Gífurleg áhætta? Ólöf Skaftadóttir skrifar 29. maí 2019 06:15 Fyrirsjáanleg þróun, að óbreyttu, er á þann veg að umfang skipulagðrar glæpastarfsemi aukist á Íslandi. Aukin samkeppni á milli skipulagðra brotahópa kann að leiða til gengjamyndunar og grófra ofbeldisverka gagnvart einstaklingum sem þeim tengjast. Ástæða er til að óttast aukið og fjölbreyttara framboð fíkniefna. Hið sama á við um tilfelli mansals og misneytingar gagnvart innflytjendum og erlendu vinnuafli.“ Þetta og meira til kemur fram í kolsvartri skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra sem hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að áhætta vegna skipulagðrar glæpastarfsemi á Íslandi sé „gífurleg“. Að mati ríkislögreglustjóra er skipulögð glæpastarfsemi að náttúruhamförum undanskildum alvarlegasta ógn við samfélag og einstaklinga hér á landi. Lögreglan sé of veikburða til að taka á þessum málum sem svo hafi þær afleiðingar að auka líkur á brotastarfsemi af þessu tagi. Hættan sem greiningardeildin sér í hverju horni kemur að mestu frá útlöndum. Gjarnan er því haldið fram í umræðunni að heimurinn fari versnandi. Alið er á tortryggni, yfirleitt út frá einangruðum tilvikum sem látið er í skína að sýni þróun í átt til hins verra. Staðreyndin er hins vegar sú að hryðjuverkaógn í heiminum fer almennt minnkandi, ofbeldi líka og styrjöldum fækkar. Heimurinn er almennt friðsælli en á nokkru öðru skeiði í mannkynssögunni. Sennilega er það rétt sem kemur fram í skýrslunni svörtu að lögreglumenn eru of fáir og sum embættin of veikburða. Það er engin nýlunda að ríkisstofnanir kvarti undan fjárþurrð og í sumum tilvikum eru kvartanirnar réttmætar. Ljóst er að löggæslan er grunnstoð okkar samfélags og mikilvægt að vel sé haldið á spöðunum. Áherslur í löggæslumálum undanfarin ár hafa þróast í takt við tímann; mál sem áður þóttu einkamál fólks eru tekin föstum tökum, mál á borð við heimilisofbeldi og kynferðisbrot – með stöku undantekningum.Þar má helst nefna skýrslur greiningardeildarinnar sem verða æ svartari með hverju árinu og græjudellu sumra embættismanna sem vilja vopnavæða íslensku lögregluna frekar en nú er. Ísland er ekki hættulaust land, en það er ábyrgðarlaust að hræða fólk með orðræðu líkt og greiningardeildin hefur uppi. Mikilvægt er að skilja á milli ótta og raunverulegrar hættu. Ísland hefur trónað á toppi lista World Economic Forum um friðsælustu lönd í heimi samfleytt í mörg ár og hefur frekar aukið á forskot sitt á listanum en hitt. Upplifun fólks sem landið sækir er almennt sú að það sé öruggt og því líði vel. Í flestum málum er betra að fá óháð álit til að draga upp raunsanna mynd af stöðunni. Enginn er dómari í eigin sök. Sennilega er óheppilegt fyrirkomulag að ríkislögreglustjóri meti fyrst áhættuna og svo fjárþörfina til eigin rekstrar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Halldór 4. 10. 2025 Halldór Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrirsjáanleg þróun, að óbreyttu, er á þann veg að umfang skipulagðrar glæpastarfsemi aukist á Íslandi. Aukin samkeppni á milli skipulagðra brotahópa kann að leiða til gengjamyndunar og grófra ofbeldisverka gagnvart einstaklingum sem þeim tengjast. Ástæða er til að óttast aukið og fjölbreyttara framboð fíkniefna. Hið sama á við um tilfelli mansals og misneytingar gagnvart innflytjendum og erlendu vinnuafli.“ Þetta og meira til kemur fram í kolsvartri skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra sem hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að áhætta vegna skipulagðrar glæpastarfsemi á Íslandi sé „gífurleg“. Að mati ríkislögreglustjóra er skipulögð glæpastarfsemi að náttúruhamförum undanskildum alvarlegasta ógn við samfélag og einstaklinga hér á landi. Lögreglan sé of veikburða til að taka á þessum málum sem svo hafi þær afleiðingar að auka líkur á brotastarfsemi af þessu tagi. Hættan sem greiningardeildin sér í hverju horni kemur að mestu frá útlöndum. Gjarnan er því haldið fram í umræðunni að heimurinn fari versnandi. Alið er á tortryggni, yfirleitt út frá einangruðum tilvikum sem látið er í skína að sýni þróun í átt til hins verra. Staðreyndin er hins vegar sú að hryðjuverkaógn í heiminum fer almennt minnkandi, ofbeldi líka og styrjöldum fækkar. Heimurinn er almennt friðsælli en á nokkru öðru skeiði í mannkynssögunni. Sennilega er það rétt sem kemur fram í skýrslunni svörtu að lögreglumenn eru of fáir og sum embættin of veikburða. Það er engin nýlunda að ríkisstofnanir kvarti undan fjárþurrð og í sumum tilvikum eru kvartanirnar réttmætar. Ljóst er að löggæslan er grunnstoð okkar samfélags og mikilvægt að vel sé haldið á spöðunum. Áherslur í löggæslumálum undanfarin ár hafa þróast í takt við tímann; mál sem áður þóttu einkamál fólks eru tekin föstum tökum, mál á borð við heimilisofbeldi og kynferðisbrot – með stöku undantekningum.Þar má helst nefna skýrslur greiningardeildarinnar sem verða æ svartari með hverju árinu og græjudellu sumra embættismanna sem vilja vopnavæða íslensku lögregluna frekar en nú er. Ísland er ekki hættulaust land, en það er ábyrgðarlaust að hræða fólk með orðræðu líkt og greiningardeildin hefur uppi. Mikilvægt er að skilja á milli ótta og raunverulegrar hættu. Ísland hefur trónað á toppi lista World Economic Forum um friðsælustu lönd í heimi samfleytt í mörg ár og hefur frekar aukið á forskot sitt á listanum en hitt. Upplifun fólks sem landið sækir er almennt sú að það sé öruggt og því líði vel. Í flestum málum er betra að fá óháð álit til að draga upp raunsanna mynd af stöðunni. Enginn er dómari í eigin sök. Sennilega er óheppilegt fyrirkomulag að ríkislögreglustjóri meti fyrst áhættuna og svo fjárþörfina til eigin rekstrar.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun