Körfubolti

Jóhann í leyfi frá þjálfun Grinda­víkur­liðsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jóhann Þór Ólafsson er kominn í ótímabundið leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins.
Jóhann Þór Ólafsson er kominn í ótímabundið leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins. Vísir/Anton

Jóhann Þór Ólafsson mun ekki stýra toppliði Grindavíkur í Bónus-deild karla í körfubolta á næstunni en þetta kemur fram í tilkynningu á miðlum Grindvíkinga.

Jóhann stýrði Grindavíkurliðinu til sigurs á ÍA uppi á Akranesi og liðið hefur unnið tólf af fyrstu þrettán leikjum sínum.

Jóhann mun ekki stýra liðinu á næstunni því hann er kominn í leyfi frá störfum. Helgi Már Magnússon, aðstoðarþjálfari hans, tekur við liðinu í forföllum hans.

Jóhann sendi stuðningsmönnum Grindavíkur skilaboð í gegnum miðla körfuknattleiksdeildarinnar.

„Síðastliðinn mánudag fengum við hjónin þær fréttir að kona mín Sif Rós hefði greinst með MND-taugasjúkdóm. Af þeim ástæðum hef ég tekið ákvörðun um að fara í ótímabundið leyfi frá þjálfun. Helgi Már mun stýra liðinu í minni fjarveru og gera það með sóma.

Ég kem svo tvíefldur til baka og klára þetta með ykkur,“ skrifaði Jóhann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×