Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2025 13:09 Teitur Örn Einarsson kemur nú inn í hópinn sem hornamaður en ekki sem skytta. Getty/Sanjin Strukic Sigvaldi Björn Guðjónsson er ekki í íslenska EM-hópnum sem tilkynntur var með viðhöfn í Arion-banka í dag en Evrópumótið hefst 15. janúar næstkomandi. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, tilkynnti í dag hvaða átján leikmenn verða með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu í Svíþjóð, Danmörku og Noregi. Þriðja mót Snorra Þetta er þriðja stórmót Snorra með liðið en fjórtánda Evrópumótið í röð þar sem Ísland er meðal þátttökuþjóða. Snorri hafði áður valið 35 manna úrvalshóp en nú valdi hann þá leikmenn sem munu taka þátt í mótinu fyrir Íslands hönd. Af þeim átján sem Snorri valdi fyrir heimsmeistaramótið í fyrra eru fimmtán aftur með í ár. Það eru allir nema þeir Aron Pálmarsson og Sigvaldi Björn Guðjónsson. Þorsteinn á bakvakt Þorsteinn Leó Gunnarsson er ekki meðal þessara átján sem voru valdir í dag en hann er á bakvakt með markverðinum Einari Baldvin Baldvinssyni. Þorsteinn er að glíma við meiðsli en er að koma til baka úr þeim. Ef æfingar ganga vel þá mun hann fara út á EM sem nítjándi maður í hópnum. View this post on Instagram A post shared by Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) Þetta eru tímamót fyrir hægri hornastöðu íslenska landsliðsins. Sigvaldi Björn Guðjónsson var búinn að vera með á sjö stórmótum í röð með íslenska landsliðinu eða öllum mótum frá og með HM 2019. Aron Pálmarsson lagði svo skóna á hilluna eftir síðasta tímabil og var því augljóslega ekki í boði fyrir þetta mót. Koma saman 2. janúar Landsliðið kemur saman til æfinga hér á landi 2. janúar næstkomandi. Áður en liðið fer á Evrópumótið mun liðið spila við Slóveníu í undanúrslitum á æfingamóti í París í Frakklandi og mæta svo annaðhvort Frakklandi eða Austurríki í hinum leiknum. Fyrsti leikurinn hjá íslensku strákunum á mótinu er á móti Ítalíu 16. janúar en Ísland er einnig með Póllandi og Ungverjalandi í riðli. EM-hópur Íslands 2026: Markmenn Björgvin Páll Gústavsson, Val Viktor Gísli Hallgrímsson, FC Barcelona Vinstri hornamenn Bjarki Már Elísson, Veszprém Orri Freyr Þorkelsson, Sporting Vinstri skyttur Haukur Þrastarson, Rhein-Neckar Löwen Elvar Örn Jónsson, Magdeburg Leikstjórnendur Gísli Þorgeir Kristjánsson, Magdeburg Janus Daði Smárason, Pick Szeged Andri Már Rúnarsson, Erlangen Hægri skyttur Ómar Ingi Magnússon, Magdeburg Viggó Kristjánsson, Erlangen Kristján Örn Kristjánsson, Skanderborg Hægri hornamann Óðinn Þór Ríkharðsson, Kaddetten Schaffhausen Teitur Örn Einarsson, Gummersbach Línumenn og varnarmenn Arnar Freyr Arnarsson, Melsungen Einar Þorsteinn Ólafsson, Hamburg Elliði Snær Viðarsson, Gummersbach Ýmir Örn Gíslason, Göppingen Á bakvakt Þorsteinn Leó Gunnarsson, Porto Einar Baldvin Baldvinsson, Aftureldingu Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, tilkynnti í dag hvaða átján leikmenn verða með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu í Svíþjóð, Danmörku og Noregi. Þriðja mót Snorra Þetta er þriðja stórmót Snorra með liðið en fjórtánda Evrópumótið í röð þar sem Ísland er meðal þátttökuþjóða. Snorri hafði áður valið 35 manna úrvalshóp en nú valdi hann þá leikmenn sem munu taka þátt í mótinu fyrir Íslands hönd. Af þeim átján sem Snorri valdi fyrir heimsmeistaramótið í fyrra eru fimmtán aftur með í ár. Það eru allir nema þeir Aron Pálmarsson og Sigvaldi Björn Guðjónsson. Þorsteinn á bakvakt Þorsteinn Leó Gunnarsson er ekki meðal þessara átján sem voru valdir í dag en hann er á bakvakt með markverðinum Einari Baldvin Baldvinssyni. Þorsteinn er að glíma við meiðsli en er að koma til baka úr þeim. Ef æfingar ganga vel þá mun hann fara út á EM sem nítjándi maður í hópnum. View this post on Instagram A post shared by Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) Þetta eru tímamót fyrir hægri hornastöðu íslenska landsliðsins. Sigvaldi Björn Guðjónsson var búinn að vera með á sjö stórmótum í röð með íslenska landsliðinu eða öllum mótum frá og með HM 2019. Aron Pálmarsson lagði svo skóna á hilluna eftir síðasta tímabil og var því augljóslega ekki í boði fyrir þetta mót. Koma saman 2. janúar Landsliðið kemur saman til æfinga hér á landi 2. janúar næstkomandi. Áður en liðið fer á Evrópumótið mun liðið spila við Slóveníu í undanúrslitum á æfingamóti í París í Frakklandi og mæta svo annaðhvort Frakklandi eða Austurríki í hinum leiknum. Fyrsti leikurinn hjá íslensku strákunum á mótinu er á móti Ítalíu 16. janúar en Ísland er einnig með Póllandi og Ungverjalandi í riðli. EM-hópur Íslands 2026: Markmenn Björgvin Páll Gústavsson, Val Viktor Gísli Hallgrímsson, FC Barcelona Vinstri hornamenn Bjarki Már Elísson, Veszprém Orri Freyr Þorkelsson, Sporting Vinstri skyttur Haukur Þrastarson, Rhein-Neckar Löwen Elvar Örn Jónsson, Magdeburg Leikstjórnendur Gísli Þorgeir Kristjánsson, Magdeburg Janus Daði Smárason, Pick Szeged Andri Már Rúnarsson, Erlangen Hægri skyttur Ómar Ingi Magnússon, Magdeburg Viggó Kristjánsson, Erlangen Kristján Örn Kristjánsson, Skanderborg Hægri hornamann Óðinn Þór Ríkharðsson, Kaddetten Schaffhausen Teitur Örn Einarsson, Gummersbach Línumenn og varnarmenn Arnar Freyr Arnarsson, Melsungen Einar Þorsteinn Ólafsson, Hamburg Elliði Snær Viðarsson, Gummersbach Ýmir Örn Gíslason, Göppingen Á bakvakt Þorsteinn Leó Gunnarsson, Porto Einar Baldvin Baldvinsson, Aftureldingu
EM-hópur Íslands 2026: Markmenn Björgvin Páll Gústavsson, Val Viktor Gísli Hallgrímsson, FC Barcelona Vinstri hornamenn Bjarki Már Elísson, Veszprém Orri Freyr Þorkelsson, Sporting Vinstri skyttur Haukur Þrastarson, Rhein-Neckar Löwen Elvar Örn Jónsson, Magdeburg Leikstjórnendur Gísli Þorgeir Kristjánsson, Magdeburg Janus Daði Smárason, Pick Szeged Andri Már Rúnarsson, Erlangen Hægri skyttur Ómar Ingi Magnússon, Magdeburg Viggó Kristjánsson, Erlangen Kristján Örn Kristjánsson, Skanderborg Hægri hornamann Óðinn Þór Ríkharðsson, Kaddetten Schaffhausen Teitur Örn Einarsson, Gummersbach Línumenn og varnarmenn Arnar Freyr Arnarsson, Melsungen Einar Þorsteinn Ólafsson, Hamburg Elliði Snær Viðarsson, Gummersbach Ýmir Örn Gíslason, Göppingen Á bakvakt Þorsteinn Leó Gunnarsson, Porto Einar Baldvin Baldvinsson, Aftureldingu
Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Sjá meira