Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Valur Páll Eiríksson skrifar 10. janúar 2026 11:01 Hilmar Smári Henningsson er snúinn heim eftir stutt stopp í Litáen. Hann stefnir á Íslandsmeistaratitil í vor. Vísir/Ívar Fannar Hilmar Smári Henningsson samdi í gær við Stjörnuna eftir stutt og strembið stopp í Litáen. Hann gaf sér lítinn tíma í viðræður við önnur lið og stefnir á titilvörn í Garðabæ. Hilmar Smári samdi við Jonava í Litáen í haust en staða hans við Eystrasaltið var fljót að súrna. Hann fékk sig lausan frá félaginu í vikunni, kom heim í fyrradag og samdi við Stjörnuna í gær. „Það var margt sem gekk á og það er kannski of löng saga til að fara yfir hérna. Ég er svo heppinn að vinna sem körfuboltamaður en ég var svolítið búinn að tapa gleðinni við að mæta á æfingar. En ég vissi að það er mikil gleði að spila fyrir Stjörnuna, ég fann það í fyrra,“ segir Hilmar um ástæðu heimkomunnar og segir enn fremur: „Ég er kominn aftur til að líða vel, hafa gaman af körfunni. Ég veit það eru geggjaðir leikmenn hérna sem eru góðir vinir mínir og geggjað teymi. Þetta er svolítið mitt heimili svo fyrst ég var á leið heim vissi ég að ég kæmi hingað.“ Týndi gleðinni Hvað erfiðleikana í Litáen varðar skýrir Hilmar það út sem svo: „Þjálfarinn var látinn fara snemma, sem fékk mig út. Hlutverkið mitt minnkaði með tímanum og það voru fengnir inn leikmenn sem voru andstæðir við minn leikstíl. Ég fann ekki rytmann sem þú vilt finna körfuboltamaður og var ósáttur við mitt hlutverk,“ „Ég var kominn með svolítið nóg af því að vera ekki spenntur fyrir því á hverjum degi að mæta á æfingu og mig hlakkar til að finna það aftur hérna.“ Sagði takk en nei takk við önnur lið Hilmar Smári kom heim í fyrradag og var fljótur að semja við Stjörnuna. Hann hittir þar fyrrum liðsfélaga og þjálfara sem hann vann með Íslandsmeistaratitil í fyrra. Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar, sagði við Vísi í gær að hann hefði byggt lið Garðbæinga í kringum Hilmar áður en hann stökk til Litáen. Hann ætti því að finna fjöl sína á ný í Garðabæ og segist ekki hafa heyrt í öðrum íslenskum liðum nema til þess eins að hafna þeim. „Mjög stuttlega. Þetta var mjög fljótt að gerast. Það er mjög stutt síðan ég fékk mig undan samning þarna úti. Þá var Stjarnan fyrsta liðið sem ég heyrði í. Ég ræddi mjög stuttlega við aðra en það var í raun bara til að segja þeim að ég væri að fara hingað,“ „Með fullri virðingu öllum öðrum klúbbum á landinu vildi ég vera hér. Mér líður vel í kerfinu hans Baldurs og þessari menningu hér í Garðabæ. Ég fann heimili mitt hér á síðasta tímabili og það er gott að koma heim,“ segir Hilmar. Titilvörn það eina sem er í boði Markmiðið er þá skýrt. Hilmar Smári hyggst verja Íslandsmeistaratitilinn með félögum sínum. „Algjörlega. Stjarnan er þannig klúbbur og kominn á þann stað að þetta er þeirra eina markmið og hefur verið í langan tíma. Ég held að þeir taki ekki inn leikmenn sem stefna lægra en það. Ef það er einhver sem tók þátt í þessari gleði sem var í fyrra hjá okkur, þá vita allir að við stefnum á það aftur. Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessum íþróttum til að byrja með. Að verja þennan stóra er 100 prósent markmiðið,“ segir Hilmar. Fleira kemur fram í viðtalinu við Hilmar sem má sjá í heild í spilaranum að neðan. Klippa: Hilmar ræðir strembna tíma, heimkomu og titilvörn Stjarnan Bónus-deild karla Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Sjá meira
Hilmar Smári samdi við Jonava í Litáen í haust en staða hans við Eystrasaltið var fljót að súrna. Hann fékk sig lausan frá félaginu í vikunni, kom heim í fyrradag og samdi við Stjörnuna í gær. „Það var margt sem gekk á og það er kannski of löng saga til að fara yfir hérna. Ég er svo heppinn að vinna sem körfuboltamaður en ég var svolítið búinn að tapa gleðinni við að mæta á æfingar. En ég vissi að það er mikil gleði að spila fyrir Stjörnuna, ég fann það í fyrra,“ segir Hilmar um ástæðu heimkomunnar og segir enn fremur: „Ég er kominn aftur til að líða vel, hafa gaman af körfunni. Ég veit það eru geggjaðir leikmenn hérna sem eru góðir vinir mínir og geggjað teymi. Þetta er svolítið mitt heimili svo fyrst ég var á leið heim vissi ég að ég kæmi hingað.“ Týndi gleðinni Hvað erfiðleikana í Litáen varðar skýrir Hilmar það út sem svo: „Þjálfarinn var látinn fara snemma, sem fékk mig út. Hlutverkið mitt minnkaði með tímanum og það voru fengnir inn leikmenn sem voru andstæðir við minn leikstíl. Ég fann ekki rytmann sem þú vilt finna körfuboltamaður og var ósáttur við mitt hlutverk,“ „Ég var kominn með svolítið nóg af því að vera ekki spenntur fyrir því á hverjum degi að mæta á æfingu og mig hlakkar til að finna það aftur hérna.“ Sagði takk en nei takk við önnur lið Hilmar Smári kom heim í fyrradag og var fljótur að semja við Stjörnuna. Hann hittir þar fyrrum liðsfélaga og þjálfara sem hann vann með Íslandsmeistaratitil í fyrra. Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar, sagði við Vísi í gær að hann hefði byggt lið Garðbæinga í kringum Hilmar áður en hann stökk til Litáen. Hann ætti því að finna fjöl sína á ný í Garðabæ og segist ekki hafa heyrt í öðrum íslenskum liðum nema til þess eins að hafna þeim. „Mjög stuttlega. Þetta var mjög fljótt að gerast. Það er mjög stutt síðan ég fékk mig undan samning þarna úti. Þá var Stjarnan fyrsta liðið sem ég heyrði í. Ég ræddi mjög stuttlega við aðra en það var í raun bara til að segja þeim að ég væri að fara hingað,“ „Með fullri virðingu öllum öðrum klúbbum á landinu vildi ég vera hér. Mér líður vel í kerfinu hans Baldurs og þessari menningu hér í Garðabæ. Ég fann heimili mitt hér á síðasta tímabili og það er gott að koma heim,“ segir Hilmar. Titilvörn það eina sem er í boði Markmiðið er þá skýrt. Hilmar Smári hyggst verja Íslandsmeistaratitilinn með félögum sínum. „Algjörlega. Stjarnan er þannig klúbbur og kominn á þann stað að þetta er þeirra eina markmið og hefur verið í langan tíma. Ég held að þeir taki ekki inn leikmenn sem stefna lægra en það. Ef það er einhver sem tók þátt í þessari gleði sem var í fyrra hjá okkur, þá vita allir að við stefnum á það aftur. Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessum íþróttum til að byrja með. Að verja þennan stóra er 100 prósent markmiðið,“ segir Hilmar. Fleira kemur fram í viðtalinu við Hilmar sem má sjá í heild í spilaranum að neðan. Klippa: Hilmar ræðir strembna tíma, heimkomu og titilvörn
Stjarnan Bónus-deild karla Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum