Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Ágúst Orri Arnarson skrifar 18. desember 2025 08:32 Þorsteinn Leó er lykilleikmaður í liði Porto, næstsigursælasta liði Portúgals, sem komst í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar í fyrra. Vísir/Anton Brink Handboltamaðurinn Þorsteinn Leó Gunnarsson hefur jafnað af meiðslum hraðar en áætlað var og fær loksins að fara heim til Íslands í dag, eftir að hafa þrætt lengi við stjórnarmenn Porto sem vilja helst ekki að hann fari á EM. Meiðsli í nára hafa haldið Þorsteini frá keppni síðastliðinn mánuð og upphaflega leit ekki út fyrir að hann gæti tekið þátt á EM í janúar með íslenska landsliðinu, en batinn hefur gengið vonum framar. „Eins og planið var þá er ég langt á undan áætlun“ sagði Þorsteinn í samtali við Vísi. Fyrsti leikur raunhæft markmið Óvissan er þó enn til staðar og þess vegna verður hann ekki valinn í landsliðshópinn sem Snorri Steinn Guðjónsson mun tilkynna klukkan eitt í dag. Þorsteinn mun samt æfa með liðinu þegar hópurinn kemur saman í byrjun janúar og vonast til að verða orðinn klár í slaginn áður en mótið hefst. „Ég tel það raunhæft markmið að vera klár í fyrsta leikinn [gegn Ítalíu þann 16. janúar], ef ekki, þá allavega fyrir milliriðlana. Maður er að gera allt til að vera heill fyrir það.“ Fékk ekki leyfi fyrir heimför Þegar hann varð fyrir meiðslunum vildi Þorsteinn sinna endurhæfingunni hér á Íslandi en stjórnarmenn hjá Porto höfðu aðrar hugmyndir. „Þeir eru búnir að vera mjög erfiðir. Ég er búinn að reyna að fara heim síðan í byrjun desember. Mig langaði að fara heim og sinna sjúkraþjálfun á Íslandi, en þeir voru ekki alveg sáttir með það. Það er svosem ekkert sem maður getur gert í því annað en bara að hlýða og auðvitað eru þeir að gera góða hluti hérna úti sem virka vel, en þegar maður er ekki að spila handbolta væri maður alveg til í að vera á Íslandi“ sagði Þorsteinn, sem fékk á endanum leyfi til að fara heim í dag, þremur dögum áður en jólafrí liðsins hefst. Þú ert náttúrulega lykilmaður hjá Porto og ef þeir fengju alveg að ráða þá værirðu kannski ekkert að fara á EM? „Já, það er bara akkúrat þannig. Þeir eru ekki alveg með á planinu að ég spili á EM, segja að það sé óraunhæft markmið og segja að ég gæti orðið verri eftir mótið. Það er ekki gott fyrir þá, þeir vilja fá mig heilan eftir pásuna en ég held að ég geti gert bæði“ sagði Þorsteinn þá. Fjallað var um stærsta strákinn okkar í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum að ofan. Landslið karla í handbolta Portúgalski boltinn Handbolti EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Sjá meira
Meiðsli í nára hafa haldið Þorsteini frá keppni síðastliðinn mánuð og upphaflega leit ekki út fyrir að hann gæti tekið þátt á EM í janúar með íslenska landsliðinu, en batinn hefur gengið vonum framar. „Eins og planið var þá er ég langt á undan áætlun“ sagði Þorsteinn í samtali við Vísi. Fyrsti leikur raunhæft markmið Óvissan er þó enn til staðar og þess vegna verður hann ekki valinn í landsliðshópinn sem Snorri Steinn Guðjónsson mun tilkynna klukkan eitt í dag. Þorsteinn mun samt æfa með liðinu þegar hópurinn kemur saman í byrjun janúar og vonast til að verða orðinn klár í slaginn áður en mótið hefst. „Ég tel það raunhæft markmið að vera klár í fyrsta leikinn [gegn Ítalíu þann 16. janúar], ef ekki, þá allavega fyrir milliriðlana. Maður er að gera allt til að vera heill fyrir það.“ Fékk ekki leyfi fyrir heimför Þegar hann varð fyrir meiðslunum vildi Þorsteinn sinna endurhæfingunni hér á Íslandi en stjórnarmenn hjá Porto höfðu aðrar hugmyndir. „Þeir eru búnir að vera mjög erfiðir. Ég er búinn að reyna að fara heim síðan í byrjun desember. Mig langaði að fara heim og sinna sjúkraþjálfun á Íslandi, en þeir voru ekki alveg sáttir með það. Það er svosem ekkert sem maður getur gert í því annað en bara að hlýða og auðvitað eru þeir að gera góða hluti hérna úti sem virka vel, en þegar maður er ekki að spila handbolta væri maður alveg til í að vera á Íslandi“ sagði Þorsteinn, sem fékk á endanum leyfi til að fara heim í dag, þremur dögum áður en jólafrí liðsins hefst. Þú ert náttúrulega lykilmaður hjá Porto og ef þeir fengju alveg að ráða þá værirðu kannski ekkert að fara á EM? „Já, það er bara akkúrat þannig. Þeir eru ekki alveg með á planinu að ég spili á EM, segja að það sé óraunhæft markmið og segja að ég gæti orðið verri eftir mótið. Það er ekki gott fyrir þá, þeir vilja fá mig heilan eftir pásuna en ég held að ég geti gert bæði“ sagði Þorsteinn þá. Fjallað var um stærsta strákinn okkar í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum að ofan.
Landslið karla í handbolta Portúgalski boltinn Handbolti EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Sjá meira