Körfubolti

Steinar: Virðingar­leysi sem smitast

Árni Jóhannsson skrifar
Steinar Kaldal, þjálfari Ármanns.
Steinar Kaldal, þjálfari Ármanns. Vísir/Hulda Margrét

Þjálfari Ármanns, Steinar Kaldal, var hundsvekktur með að hafa tapað leik fyrir KR í kvöld. Hann svekkti sig á fleiri hlutum og gerði virðingarleysi að umtalsefni hjá ýmsum aðilum.

Hvað var Steinar svekktastur með þegar leik var lokið?

„Bara að tapa. Við erum í hörkuleik á móti KR og mér fannst að við hefðum átt að taka hann. Mínir menn verða þreyttir í seinni hálfleik og við förum úr því sem við ætlum að gera. Förum að taka ótímabær skot og hreyfðum boltann ekki.“ 

„Fórum aftur að gera það og komum okkur aftur inn í leikinn en það varð sjáanlegt að skotin urðu styttri hjá okkur, þriggja stiga nýtingin fór niður um 15% og þar af leiðandi færri stoðsendingar. Við vorum með 16 stoðsendingar í fyrri hálfleik niður í fjórar í seinni. Það var bara hundsvekkjandi að tapa þessum leik sem mér fannst við átt að vinna.“

Steinar var spurður að því hvort þetta hafi verið lýsandi dæmi um lið í stöðunni sem Ármann er í. Þegar fer að halla undan fæti þá eykst það bara og eykst.

„Já já. Við erum neðstir en mórallinn er góður í hópnum og við mætum í leikina til að vinna þá. Mér finnst samt smá svona, ég átta mig á því að við erum nýjir og búnir að vinna kannski tveimur leikjum meira en menn bjuggust við. Mér finnst samt smá virðingarleysi smitast til ýmiss aðila þegar við erum að spila. Ég var orðinn smá þreyttur á því í lok leiks.“

Erum við þá að tala um dómaraþríeykið og atvikið þegar Linards virtist gefa Braga Guðmundssyni olnbogaskot?

„Þetta eru allt góðir dómarar. Mér fannst bara of mikið falla með KR og ég væri til í að sjá fleiri myndavélar á okkar leikjum til að geta skoða hluti aftur þegar eitthvað er greinilegt. Það er bara eins og það er. Ég nenni samt ekki að telja upp atriði sem þjálfarar eru pirraðir út en það voru nokkur atriði sem voru full augljós. En fyrst og fremst snýst þetta um að við verðum þreyttir og hættum að hitta og töpum þar af leiðandi. Hitt er ekki á það bætandi.“


Tengdar fréttir

Uppgjör: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik

KR kláraði sigur gegn Ármanni í Bónus-deild karla í körfubolta í Vesturbæ í 13. umferð deildarinnar. Leikurinn var saga tveggja hálfleikja þar sem Ármenningar voru frábærir í fyrri hálfleik en heimamenn ekki með fyrr en í lokin. Seinni hálfleikur var hörkuleikur og sneri KR dæminu við og innbyrti sigur 102-93.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×