Skjátími er ekki bara skjátími Salvör Nordal skrifar 23. maí 2019 07:00 Mikil umræða hefur átt sér stað undanfarið um notkun barna á skjátækjum. Embætti umboðsmanns barna hefur ítrekað fengið fyrirspurnir um skjánotkun barna og mögulegar takmarkanir á henni en ákall hefur verið frá fagfólki og foreldrum um setningu viðmiða um skjánotkun og skjátíma barna. Á læknadögum 2018 var skjánotkun barna og unglinga meðal umfjöllunarefna en umboðsmaður barna tók þátt í þeirri umræðu. Samkvæmt lögum um umboðsmann barna er honum ætlað að hafa frumkvæði að stefnumarkandi umræðu um málefni barna. Eftir læknadaga kallaði umboðsmaður barna saman ýmsa sérfræðinga með það að markmiði að mynda faghóp um setningu viðmiða um skjánotkun barna. Mikill áhugi var innan hópsins sem fundaði reglulega á starfstímanum og var það niðurstaða hópsins að miða ekki við tímatakmarkanir á skjánotkun enda sýna rannsóknir að það sem gert er í skjátækjum skiptir meira máli en tímalengdin. Líkt og fullorðnir nota börn skjátæki sín á margvíslegan og uppbyggilegan hátt eins og til að semja tónlist, búa til stuttmyndir, eiga í samskiptum við vini og félaga, sækja sér fræðslu um eigin réttindi og ýmiss konar upplýsingar fyrir nám og daglegt líf. Viðmiðin voru kynnt í síðasta mánuði og taka þau mið af mismunandi aldursskeiðum barna. Viðmiðin má finna á heimasíðunni www.heilsuvera.is og á heimasíðu umboðsmanns barna, www.barn.is, en að þeim standa Embætti landlæknis, umboðsmaður barna, Barnaheill, Heilsugæslan, Heimili og skóli og SAFT. Í umræddum viðmiðum er byggt á nýjustu rannsóknum og ályktunum sérfræðinga á þessu sviði. Áhersla er lögð á að skjátími bitni ekki á grunnþörfum barna eins og heilbrigðu líferni, samveru við foreldra, nægum svefni og félagslegum samskiptum. Þá er mælt með því að foreldrar og börn setji sér eigin reglur um skjátíma á heimilum. Foreldrar eru fyrirmyndir og því afar mikilvægt að þeir hugi jafnframt að eigin skjánotkun. Bandarísku barnalæknasamtökin hafa gefið út stefnuyfirlýsingu þar sem lögð er áhersla á mikilvægi þess að börn taki þátt í tómstundum og hreyfingu, fái nægan svefn og að foreldrar og börn fái fræðslu um skjánotkun. Þá voru nýlega sett fram viðmið í Bretlandi um skjánotkun barna og unglinga af „The Royal College of Paediatrics and Child Health“, sem sér um þjálfun sérfræðinga í barnalækningum, án viðmiða um tímalengd skjánotkunar, en ekki er talið fullsannað að mikil notkun skjátækja sé börnum skaðleg. Þess í stað var farin sú leið að aðstoða fjölskyldur við að móta sér eigin reglur um skjánotkun með áherslu á grunnþarfir barna eins og svefn, næringu og samverustundir fjölskyldu. Umboðsmaður barna bindur vonir við að umrædd skjáviðmið nýtist sem flestum foreldrum við að eiga samtal við börn um uppbyggilega notkun skjátækja á heimilum.Höfundur er umboðsmaður barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Salvör Nordal Tækni Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur átt sér stað undanfarið um notkun barna á skjátækjum. Embætti umboðsmanns barna hefur ítrekað fengið fyrirspurnir um skjánotkun barna og mögulegar takmarkanir á henni en ákall hefur verið frá fagfólki og foreldrum um setningu viðmiða um skjánotkun og skjátíma barna. Á læknadögum 2018 var skjánotkun barna og unglinga meðal umfjöllunarefna en umboðsmaður barna tók þátt í þeirri umræðu. Samkvæmt lögum um umboðsmann barna er honum ætlað að hafa frumkvæði að stefnumarkandi umræðu um málefni barna. Eftir læknadaga kallaði umboðsmaður barna saman ýmsa sérfræðinga með það að markmiði að mynda faghóp um setningu viðmiða um skjánotkun barna. Mikill áhugi var innan hópsins sem fundaði reglulega á starfstímanum og var það niðurstaða hópsins að miða ekki við tímatakmarkanir á skjánotkun enda sýna rannsóknir að það sem gert er í skjátækjum skiptir meira máli en tímalengdin. Líkt og fullorðnir nota börn skjátæki sín á margvíslegan og uppbyggilegan hátt eins og til að semja tónlist, búa til stuttmyndir, eiga í samskiptum við vini og félaga, sækja sér fræðslu um eigin réttindi og ýmiss konar upplýsingar fyrir nám og daglegt líf. Viðmiðin voru kynnt í síðasta mánuði og taka þau mið af mismunandi aldursskeiðum barna. Viðmiðin má finna á heimasíðunni www.heilsuvera.is og á heimasíðu umboðsmanns barna, www.barn.is, en að þeim standa Embætti landlæknis, umboðsmaður barna, Barnaheill, Heilsugæslan, Heimili og skóli og SAFT. Í umræddum viðmiðum er byggt á nýjustu rannsóknum og ályktunum sérfræðinga á þessu sviði. Áhersla er lögð á að skjátími bitni ekki á grunnþörfum barna eins og heilbrigðu líferni, samveru við foreldra, nægum svefni og félagslegum samskiptum. Þá er mælt með því að foreldrar og börn setji sér eigin reglur um skjátíma á heimilum. Foreldrar eru fyrirmyndir og því afar mikilvægt að þeir hugi jafnframt að eigin skjánotkun. Bandarísku barnalæknasamtökin hafa gefið út stefnuyfirlýsingu þar sem lögð er áhersla á mikilvægi þess að börn taki þátt í tómstundum og hreyfingu, fái nægan svefn og að foreldrar og börn fái fræðslu um skjánotkun. Þá voru nýlega sett fram viðmið í Bretlandi um skjánotkun barna og unglinga af „The Royal College of Paediatrics and Child Health“, sem sér um þjálfun sérfræðinga í barnalækningum, án viðmiða um tímalengd skjánotkunar, en ekki er talið fullsannað að mikil notkun skjátækja sé börnum skaðleg. Þess í stað var farin sú leið að aðstoða fjölskyldur við að móta sér eigin reglur um skjánotkun með áherslu á grunnþarfir barna eins og svefn, næringu og samverustundir fjölskyldu. Umboðsmaður barna bindur vonir við að umrædd skjáviðmið nýtist sem flestum foreldrum við að eiga samtal við börn um uppbyggilega notkun skjátækja á heimilum.Höfundur er umboðsmaður barna.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar