Fortíðarþrá Ólöf Skaftadóttir skrifar 22. maí 2019 07:00 „Ekki spila með framtíðina okkar,“ eru skilaboð 272 ungmenna sem keyptu auglýsingu í vikunni til stuðnings áframhaldandi aðild Íslands að EES-samningnum sem af óskiljanlegum ástæðum er víða talaður niður um þessar mundir. Svo mjög, að þessum hópi ungs fólks blöskrar. Hópurinn segir umræðu um EES-samninginn undanfarið hafa verið knúna áfram af ósannindum, nú síðast um þriðja orkupakkann. Þau segjast draga lærdóm af aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslu í Bretlandi um úrsögn Breta úr ESB og forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016, að ungt fólk hafi sofið á verðinum. Afleiðingarnar blasi við: Brexit og Trump. Þess vegna láti þau í sér heyra nú. Áhugaverða dæmisögu í þessu samhengi ritaði Hilmar Þór Björnsson arkitekt, fyrir stuttu. Umfjöllunarefnið var hvernig EES-samningurinn breytti starfsumhverfi arkitekta. Þar segir Hilmar frá þeim veruleika sem blasti við þegar hann kom heim úr námi, ungur að árum. Á níunda áratugnum hafi verið hér starfandi örfáar sjálfstæðar arkitektastofur, við hlið ríkisteiknistofanna þriggja; teiknistofu Húsnæðismálastofnunar, Teiknistofu landbúnaðarins og teiknistofu Húsameistara ríkisins. Þessar teiknistofur hins opinbera niðurgreiddu arkitektateikningar og skekktu samkeppni, svo ungir arkitektar sem vildu hasla sér völl um 1980 áttu erfitt uppdráttar. Arkitekt sem ekki laut höfði fyrir húsameistara ríkisins átti í grunninn enga möguleika. Þær örfáu teiknistofur sem þó voru sjálfstæðar tengdust flestar, ef ekk i allar, valdablokkum; flestar Framsókn og Sjálfstæðisflokki, embættis- og stjórnmálamönnum. Tengsl og klíka voru forsenda þess að reka teiknistofu. Valdamenn og fylgitungl þjöppuðu sér saman og létu aðrar klíkur að mestu í friði með sitt. Svokölluð helmingaskipti. Eftir að EES-samningurinn tók gildi 1994 breyttist allt, að sögn Hilmars. Skylda var að bjóða út verk á vegum hins opinbera. Klíkurnar misstu smám saman tökin á opinberum verkum. Nokkrum árum eftir gildistöku samningsins voru ríkisteiknistofurnar lagðar niður. Byggingarlistin varð betri – markaðurinn sanngjarnari. Þessi dæmisaga sýnir svart á hvítu ástæðu þess að afturhaldsöflin sakna gamla tímans. Þegar þau deildu og drottnuðu og réðu öllu um það hverjir fengu stóru dílana, hvort sem um var að ræða vöru eða þjónustu. Framtak hópsins sem fylkti sér á opnu Fréttablaðsins er mikilvægt. Stærstur hluti lífsgæða sem við teljum sjálfsögð er tilkominn vegna samskipta við umheiminn. Fátt hefur skipt meira máli í því en EES. Ekki þarf annað en að líta í kringum sig til að sjá það, hvort sem um ræðir úrval í matvöruverslunum eða snjallsímann í lófanum. Eitt er ljóst. Fortíðarþrá afturhaldsaflanna snýst um eitthvað allt annað en hagsmuni heildarinnar. Það má hins vegar ekki gleyma því að ungur arkitekt í sömu sporum í dag myndi einfaldlega kjósa með fótunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Þriðji orkupakkinn Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
„Ekki spila með framtíðina okkar,“ eru skilaboð 272 ungmenna sem keyptu auglýsingu í vikunni til stuðnings áframhaldandi aðild Íslands að EES-samningnum sem af óskiljanlegum ástæðum er víða talaður niður um þessar mundir. Svo mjög, að þessum hópi ungs fólks blöskrar. Hópurinn segir umræðu um EES-samninginn undanfarið hafa verið knúna áfram af ósannindum, nú síðast um þriðja orkupakkann. Þau segjast draga lærdóm af aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslu í Bretlandi um úrsögn Breta úr ESB og forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016, að ungt fólk hafi sofið á verðinum. Afleiðingarnar blasi við: Brexit og Trump. Þess vegna láti þau í sér heyra nú. Áhugaverða dæmisögu í þessu samhengi ritaði Hilmar Þór Björnsson arkitekt, fyrir stuttu. Umfjöllunarefnið var hvernig EES-samningurinn breytti starfsumhverfi arkitekta. Þar segir Hilmar frá þeim veruleika sem blasti við þegar hann kom heim úr námi, ungur að árum. Á níunda áratugnum hafi verið hér starfandi örfáar sjálfstæðar arkitektastofur, við hlið ríkisteiknistofanna þriggja; teiknistofu Húsnæðismálastofnunar, Teiknistofu landbúnaðarins og teiknistofu Húsameistara ríkisins. Þessar teiknistofur hins opinbera niðurgreiddu arkitektateikningar og skekktu samkeppni, svo ungir arkitektar sem vildu hasla sér völl um 1980 áttu erfitt uppdráttar. Arkitekt sem ekki laut höfði fyrir húsameistara ríkisins átti í grunninn enga möguleika. Þær örfáu teiknistofur sem þó voru sjálfstæðar tengdust flestar, ef ekk i allar, valdablokkum; flestar Framsókn og Sjálfstæðisflokki, embættis- og stjórnmálamönnum. Tengsl og klíka voru forsenda þess að reka teiknistofu. Valdamenn og fylgitungl þjöppuðu sér saman og létu aðrar klíkur að mestu í friði með sitt. Svokölluð helmingaskipti. Eftir að EES-samningurinn tók gildi 1994 breyttist allt, að sögn Hilmars. Skylda var að bjóða út verk á vegum hins opinbera. Klíkurnar misstu smám saman tökin á opinberum verkum. Nokkrum árum eftir gildistöku samningsins voru ríkisteiknistofurnar lagðar niður. Byggingarlistin varð betri – markaðurinn sanngjarnari. Þessi dæmisaga sýnir svart á hvítu ástæðu þess að afturhaldsöflin sakna gamla tímans. Þegar þau deildu og drottnuðu og réðu öllu um það hverjir fengu stóru dílana, hvort sem um var að ræða vöru eða þjónustu. Framtak hópsins sem fylkti sér á opnu Fréttablaðsins er mikilvægt. Stærstur hluti lífsgæða sem við teljum sjálfsögð er tilkominn vegna samskipta við umheiminn. Fátt hefur skipt meira máli í því en EES. Ekki þarf annað en að líta í kringum sig til að sjá það, hvort sem um ræðir úrval í matvöruverslunum eða snjallsímann í lófanum. Eitt er ljóst. Fortíðarþrá afturhaldsaflanna snýst um eitthvað allt annað en hagsmuni heildarinnar. Það má hins vegar ekki gleyma því að ungur arkitekt í sömu sporum í dag myndi einfaldlega kjósa með fótunum.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun