Markmiðið er að fara á HM í haust Hjörvar Ólafsson skrifar 24. apríl 2019 11:00 Sindri Hrafn stefnir á að bæta sig um tvo metra á árinu. Fréttablaðið/getty Sindri Hrafn Guðmundsson spjótkastari hefur verið að glíma við eymsli í baki undanfarnar vikur en stefnir á að snúa aftur á kastbrautina um miðjan maí. Þar ætlar hann að kasta á innanskólamóti þar sem hann stefnir að því að komast inn á NCAA-meistaramótið sem er sterkasta spjótkastskeppni bandarísku háskólanna. Sindri Hrafn lenti í þriðja sæti á NCAA í fyrrasumar en mótið er haldið í byrjun júní. Hann segir bakeymslin hafi haldið honum frá því að kasta síðustu vikur en meiðslin séu þó ekki alvarleg og muni ekki verða honum til trafala í sumar og í haust þegar heimsmeistaramótið fer fram. Sindri Hrafn er með það sem langtímamarkmið að ná lágmarki inn á heimsmeistaramótið. Til þess þarf hann að kasta 83 metra en hann á best 80,91 metra. Hann telur raunhæft að kasta yfir 83 metra á þessu ári. „Þessi meiðsli hafa verið að plaga mig og ég ákvað að taka mér hvíld til þess að vera ferskur fyrir NCAA. Ég ætti að eiga auðvelt með að kasta mig inn á það mót og mig langar mjög að gera betur þar en í fyrra. Bakmeiðslin eru bólgumyndun sem hefur gengið til baka og ég stefni á að kasta á innanskólamóti eftir tvær vikur,“ segir Sindri Hrafn í samtali við Fréttablaðið. „Þegar skólanum er lokið og eftir NCAA mun ég koma heim og æfa undir stjórn Einars Vilhjálmssonar og taka þátt í Meistaramóti Íslands og þeim mótum sem eru heima í sumar. Þá er ég að pæla í að taka þátt í móti í Gautaborg. Á þessum mótum er ég með það að markmiði að kasta yfir 83 metra og tryggja mig inn á heimsmeistaramótið sem haldið er næsta haust,“ segir hann enn fremur um framhaldið. „Ég á best 80,91 metra og ég tel það klárlega vel mögulegt að fara yfir 83 metrana á þessu ári. Mitt besta kast kom á síðasta ári og mér finnst ég alveg klárlega eiga nokkra metra inni. Bakið ætti ekki að koma í veg fyrir að ég nái því markmiði að keppa á heimsmeistaramótinu. Nú verð ég bara að æfa vel þegar bakið er komið í lag og halda áfram að bæta mig,“ segir Sindri um væntingar sínar fyrir það sem eftir er árs. Sindri stundar nám og æfir í Utah í Bandaríkjunum en hann á eitt ár eftir af skólanum. Hann segist ekki vera farinn að pæla í því hvað hann gerir eftir það. „Það eru fínar aðstæður hér til þess að æfa og keppa þrátt fyrir að það sé snjóþungt á veturna. Það er orðið hlýtt núna og aðstæður eins og best verður á kosið. Mér líður vel hérna úti og ég hef bætt mig jafnt og þétt meðan á dvöl minni hefur staðið. Ég er ekki farinn að pæla í því hvað ég geri næsta vor enda nægur tími til þess að pæla í því,“ segir hann um framtíðina. Birtist í Fréttablaðinu Frjálsar íþróttir Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sport „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leeds - Tottenham | Hvað gera lærisveinar Frank á Elland Road? Upplifðu sigurstund Blika í návígi Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Diljá lagði upp í níu marka sigri Martin með nítján stig í fyrsta leik Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Börnin mikilvægari en NFL Bjóða upp á Frank Booker-árskort Sjá meira
Sindri Hrafn Guðmundsson spjótkastari hefur verið að glíma við eymsli í baki undanfarnar vikur en stefnir á að snúa aftur á kastbrautina um miðjan maí. Þar ætlar hann að kasta á innanskólamóti þar sem hann stefnir að því að komast inn á NCAA-meistaramótið sem er sterkasta spjótkastskeppni bandarísku háskólanna. Sindri Hrafn lenti í þriðja sæti á NCAA í fyrrasumar en mótið er haldið í byrjun júní. Hann segir bakeymslin hafi haldið honum frá því að kasta síðustu vikur en meiðslin séu þó ekki alvarleg og muni ekki verða honum til trafala í sumar og í haust þegar heimsmeistaramótið fer fram. Sindri Hrafn er með það sem langtímamarkmið að ná lágmarki inn á heimsmeistaramótið. Til þess þarf hann að kasta 83 metra en hann á best 80,91 metra. Hann telur raunhæft að kasta yfir 83 metra á þessu ári. „Þessi meiðsli hafa verið að plaga mig og ég ákvað að taka mér hvíld til þess að vera ferskur fyrir NCAA. Ég ætti að eiga auðvelt með að kasta mig inn á það mót og mig langar mjög að gera betur þar en í fyrra. Bakmeiðslin eru bólgumyndun sem hefur gengið til baka og ég stefni á að kasta á innanskólamóti eftir tvær vikur,“ segir Sindri Hrafn í samtali við Fréttablaðið. „Þegar skólanum er lokið og eftir NCAA mun ég koma heim og æfa undir stjórn Einars Vilhjálmssonar og taka þátt í Meistaramóti Íslands og þeim mótum sem eru heima í sumar. Þá er ég að pæla í að taka þátt í móti í Gautaborg. Á þessum mótum er ég með það að markmiði að kasta yfir 83 metra og tryggja mig inn á heimsmeistaramótið sem haldið er næsta haust,“ segir hann enn fremur um framhaldið. „Ég á best 80,91 metra og ég tel það klárlega vel mögulegt að fara yfir 83 metrana á þessu ári. Mitt besta kast kom á síðasta ári og mér finnst ég alveg klárlega eiga nokkra metra inni. Bakið ætti ekki að koma í veg fyrir að ég nái því markmiði að keppa á heimsmeistaramótinu. Nú verð ég bara að æfa vel þegar bakið er komið í lag og halda áfram að bæta mig,“ segir Sindri um væntingar sínar fyrir það sem eftir er árs. Sindri stundar nám og æfir í Utah í Bandaríkjunum en hann á eitt ár eftir af skólanum. Hann segist ekki vera farinn að pæla í því hvað hann gerir eftir það. „Það eru fínar aðstæður hér til þess að æfa og keppa þrátt fyrir að það sé snjóþungt á veturna. Það er orðið hlýtt núna og aðstæður eins og best verður á kosið. Mér líður vel hérna úti og ég hef bætt mig jafnt og þétt meðan á dvöl minni hefur staðið. Ég er ekki farinn að pæla í því hvað ég geri næsta vor enda nægur tími til þess að pæla í því,“ segir hann um framtíðina.
Birtist í Fréttablaðinu Frjálsar íþróttir Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sport „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leeds - Tottenham | Hvað gera lærisveinar Frank á Elland Road? Upplifðu sigurstund Blika í návígi Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Diljá lagði upp í níu marka sigri Martin með nítján stig í fyrsta leik Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Börnin mikilvægari en NFL Bjóða upp á Frank Booker-árskort Sjá meira