![Fréttamynd](/static/frontpage/images/bakari.jpg)
![](https://www.visir.is/i/8A63AB6ECF75F86985BAFECB46CD61ECF4644BB810F141047ABF8E8307B02BE3_80x80.jpg)
Fortíðarþrá
Hópurinn segir umræðu um EES-samninginn undanfarið hafa verið knúna áfram af ósannindum, nú síðast um þriðja orkupakkann. Þau segjast draga lærdóm af aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslu í Bretlandi um úrsögn Breta úr ESB og forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016, að ungt fólk hafi sofið á verðinum. Afleiðingarnar blasi við: Brexit og Trump. Þess vegna láti þau í sér heyra nú.
Áhugaverða dæmisögu í þessu samhengi ritaði Hilmar Þór Björnsson arkitekt, fyrir stuttu. Umfjöllunarefnið var hvernig EES-samningurinn breytti starfsumhverfi arkitekta. Þar segir Hilmar frá þeim veruleika sem blasti við þegar hann kom heim úr námi, ungur að árum. Á níunda áratugnum hafi verið hér starfandi örfáar sjálfstæðar arkitektastofur, við hlið ríkisteiknistofanna þriggja; teiknistofu Húsnæðismálastofnunar, Teiknistofu landbúnaðarins og teiknistofu Húsameistara ríkisins.
Þessar teiknistofur hins opinbera niðurgreiddu arkitektateikningar og skekktu samkeppni, svo ungir arkitektar sem vildu hasla sér völl um 1980 áttu erfitt uppdráttar. Arkitekt sem ekki laut höfði fyrir húsameistara ríkisins átti í grunninn enga möguleika.
Þær örfáu teiknistofur sem þó voru sjálfstæðar tengdust flestar, ef ekk i allar, valdablokkum; flestar Framsókn og Sjálfstæðisflokki, embættis- og stjórnmálamönnum. Tengsl og klíka voru forsenda þess að reka teiknistofu. Valdamenn og fylgitungl þjöppuðu sér saman og létu aðrar klíkur að mestu í friði með sitt. Svokölluð helmingaskipti.
Eftir að EES-samningurinn tók gildi 1994 breyttist allt, að sögn Hilmars. Skylda var að bjóða út verk á vegum hins opinbera. Klíkurnar misstu smám saman tökin á opinberum verkum. Nokkrum árum eftir gildistöku samningsins voru ríkisteiknistofurnar lagðar niður. Byggingarlistin varð betri – markaðurinn sanngjarnari.
Þessi dæmisaga sýnir svart á hvítu ástæðu þess að afturhaldsöflin sakna gamla tímans. Þegar þau deildu og drottnuðu og réðu öllu um það hverjir fengu stóru dílana, hvort sem um var að ræða vöru eða þjónustu.
Framtak hópsins sem fylkti sér á opnu Fréttablaðsins er mikilvægt. Stærstur hluti lífsgæða sem við teljum sjálfsögð er tilkominn vegna samskipta við umheiminn. Fátt hefur skipt meira máli í því en EES. Ekki þarf annað en að líta í kringum sig til að sjá það, hvort sem um ræðir úrval í matvöruverslunum eða snjallsímann í lófanum.
Eitt er ljóst. Fortíðarþrá afturhaldsaflanna snýst um eitthvað allt annað en hagsmuni heildarinnar. Það má hins vegar ekki gleyma því að ungur arkitekt í sömu sporum í dag myndi einfaldlega kjósa með fótunum.
Skoðun
![](/i/575A44EA6FF5CB9008F40DBEA414E644291E51C3F01E7A65227644296FD558D3_390x390.jpg)
Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um
Stefán Guðbrandsson skrifar
![](/i/769EAE859423563D52A4CD73D436F66327E31B9CD46ACE3D330531DE166F13E7_390x390.jpg)
Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR
Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
![](/i/102B276AC088669C3E1C62B2E769172B33E0B28805AB4CED3788EAD52FBBF9A2_390x390.jpg)
Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum
Heimir Már Pétursson skrifar
![](/i/1AA811B035DAA38410B77432A1C9B115A192B4BFAABDAFECCD0109543BB3A230_390x390.jpg)
Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð?
Bjarni Jónsson skrifar
![](/i/C3F48C5E36DAD24042DD2578D17A5E75BD16524FBB6B7EC4705C984F43BC0E2B_390x390.jpg)
Flugvöllur okkar allra!
Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar
![](/i/3F46988B96369A6324A74554997EAE1CD82D684B1738FB530F15D7F8015A3C88_390x390.jpg)
Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál
Erna Bjarnadóttir skrifar
![](/i/680D6C99361E0F091E0F9CA954DFC9393E04BB45A12CB4895D506F8C63464CA4_390x390.jpg)
Við þurfum að ræða um Evrópusambandið
Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar
![](/i/4BEE960B561724C7264ABDA0B458B27145A1C72B13E216A032B2D7FCE875E7B9_390x390.jpg)
Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins
Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
![](/i/6F7538410667D7A3DA20BC7E4EA2C7291EEEF84345CE79D9EE9315AD21E3093E_390x390.jpg)
Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins?
Arna Harðardóttir skrifar
![](/i/1814C612759FE185F6835DC737BD8ED565D3FB12D94C8F2074C0ED63BA11A794_390x390.jpg)
Þegar raunveruleikinn er forritaður
Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
![](/i/A99F6E51BFCA509B1D1ECEBBC044865E271AFF18B8D9AF255AA46311D13D888D_390x390.jpg)
Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi?
Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
![](/i/C06C54369C42A84C423061ADCC6FBB1CCB19CAC6354ED610CFE01AB1F4884F07_390x390.jpg)
Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von?
Ole Anton Bieltvedt skrifar
![](/i/AFE7EF2B5920FAD10F19CA0706D04449F1AB1BF8EEF3F28E2C26AB9CC3459856_390x390.jpg)
Valentínus
Árni Már Jensson skrifar
![](/i/BF6191CBB57887FCE99C3EA792BA1DCB0FC201485E8C0B250C67B1F6CD73CE8F_390x390.jpg)
Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið
Eggert Sigurbergsson skrifar
![](/i/29FB0D6CE3679405F79D4E2384152C1C24E9388BD7820F01984B593DEC7F5F61_390x390.jpg)
Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety
Gyða Hjartardóttir skrifar
![](/i/27F5A98B7CEE3A255C9270EACCC45F3F64132EF173A7A3FCA7C226BBD429B735_390x390.jpg)
Kolbikasvört staða
María Rut Kristinsdóttir skrifar
![](/i/05DC43C3605D0A99CFA59666F731374813CD3CE83282158DB50CC24CF0C61CB2_390x390.jpg)
Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal
Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
![](/i/CA61D697F994D0431C6C5C2E864D1B1038FA0718BF6DB0DB0BE6A8D10983EE04_390x390.jpg)
Ekkert um okkur án okkar
Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
![](/i/9E88FDB070AA951E4CC360010BE4C213925AE8328FCCF702436522AB547FAAB9_390x390.jpg)
One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni!
Davíð Bergmann skrifar
![](/i/F0CBFE1A5C5BBF6A68ADCCC1D55C02C0BFB6CAE7F4C66F2E54DC96901742E065_390x390.jpg)
Rauðsokkur í Efra-Breiðholti
Edith Oddsteinsdóttir skrifar
![](/i/5C276E02256C58426372A9785BBB37E9682A9FF8BEE48499E2B7BA5DF5DA1F8F_390x390.jpg)
Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi
Hjalti Ómar Ágústsson skrifar
![](/i/EF90E8603BDA7588C7748187A40E00A18E6FE020D89E26AD5E6EA9E0460202FF_390x390.jpg)
Hugtakinu almannaheill snúið á haus
Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar
![](/i/638F818A27B7BFD56CCE57B7EF55E7842D5BEB589496910061FE85CAA8BF7530_390x390.jpg)
Faglegt val í stjórnir ríkisfyrirtækja
Daði Már Kristófersson skrifar
![](/i/2E04992626056C82690CF8549353A51D54B1E9D78ACBB024D6931FC5D21BE623_390x390.jpg)
Umferðaröryggissérfræðingur lemur höfðinu við malbikið
Sigþór Sigurðsson skrifar
![](/i/05745AFF8F7DB756F9F4986D60715CE123DF3E53632149E05208D3DD51FE6538_390x390.jpg)
Ég stend með kennurum
Ögmundur Jónasson skrifar
![](/i/19B7E294B5F181B776ADB8D1E657079AA918C6DD85E3DE52AF9CFAC476E02D82_390x390.jpg)
Matvælastofnun - dýravernd verði rutt úr stofnuninni - strax
Árni Stefán Árnason skrifar
![](/i/106DAA0D92124694EAD0F6E3405FA465DD37D4B4F505B313B0E2C056CC36E3EB_390x390.jpg)
Að lesa Biblíuna eins og Njálu
Örn Bárður Jónsson skrifar
![](/i/04B446492EB2B07DD45513C5E565B4A434DC6AA9E2AB44837FE651EBC1A9E540_390x390.jpg)
Þora ekki í skólann
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
![](/i/9F2BFA7D1EFB1D1FD06A83C2D6BB44C626D1F818220F3B49B2596EC7A7E9A760_390x390.jpg)
Græn borg
Auður Elva Kjartansdóttir skrifar
![](/i/2B5D664FE595895A82E86FD921B1A795EBC302C945350052958F9A3BB9017279_390x390.jpg)
Blekking í umræðunni eða raunveruleg forréttindablinda?
Þórkatla Eggerz Tinnudóttir skrifar