Feigðarflan? Ólöf Skaftadóttir skrifar 1. maí 2019 07:45 Of langt hefur verið gengið nú þegar í markaðsvæðingu grunnstoða og feigðarflan að staðfesta markaðsvæðinguna og ganga lengra í þá átt.“ Þetta og fleira í þessum dúr kemur fram í dæmalausri umsögn frá forystu Alþýðusambandsins um heitasta umræðuefnið á kaffistofunum þessi dægrin, Þriðja orkupakkann. Popúlistar þvert á flokkslínur keppast við ábyrgðarlaus upphlaup og barátta andstæðinga orkupakkans virðist, ótrúlegt en satt, öðrum þræði snúast um það að Ísland dragi sig hreinlega út úr affarasælu alþjóðasamstarfi með öllu. Jafnvel með uppsögn EES-samningsins. Undir þetta hefur hreyfing launþega nú tekið og leggst þannig á sveif með öflum sem beita öllum brögðum til þess að grafa undan samningnum. Leitun er að þeim hópi sem hefur notið jafn góðs af alþjóðasamstarfi og launþegar, og tilvalið er að rifja það upp í dag á alþjóðlegum degi verkalýðsins. Efnahagslegar og félagslegar framfarir á borð við aukna vinnuvernd, gagnsæi, neytendavernd og nútímasamkeppnislöggjöf sem færir okkur fjölbreytni og oft lægra verð eru eingöngu nokkur dæmi um þær miklu umbætur sem samningurinn hefur fært launþegum í landinu og mun vonandi áfram gera. Sem betur fer áttum við á árum áður stjórnmálamenn sem sáu hvað innri markaðurinn og sameiginleg löggjöf færðu okkur. Langstærstur hluti þeirra lífsgæða sem við teljum sjálfsögð hér á landi í dag eru tilkomin einmitt vegna samningsins. Undir eru gríðarlegir hagsmunir sem Ísland hefur af frjálsum viðskiptum, alþjóðasamstarfi og síðast en ekki síst mannréttindum. Undir er líka að ungt fólk kæri sig yfirhöfuð um að búa hér á landi, en kjósi ekki einfaldlega með fótunum. Saga verkalýðsbaráttu á Íslandi er löng og margir sigrar unnust í árdaga. En síðasta aldarfjórðunginn eða svo hafa mestar framfarir orðið í alþjóðlegri samvinnu. Hér hafa verið gengnar kröfugöngur þann 1. maí allt frá árinu 1923 og krafan er í grunninn alltaf sú sama, aukin réttindi og betri kjör fyrir vinnandi fólk – krafist er réttlátara samfélags. Síðan 1923 hefur ótrúlega margt áunnist, ekki síst fyrir tilstilli samstöðu og þrotlausrar baráttu launafólks. Fyrir það er rétt að vera þakklátur. En það er vont þegar sjálft Alþýðusambandið missir sjónar á því sem raunverulega skiptir máli fyrir fólkið í landinu. Framtíð launþega á Íslandi er best borgið í samfloti með þeim löndum sem við eigum mest saman við að sælda, löndunum á Evrópska efnahagssvæðinu. Vonandi ber launþegahreyfingin gæfu til þess að leggjast á árarnar og hafna dæmalausum og óvönduðum málflutningi andstæðinga orkupakkans fremur en að taka undir skefjalaust bullið. Fyrir launþega í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Of langt hefur verið gengið nú þegar í markaðsvæðingu grunnstoða og feigðarflan að staðfesta markaðsvæðinguna og ganga lengra í þá átt.“ Þetta og fleira í þessum dúr kemur fram í dæmalausri umsögn frá forystu Alþýðusambandsins um heitasta umræðuefnið á kaffistofunum þessi dægrin, Þriðja orkupakkann. Popúlistar þvert á flokkslínur keppast við ábyrgðarlaus upphlaup og barátta andstæðinga orkupakkans virðist, ótrúlegt en satt, öðrum þræði snúast um það að Ísland dragi sig hreinlega út úr affarasælu alþjóðasamstarfi með öllu. Jafnvel með uppsögn EES-samningsins. Undir þetta hefur hreyfing launþega nú tekið og leggst þannig á sveif með öflum sem beita öllum brögðum til þess að grafa undan samningnum. Leitun er að þeim hópi sem hefur notið jafn góðs af alþjóðasamstarfi og launþegar, og tilvalið er að rifja það upp í dag á alþjóðlegum degi verkalýðsins. Efnahagslegar og félagslegar framfarir á borð við aukna vinnuvernd, gagnsæi, neytendavernd og nútímasamkeppnislöggjöf sem færir okkur fjölbreytni og oft lægra verð eru eingöngu nokkur dæmi um þær miklu umbætur sem samningurinn hefur fært launþegum í landinu og mun vonandi áfram gera. Sem betur fer áttum við á árum áður stjórnmálamenn sem sáu hvað innri markaðurinn og sameiginleg löggjöf færðu okkur. Langstærstur hluti þeirra lífsgæða sem við teljum sjálfsögð hér á landi í dag eru tilkomin einmitt vegna samningsins. Undir eru gríðarlegir hagsmunir sem Ísland hefur af frjálsum viðskiptum, alþjóðasamstarfi og síðast en ekki síst mannréttindum. Undir er líka að ungt fólk kæri sig yfirhöfuð um að búa hér á landi, en kjósi ekki einfaldlega með fótunum. Saga verkalýðsbaráttu á Íslandi er löng og margir sigrar unnust í árdaga. En síðasta aldarfjórðunginn eða svo hafa mestar framfarir orðið í alþjóðlegri samvinnu. Hér hafa verið gengnar kröfugöngur þann 1. maí allt frá árinu 1923 og krafan er í grunninn alltaf sú sama, aukin réttindi og betri kjör fyrir vinnandi fólk – krafist er réttlátara samfélags. Síðan 1923 hefur ótrúlega margt áunnist, ekki síst fyrir tilstilli samstöðu og þrotlausrar baráttu launafólks. Fyrir það er rétt að vera þakklátur. En það er vont þegar sjálft Alþýðusambandið missir sjónar á því sem raunverulega skiptir máli fyrir fólkið í landinu. Framtíð launþega á Íslandi er best borgið í samfloti með þeim löndum sem við eigum mest saman við að sælda, löndunum á Evrópska efnahagssvæðinu. Vonandi ber launþegahreyfingin gæfu til þess að leggjast á árarnar og hafna dæmalausum og óvönduðum málflutningi andstæðinga orkupakkans fremur en að taka undir skefjalaust bullið. Fyrir launþega í landinu.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar