Markmiðið er að fara á HM í haust Hjörvar Ólafsson skrifar 24. apríl 2019 11:00 Sindri Hrafn stefnir á að bæta sig um tvo metra á árinu. Fréttablaðið/getty Sindri Hrafn Guðmundsson spjótkastari hefur verið að glíma við eymsli í baki undanfarnar vikur en stefnir á að snúa aftur á kastbrautina um miðjan maí. Þar ætlar hann að kasta á innanskólamóti þar sem hann stefnir að því að komast inn á NCAA-meistaramótið sem er sterkasta spjótkastskeppni bandarísku háskólanna. Sindri Hrafn lenti í þriðja sæti á NCAA í fyrrasumar en mótið er haldið í byrjun júní. Hann segir bakeymslin hafi haldið honum frá því að kasta síðustu vikur en meiðslin séu þó ekki alvarleg og muni ekki verða honum til trafala í sumar og í haust þegar heimsmeistaramótið fer fram. Sindri Hrafn er með það sem langtímamarkmið að ná lágmarki inn á heimsmeistaramótið. Til þess þarf hann að kasta 83 metra en hann á best 80,91 metra. Hann telur raunhæft að kasta yfir 83 metra á þessu ári. „Þessi meiðsli hafa verið að plaga mig og ég ákvað að taka mér hvíld til þess að vera ferskur fyrir NCAA. Ég ætti að eiga auðvelt með að kasta mig inn á það mót og mig langar mjög að gera betur þar en í fyrra. Bakmeiðslin eru bólgumyndun sem hefur gengið til baka og ég stefni á að kasta á innanskólamóti eftir tvær vikur,“ segir Sindri Hrafn í samtali við Fréttablaðið. „Þegar skólanum er lokið og eftir NCAA mun ég koma heim og æfa undir stjórn Einars Vilhjálmssonar og taka þátt í Meistaramóti Íslands og þeim mótum sem eru heima í sumar. Þá er ég að pæla í að taka þátt í móti í Gautaborg. Á þessum mótum er ég með það að markmiði að kasta yfir 83 metra og tryggja mig inn á heimsmeistaramótið sem haldið er næsta haust,“ segir hann enn fremur um framhaldið. „Ég á best 80,91 metra og ég tel það klárlega vel mögulegt að fara yfir 83 metrana á þessu ári. Mitt besta kast kom á síðasta ári og mér finnst ég alveg klárlega eiga nokkra metra inni. Bakið ætti ekki að koma í veg fyrir að ég nái því markmiði að keppa á heimsmeistaramótinu. Nú verð ég bara að æfa vel þegar bakið er komið í lag og halda áfram að bæta mig,“ segir Sindri um væntingar sínar fyrir það sem eftir er árs. Sindri stundar nám og æfir í Utah í Bandaríkjunum en hann á eitt ár eftir af skólanum. Hann segist ekki vera farinn að pæla í því hvað hann gerir eftir það. „Það eru fínar aðstæður hér til þess að æfa og keppa þrátt fyrir að það sé snjóþungt á veturna. Það er orðið hlýtt núna og aðstæður eins og best verður á kosið. Mér líður vel hérna úti og ég hef bætt mig jafnt og þétt meðan á dvöl minni hefur staðið. Ég er ekki farinn að pæla í því hvað ég geri næsta vor enda nægur tími til þess að pæla í því,“ segir hann um framtíðina. Birtist í Fréttablaðinu Frjálsar íþróttir Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti Fleiri fréttir Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Schick stjarnan í sterkum sigri Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Stóru eldarnir hafa áhrif á úrslitakeppni NFL Stórundarleg hegðun O'Sullivans HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Sjá meira
Sindri Hrafn Guðmundsson spjótkastari hefur verið að glíma við eymsli í baki undanfarnar vikur en stefnir á að snúa aftur á kastbrautina um miðjan maí. Þar ætlar hann að kasta á innanskólamóti þar sem hann stefnir að því að komast inn á NCAA-meistaramótið sem er sterkasta spjótkastskeppni bandarísku háskólanna. Sindri Hrafn lenti í þriðja sæti á NCAA í fyrrasumar en mótið er haldið í byrjun júní. Hann segir bakeymslin hafi haldið honum frá því að kasta síðustu vikur en meiðslin séu þó ekki alvarleg og muni ekki verða honum til trafala í sumar og í haust þegar heimsmeistaramótið fer fram. Sindri Hrafn er með það sem langtímamarkmið að ná lágmarki inn á heimsmeistaramótið. Til þess þarf hann að kasta 83 metra en hann á best 80,91 metra. Hann telur raunhæft að kasta yfir 83 metra á þessu ári. „Þessi meiðsli hafa verið að plaga mig og ég ákvað að taka mér hvíld til þess að vera ferskur fyrir NCAA. Ég ætti að eiga auðvelt með að kasta mig inn á það mót og mig langar mjög að gera betur þar en í fyrra. Bakmeiðslin eru bólgumyndun sem hefur gengið til baka og ég stefni á að kasta á innanskólamóti eftir tvær vikur,“ segir Sindri Hrafn í samtali við Fréttablaðið. „Þegar skólanum er lokið og eftir NCAA mun ég koma heim og æfa undir stjórn Einars Vilhjálmssonar og taka þátt í Meistaramóti Íslands og þeim mótum sem eru heima í sumar. Þá er ég að pæla í að taka þátt í móti í Gautaborg. Á þessum mótum er ég með það að markmiði að kasta yfir 83 metra og tryggja mig inn á heimsmeistaramótið sem haldið er næsta haust,“ segir hann enn fremur um framhaldið. „Ég á best 80,91 metra og ég tel það klárlega vel mögulegt að fara yfir 83 metrana á þessu ári. Mitt besta kast kom á síðasta ári og mér finnst ég alveg klárlega eiga nokkra metra inni. Bakið ætti ekki að koma í veg fyrir að ég nái því markmiði að keppa á heimsmeistaramótinu. Nú verð ég bara að æfa vel þegar bakið er komið í lag og halda áfram að bæta mig,“ segir Sindri um væntingar sínar fyrir það sem eftir er árs. Sindri stundar nám og æfir í Utah í Bandaríkjunum en hann á eitt ár eftir af skólanum. Hann segist ekki vera farinn að pæla í því hvað hann gerir eftir það. „Það eru fínar aðstæður hér til þess að æfa og keppa þrátt fyrir að það sé snjóþungt á veturna. Það er orðið hlýtt núna og aðstæður eins og best verður á kosið. Mér líður vel hérna úti og ég hef bætt mig jafnt og þétt meðan á dvöl minni hefur staðið. Ég er ekki farinn að pæla í því hvað ég geri næsta vor enda nægur tími til þess að pæla í því,“ segir hann um framtíðina.
Birtist í Fréttablaðinu Frjálsar íþróttir Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti Fleiri fréttir Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Schick stjarnan í sterkum sigri Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Stóru eldarnir hafa áhrif á úrslitakeppni NFL Stórundarleg hegðun O'Sullivans HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Sjá meira