Mamma, ertu að dópa mig? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar 24. maí 2019 15:12 Það er árið 2019 og ef ég lít um öxl, ekki lengra en til ársins 2010 þegar ég fór fyrst að vinna með börnum með ADHD, verð ég verulega stolt. Alltaf fleiri og fleiri segjast vera með ADHD án þess að skammast sín og halda að það sé eitthvað sem komi til með að eyðileggja líf þeirra. Í dag verða foreldrar og börn fegin þegar greining liggur fyrir og komin skýring á afhverju hlutirnir virka ekki eins hjá þeim og öðrum. Foreldrarnir eru ekki lélegir uppalendur, krakkarnir ekki siðblind eða óþokkar og fullorðið fólk fær loksins skýringar á erfiðleikum sem hafa truflað þau svo lengi sem þau muna.Loksins skilningur Árið 2019 er sem sagt kominn almennur skilningur á ADHD, skólakerfið þekkir einkennin og reynir statt og stöðugt að koma til móts við nemendur, ekki bara með ADHD heldur margar aðrar raskanir. Því er sorglegt að nokkuð reglulega þurfa þeir sem eru með ADHD að lesa um að við séum að setja met í notkun örvandi lyfja og framsetningin að mínu mati illa ígrunduð, oft á tíðum með sláandi fyrirsögn sem virkar neikvæð og setur þá sem ekki misnota lyfin í varnarstöðu. Foreldrar fá jafnvel á tilfinningu að þeir séu að dópa börnin sín og eldri einstaklingar velta fyrir sér hvort þau séu að dópa sjálf. Þar með elur þetta því miður líka stundum á skömm. Skömm sem við höfum hægt og bítandi reynt að koma burt.Umræða um lyf á villigötum Að vera með ADHD er ekki tabú lengur og við þurfum að passa uppá að lyfjagjöf við ADHD sé ekki tabú. Ttil þess þurfum við líka jákvæðar fyrirsagnir og jákvæðar sögur af þeim sem taka lyfin sín rétt, eru fyrir vikið sterkari, pluma sig og svo framvegis. „Mamma er ég á örvandi lyfjum?“ … „eru þau eiturlyf?“... „það er mjög vont að við tökum lyfin það stóð í blaðinu“ … og áfram gæti ég lengi haldið með setningar sem foreldrar og börn hafa sagt við mig eftir að slíkar greinar birtast.Lyf við ADHD eru lífsbjörg Það er frábært að við séum vakandi fyrir misnotkun en það er ekki frábært að alltof margir af þeim sem þurfa þessi lyf og eru á engan hátt að misnota þau skuli finna fyrir skömm, verða óákveðin eða jafnvel hætta notkun þessara lyfja vegna þess að við einblínum of mikið á það neikvæða þegar við ræðum um ADHD og lyf. Mín tillaga er að næstu fyrirsagnir væru t.d.: „Líf mitt gjörbreyttist þegar ég fékk lyfin.“ „þegar ég tek lyfin er ekki lengur partí í heilanum á mér“ „Ég hefði sko farið í fýlu núna en af því ég tek lyfin þá veit ég að þú ert að hjálpa mér“ „Mamma þú ert núna alltaf eins góð og þegar ég er veikur“Eineltinu linni Trúið mér, það er sko hægt að bæta lengi við og kominn tími til að fjölmiðlar og starfsmenn Embættis landlæknis muni eftir jákvæðu þáttum og afleiðingum þessara lyfja. Geri sér í leiðinni vonandi grein fyrir að margir, hvort heldur með ADHD eða ekki, lesa fyrirsögnina og jafnvel ekkert meira. Það er kominn timi til að eineltinu linni.Höfundur er kennari og móðir með ADHD. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Jóna Kristín Gunnarsdóttir Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það er árið 2019 og ef ég lít um öxl, ekki lengra en til ársins 2010 þegar ég fór fyrst að vinna með börnum með ADHD, verð ég verulega stolt. Alltaf fleiri og fleiri segjast vera með ADHD án þess að skammast sín og halda að það sé eitthvað sem komi til með að eyðileggja líf þeirra. Í dag verða foreldrar og börn fegin þegar greining liggur fyrir og komin skýring á afhverju hlutirnir virka ekki eins hjá þeim og öðrum. Foreldrarnir eru ekki lélegir uppalendur, krakkarnir ekki siðblind eða óþokkar og fullorðið fólk fær loksins skýringar á erfiðleikum sem hafa truflað þau svo lengi sem þau muna.Loksins skilningur Árið 2019 er sem sagt kominn almennur skilningur á ADHD, skólakerfið þekkir einkennin og reynir statt og stöðugt að koma til móts við nemendur, ekki bara með ADHD heldur margar aðrar raskanir. Því er sorglegt að nokkuð reglulega þurfa þeir sem eru með ADHD að lesa um að við séum að setja met í notkun örvandi lyfja og framsetningin að mínu mati illa ígrunduð, oft á tíðum með sláandi fyrirsögn sem virkar neikvæð og setur þá sem ekki misnota lyfin í varnarstöðu. Foreldrar fá jafnvel á tilfinningu að þeir séu að dópa börnin sín og eldri einstaklingar velta fyrir sér hvort þau séu að dópa sjálf. Þar með elur þetta því miður líka stundum á skömm. Skömm sem við höfum hægt og bítandi reynt að koma burt.Umræða um lyf á villigötum Að vera með ADHD er ekki tabú lengur og við þurfum að passa uppá að lyfjagjöf við ADHD sé ekki tabú. Ttil þess þurfum við líka jákvæðar fyrirsagnir og jákvæðar sögur af þeim sem taka lyfin sín rétt, eru fyrir vikið sterkari, pluma sig og svo framvegis. „Mamma er ég á örvandi lyfjum?“ … „eru þau eiturlyf?“... „það er mjög vont að við tökum lyfin það stóð í blaðinu“ … og áfram gæti ég lengi haldið með setningar sem foreldrar og börn hafa sagt við mig eftir að slíkar greinar birtast.Lyf við ADHD eru lífsbjörg Það er frábært að við séum vakandi fyrir misnotkun en það er ekki frábært að alltof margir af þeim sem þurfa þessi lyf og eru á engan hátt að misnota þau skuli finna fyrir skömm, verða óákveðin eða jafnvel hætta notkun þessara lyfja vegna þess að við einblínum of mikið á það neikvæða þegar við ræðum um ADHD og lyf. Mín tillaga er að næstu fyrirsagnir væru t.d.: „Líf mitt gjörbreyttist þegar ég fékk lyfin.“ „þegar ég tek lyfin er ekki lengur partí í heilanum á mér“ „Ég hefði sko farið í fýlu núna en af því ég tek lyfin þá veit ég að þú ert að hjálpa mér“ „Mamma þú ert núna alltaf eins góð og þegar ég er veikur“Eineltinu linni Trúið mér, það er sko hægt að bæta lengi við og kominn tími til að fjölmiðlar og starfsmenn Embættis landlæknis muni eftir jákvæðu þáttum og afleiðingum þessara lyfja. Geri sér í leiðinni vonandi grein fyrir að margir, hvort heldur með ADHD eða ekki, lesa fyrirsögnina og jafnvel ekkert meira. Það er kominn timi til að eineltinu linni.Höfundur er kennari og móðir með ADHD.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar