Stöðvum feluleikinn Bergsteinn Jónsson skrifar 22. maí 2019 07:00 Ofbeldi er ein helsta ógn sem steðjar að börnum á Íslandi. Rúmlega 80 þúsund börn búa hér á landi. Nýjar tölur frá Rannsóknum og greiningu benda til þess að fleiri en 13 þúsund þeirra verði fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára afmælisdaginn sinn. Sum hver daglega. Afleiðingar þess að verða fyrir ofbeldi sem barn eru margfaldar á við fullorðna. Það sýna gögn sem bæði Stígamót og UNICEF á Íslandi hafa safnað. Á Íslandi ríkir feluleikur þegar kemur að ofbeldi gegn börnum. Hann birtist meðal annars í því að fullorðnir bregðast of sjaldan við þegar þau grunar að barn sé beitt ofbeldi. Í flestum tilfellum veit fólk ekki til hvaða aðgerða er best að taka. Feluleikurinn birtist í því að börn þora oft ekki að segja frá. Feluleikurinn birtist auk þess í því að stjórnvöld hafa hingað til ekki tekið á ofbeldi gegn börnum af nægilegri festu og ekki haft fullnægjandi eftirlit með umfangi vandans. Í ljósi þessa kallar UNICEF eftir byltingu fyrir börn. Við þurfum öll að taka höndum saman til að stöðva feluleikinn, læra að bregðast við ofbeldi og þrýsta jafnframt á stjórnvöld að standa vaktina. Við hvetjum alla sem láta sig velferð barna varða að fara á slóðina www.unicef.is og skrifa undir ákall okkar. Saman sköpum við breiðfylkingu fólks á Íslandi sem heitir því að breyta samfélaginu fyrir börnin okkar. Breiðfylkingu hugsjónafólks sem vill læra hvernig á að bregðast við þegar grunur leikur á að barn sé beitt ofbeldi. UNICEF á Íslandi mun nota slagkraftinn sem myndast með undirskriftunum til að þrýsta á ríki og sveitarfélög að berjast enn harðar gegn ofbeldi gegn börnum. Við þurfum öll að taka höndum saman til að stöðva feluleikinn!Höfundur er framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Ofbeldi er ein helsta ógn sem steðjar að börnum á Íslandi. Rúmlega 80 þúsund börn búa hér á landi. Nýjar tölur frá Rannsóknum og greiningu benda til þess að fleiri en 13 þúsund þeirra verði fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára afmælisdaginn sinn. Sum hver daglega. Afleiðingar þess að verða fyrir ofbeldi sem barn eru margfaldar á við fullorðna. Það sýna gögn sem bæði Stígamót og UNICEF á Íslandi hafa safnað. Á Íslandi ríkir feluleikur þegar kemur að ofbeldi gegn börnum. Hann birtist meðal annars í því að fullorðnir bregðast of sjaldan við þegar þau grunar að barn sé beitt ofbeldi. Í flestum tilfellum veit fólk ekki til hvaða aðgerða er best að taka. Feluleikurinn birtist í því að börn þora oft ekki að segja frá. Feluleikurinn birtist auk þess í því að stjórnvöld hafa hingað til ekki tekið á ofbeldi gegn börnum af nægilegri festu og ekki haft fullnægjandi eftirlit með umfangi vandans. Í ljósi þessa kallar UNICEF eftir byltingu fyrir börn. Við þurfum öll að taka höndum saman til að stöðva feluleikinn, læra að bregðast við ofbeldi og þrýsta jafnframt á stjórnvöld að standa vaktina. Við hvetjum alla sem láta sig velferð barna varða að fara á slóðina www.unicef.is og skrifa undir ákall okkar. Saman sköpum við breiðfylkingu fólks á Íslandi sem heitir því að breyta samfélaginu fyrir börnin okkar. Breiðfylkingu hugsjónafólks sem vill læra hvernig á að bregðast við þegar grunur leikur á að barn sé beitt ofbeldi. UNICEF á Íslandi mun nota slagkraftinn sem myndast með undirskriftunum til að þrýsta á ríki og sveitarfélög að berjast enn harðar gegn ofbeldi gegn börnum. Við þurfum öll að taka höndum saman til að stöðva feluleikinn!Höfundur er framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar