Fimm æfingar kvennalandsliðsins fara fram í fjórum mismunandi íþróttahúsum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. maí 2019 17:00 Helena Sverrisdóttir og Salbjörg Ragna Sævarsdóttir eru í íslenska landsliðinu sem er byrjað að æfa undir stjórn nýs landsliðsþjálfara. vísir/vilhelm Það hefur verið mikið púsluspil fyrir kvennalandsliðið í körfubolta að hefja æfingar fyrir Smáþjóðaleikana sem fara fram í lok mánaðarins. Aðstöðuleysi gerir liðinu erfitt fyrir og þurfa bestu körfuboltakonur landsins að treysta á velvilja frá félögum. Benedikt Guðmundsson tók við kvennalandsliðinu í körfubolta á dögunum og þetta er hans fyrsta verkefni. Hann valdi stóran hóp í byrjun og ætlar að gefa mörgum leikmönnum tækifæri til að sýna sig og sanna. Það kallar á margar æfingar. Staðreynd málsins er aftur á móti sú að kvennalandsliðið hefur engan samastað eins og formaður KKÍ, Hannes S. Jónsson, bendir á í stuttum pistli á fésbókinni í dag. Hannes þakkar Fjölni, ÍR, Stjörnunni og Haukum fyrir að redda húsi fyrir þessar fimm æfingar liðsins í þessari viku. Hann treystir líka á það að fleiri félög hjálpi til í næstu viku. „Stelpurnar okkar munu æfa fimm sinnum i þessari viku í fjórum íþróttahúsum. Miklar þakkir til félaganna: Fjölnis, ÍR, Stjörnunnar og Hauka, fleiri félög munu örugglega bætast við i næstu viku. Án þessarar mikilvægu aðstoðar félaganna okkar þá væru engar æfingar. Kiddi afreksstjóri er enn að reyna að púsla þessu saman svo stelpurnar geti vitað dagskrána sína en þetta er nú ekki fyrr en i næstu viku,“ skrifar Hannes. Hannes er nýkominn af Íþróttaþingi ÍSÍ þar sem samþykkt var áskorun til stjórnvalda um að byggja nýjan þjóðarleikvang þar sem landsliðin og afreksfólkið hefði aðstöðu til að æfa og keppa. Ráðherra íþróttamála Lilja Alfreðsdóttir lýsti yfir ánægju með tillöguna við upphaf þings og sagðist styðja hana. Stjórn ÍSÍ þarf að skipa vinnuhóp um málið fyrir 20.maí. „Aðstöðuleysi landsliðanna okkar sést þarna svona kristaltært. Landsliðunum okkar vantar heimili. Viljum við Íslendingar búa svona að afreksfólkinu okkar,“ skrifar Hannes eins og sjá má hér fyrir neðan. Körfubolti Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Sjá meira
Það hefur verið mikið púsluspil fyrir kvennalandsliðið í körfubolta að hefja æfingar fyrir Smáþjóðaleikana sem fara fram í lok mánaðarins. Aðstöðuleysi gerir liðinu erfitt fyrir og þurfa bestu körfuboltakonur landsins að treysta á velvilja frá félögum. Benedikt Guðmundsson tók við kvennalandsliðinu í körfubolta á dögunum og þetta er hans fyrsta verkefni. Hann valdi stóran hóp í byrjun og ætlar að gefa mörgum leikmönnum tækifæri til að sýna sig og sanna. Það kallar á margar æfingar. Staðreynd málsins er aftur á móti sú að kvennalandsliðið hefur engan samastað eins og formaður KKÍ, Hannes S. Jónsson, bendir á í stuttum pistli á fésbókinni í dag. Hannes þakkar Fjölni, ÍR, Stjörnunni og Haukum fyrir að redda húsi fyrir þessar fimm æfingar liðsins í þessari viku. Hann treystir líka á það að fleiri félög hjálpi til í næstu viku. „Stelpurnar okkar munu æfa fimm sinnum i þessari viku í fjórum íþróttahúsum. Miklar þakkir til félaganna: Fjölnis, ÍR, Stjörnunnar og Hauka, fleiri félög munu örugglega bætast við i næstu viku. Án þessarar mikilvægu aðstoðar félaganna okkar þá væru engar æfingar. Kiddi afreksstjóri er enn að reyna að púsla þessu saman svo stelpurnar geti vitað dagskrána sína en þetta er nú ekki fyrr en i næstu viku,“ skrifar Hannes. Hannes er nýkominn af Íþróttaþingi ÍSÍ þar sem samþykkt var áskorun til stjórnvalda um að byggja nýjan þjóðarleikvang þar sem landsliðin og afreksfólkið hefði aðstöðu til að æfa og keppa. Ráðherra íþróttamála Lilja Alfreðsdóttir lýsti yfir ánægju með tillöguna við upphaf þings og sagðist styðja hana. Stjórn ÍSÍ þarf að skipa vinnuhóp um málið fyrir 20.maí. „Aðstöðuleysi landsliðanna okkar sést þarna svona kristaltært. Landsliðunum okkar vantar heimili. Viljum við Íslendingar búa svona að afreksfólkinu okkar,“ skrifar Hannes eins og sjá má hér fyrir neðan.
Körfubolti Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Sjá meira