í 870, sem væntanlega á líka að rúmast innan fjárheimilda málefnasviðsins.Markmiðin varla raunhæf Rétt er að taka fram að líkt og með fyrri fjármálaáætlanir þá hamlar ógegnsæi í framsetningu upplýsinga og talna því að hægt sé að staðhæfa um það hvernig stendur á þessum mismun á rýmafjölgun og aukningu á rekstrarfé. Ekki er þó hægt að álykta annað en að markmiðin sem stjórnvöld eru að setja fram í fjármálaáætluninni séu ekki fjármögnuð í þessari sömu áætlun. Seinkun hefur orðið á byggingu nýrra hjúkrunarrýma auk þess sem tafist hefur að taka ný hjúkrunarrými í notkun, sem leiðir að vissu marki til minni þarfar á rekstrarfé. Ef slík frávik skýra svo viðamikinn mun á fjármögnun og markmiðssetningu í áætluninni er ljóst að það þarf að endurskoða hlutina og aðlaga markmiðasetningu málefnasviðsins að breyttum aðstæðum. Engum er greiði gerður með því að halda á lofti ófjármögnuðum eða óraunhæfum markmiðum í fjármálaætlun. Þá er nauðsynlegt að rýna betur hvers vegna það er svo miklum vandkvæðum bundið að taka ný hjúkrunarrými í notkun, en fyrir því liggja margar ástæður.Engin styrking á rekstrargrundvelli stofnana Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að styrkja þurfi rekstrargrundvöll hjúkrunarheimila, dagdvala og endurhæfingarstofnana. Ekki er að sjá neinar vísbendingar um slíkt í áætluninni. Þvert á móti virðist ætlunin að skerða rekstrarfé þeirra á hverju einasta ári til ársins 2023, til viðbótar við þær skerðingar sem þegar hefur verið hrint í framkvæmd. Á sama tíma hefur rekstrarfé verið aukið til annarra heilbrigðisstofnana. Þessi aðgerð stjórnvalda hefur mikil og margþætt áhrif á starfsemi hjúkrunarheimila og endurhæfingarstofnana og þá viðkvæmu þjónustu sem þau sinna. Það er nefnilega ekki nóg að byggja ný hjúkrunarheimili, það verður líka að tryggja forsvaranlegar rekstrarforsendur fyrir heimilin til að þau geti sinnt hlutverki sínu. Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu hafa ítrekað bent á að nauðsynlegt sé að styrkja rekstur hjúkrunar-, dvalar-, dagdvalar- og endurhæfingarrýma eins og skrifað er í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Samtökin hvetja þingmenn til að samþykkja ekki nýja fjármálaáætlun nema að við það verði staðið.Höfundar eru framkvæmdastjóri og stjórnarmaður í Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun