Stjarnan þriðja félagið á fjórum árum sem hættir við þátttöku í Domino´s deild kvenna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2019 14:43 Kvennalið Stjörnunnar fagnar sigri síðasta vetur. Vísir/Daníel Stjarnan verður ekki með lið í Domino´s deild kvenna næsta vetur þrátt fyrir að hafa farið í bikarúrslitaleikinn og undanúrslit Íslandsmótsins í vetur. Stjarnan sendi útvöldum fjölmiðlum fréttatilkynningu í dag þar sem þetta kemur fram. Stjarnan hefur ákveðið að tefla fram liði í 1. deild kvenna og gefa eftir sæti sitt í úrvalsdeildinni. Þetta er í þriðja sinn á aðeins fjórum árum sem lið fer þessa leið en bæði Hamar (2016) og KR (2015) hættu við þátttöku í Domino´s deildinni og fengu í staðin að tefla fram liði í 1. deildinni. KR er nú aftur komið upp í Domino´s deildina. Stjarnan vann 18 af 28 leikjum sínum í deildarkeppninni á síðustu leiktíð en fór síðan alla leið í oddaleik í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Stjarnan er búið að vera í efstu deild undanfarin fjögur tímabil og hefur alltaf komist lengra á hverju ári. Nú eru bara sjö félög eftir í Domino´s deild kvenna en líklegt verður að annaðhvort Breiðabliki (féll úr deildinni) eða Fjölni (tapaði í lokaúrslitum 1. deildar kvenna) verði boðið sætið.Tilkynning Stjörnunnar í heild sinni er þannig: „Þar sem nokkuð vantar upp á að Stjarnan geti skipað liðið með uppöldum Stjörnuleikmönnum væri eina úrræði Stjörnunnar að fá erlenda leikmenn, eða leikmenn frá öðrum liðum, í þeirra stað. Stjórn Kkd. Stjörnunnar metur það svo að heppilegra sé að hlúa betur að yngri iðkendum Stjörnunnar og leggja grunn að liði sem gæti spilað í úrvalsdeild innan fárra ára,“ segir í tilkynningunni. Liðið mun treysta á fjölda leikmanna sem eru í félaginu á aldrinum 15-18 ára sem hafa fengið fáar mínútur í efstu deild. „Með því að spila með liði í 1. deild fá þessir leikmenn hins vegar bæði þá reynslu og samkeppni sem þær þurfa til að eflast sem leikmenn,“ segir í tilkynningu, en ekki var um auðvelda ákvörðun að ræða. „Þessi ákvörðun var ekki auðveld og þær og forsendur sem liggja að baki henni bar brátt að. Stjórn Kkd. Stjörnunnar tók hana hinsvegar með hag iðkenda og stöðu kvennakörfubolta í Stjörnunni í huga og að vandlega athuguðu máli.“ Dominos-deild kvenna Mest lesið Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Valur - Stjarnan | Evrópubaráttan í algleymi Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Sjá meira
Stjarnan verður ekki með lið í Domino´s deild kvenna næsta vetur þrátt fyrir að hafa farið í bikarúrslitaleikinn og undanúrslit Íslandsmótsins í vetur. Stjarnan sendi útvöldum fjölmiðlum fréttatilkynningu í dag þar sem þetta kemur fram. Stjarnan hefur ákveðið að tefla fram liði í 1. deild kvenna og gefa eftir sæti sitt í úrvalsdeildinni. Þetta er í þriðja sinn á aðeins fjórum árum sem lið fer þessa leið en bæði Hamar (2016) og KR (2015) hættu við þátttöku í Domino´s deildinni og fengu í staðin að tefla fram liði í 1. deildinni. KR er nú aftur komið upp í Domino´s deildina. Stjarnan vann 18 af 28 leikjum sínum í deildarkeppninni á síðustu leiktíð en fór síðan alla leið í oddaleik í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Stjarnan er búið að vera í efstu deild undanfarin fjögur tímabil og hefur alltaf komist lengra á hverju ári. Nú eru bara sjö félög eftir í Domino´s deild kvenna en líklegt verður að annaðhvort Breiðabliki (féll úr deildinni) eða Fjölni (tapaði í lokaúrslitum 1. deildar kvenna) verði boðið sætið.Tilkynning Stjörnunnar í heild sinni er þannig: „Þar sem nokkuð vantar upp á að Stjarnan geti skipað liðið með uppöldum Stjörnuleikmönnum væri eina úrræði Stjörnunnar að fá erlenda leikmenn, eða leikmenn frá öðrum liðum, í þeirra stað. Stjórn Kkd. Stjörnunnar metur það svo að heppilegra sé að hlúa betur að yngri iðkendum Stjörnunnar og leggja grunn að liði sem gæti spilað í úrvalsdeild innan fárra ára,“ segir í tilkynningunni. Liðið mun treysta á fjölda leikmanna sem eru í félaginu á aldrinum 15-18 ára sem hafa fengið fáar mínútur í efstu deild. „Með því að spila með liði í 1. deild fá þessir leikmenn hins vegar bæði þá reynslu og samkeppni sem þær þurfa til að eflast sem leikmenn,“ segir í tilkynningu, en ekki var um auðvelda ákvörðun að ræða. „Þessi ákvörðun var ekki auðveld og þær og forsendur sem liggja að baki henni bar brátt að. Stjórn Kkd. Stjörnunnar tók hana hinsvegar með hag iðkenda og stöðu kvennakörfubolta í Stjörnunni í huga og að vandlega athuguðu máli.“
Dominos-deild kvenna Mest lesið Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Valur - Stjarnan | Evrópubaráttan í algleymi Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Sjá meira