Stjarnan verður ekki með lið í Domino´s deild kvenna næsta vetur þrátt fyrir að hafa farið í bikarúrslitaleikinn og undanúrslit Íslandsmótsins í vetur.
Stjarnan sendi útvöldum fjölmiðlum fréttatilkynningu í dag þar sem þetta kemur fram.
Stjarnan hefur ákveðið að tefla fram liði í 1. deild kvenna og gefa eftir sæti sitt í úrvalsdeildinni.
Þetta er í þriðja sinn á aðeins fjórum árum sem lið fer þessa leið en bæði Hamar (2016) og KR (2015) hættu við þátttöku í Domino´s deildinni og fengu í staðin að tefla fram liði í 1. deildinni. KR er nú aftur komið upp í Domino´s deildina.
Stjarnan vann 18 af 28 leikjum sínum í deildarkeppninni á síðustu leiktíð en fór síðan alla leið í oddaleik í undanúrslitum úrslitakeppninnar.
Stjarnan er búið að vera í efstu deild undanfarin fjögur tímabil og hefur alltaf komist lengra á hverju ári.
Nú eru bara sjö félög eftir í Domino´s deild kvenna en líklegt verður að annaðhvort Breiðabliki (féll úr deildinni) eða Fjölni (tapaði í lokaúrslitum 1. deildar kvenna) verði boðið sætið.
Tilkynning Stjörnunnar í heild sinni er þannig:
„Þar sem nokkuð vantar upp á að Stjarnan geti skipað liðið með uppöldum Stjörnuleikmönnum væri eina úrræði Stjörnunnar að fá erlenda leikmenn, eða leikmenn frá öðrum liðum, í þeirra stað. Stjórn Kkd. Stjörnunnar metur það svo að heppilegra sé að hlúa betur að yngri iðkendum Stjörnunnar og leggja grunn að liði sem gæti spilað í úrvalsdeild innan fárra ára,“ segir í tilkynningunni.
Liðið mun treysta á fjölda leikmanna sem eru í félaginu á aldrinum 15-18 ára sem hafa fengið fáar mínútur í efstu deild. „Með því að spila með liði í 1. deild fá þessir leikmenn hins vegar bæði þá reynslu og samkeppni sem þær þurfa til að eflast sem leikmenn,“ segir í tilkynningu, en ekki var um auðvelda ákvörðun að ræða.
„Þessi ákvörðun var ekki auðveld og þær og forsendur sem liggja að baki henni bar brátt að. Stjórn Kkd. Stjörnunnar tók hana hinsvegar með hag iðkenda og stöðu kvennakörfubolta í Stjörnunni í huga og að vandlega athuguðu máli.“
Stjarnan þriðja félagið á fjórum árum sem hættir við þátttöku í Domino´s deild kvenna
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands
Enski boltinn




Salah nálgast nýjan samning
Enski boltinn
