Segja símalausa skóla hafa góð áhrif á samskiptin og minnka skjátímann verulega Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 11. apríl 2019 20:00 þrjátíu þúsund seglum með upplýsingum um æskilegan skjátíma var dreift til fulltrúa allra leik- og grunnskólabarna í Reykjavík í dag.Verkefnið er að frumkvæði foreldrafélaga í Breiðholti og segir formaður foreldrafélags Breiðholtsskóla þetta með stærri verkefnum sem foreldrafélög á landinu hafa ráðist í. Hugmyndin kviknaði hjá foreldrafélögum í Breiðholti og skólastjórnendum fyrir um þremur árum síðan. Í upphafi var fenginn styrkur til að útbúa segla fyrir börn í Breiðholti en verkefnið vatt svo upp á sig. „Tilgangurinn er fyrst og fremst að skapa vitund og umræður innan heimilanna um skjái og hvernig þeir hafa áhrif á líf okkar á allan máta og hversu langan tíma hver og einn er að nota skjáinn,“ segir Anna Sif Jónsdóttir, formaður foreldrafélags Breiðholtsskóla. Hún segir að fólk þurfi að spyrja sig spurninga á borð við; Erum við að nota skjátímann til góðs? Erum við að gera uppbyggilega hluti? Erum við bara að nota hann til að drepa tímann eða ættum við kannski að minnka einhverja skjáhegðun? Fyrirmyndin var segull sem borist hefur inn á heimili landsmanna í nokkur ár um útisvistartímann. Hún segir að með tilkomu hans hafi umræðan um útvistartímann auðveldari á mörgum heimilum og vonin sé að skjátíma segullinn hafi sömu áhrif.Tveir símalausir skólar í Breiðholti Fyrstu seglarnir voru afhentir við hátíðlega athöfn í Ráðhúsinu. Einnig voru flutt erindi þar sem krakkar ræddu hvaða áhrif það hafi á skólabraginn að gera skólann símalausan en tveir skólar í Breiðholti hafa tekið slíka ákvörðun. Öldutúnsskóli hefur verið símalaus síðan í lok mars og Hólabrekkuskóli stefnir á símaleysi fyrsta daginn eftir páskafrí. Kjartan Helgi Guðmundsson, nemandi í Ölduselsskóla, segir þetta vera dálítið miklar breytingu. „Maður flýr alltaf beint í símann þegar maður sest niður eða ætlar að gera eitthvað í skólanum. Núna þarf maður bara að byrja að tala við alla og kynnast öllum betur. Spila eða gera eitthvað allt annað. Svo þetta breytist svolítið og tekur tíma að venjast,“ segir hann. Glódís Björt Ólafardóttir Imsland, nemi í 9. Bekk Ölduselsskóla, tekur í sama streng. „Mér finnst þetta hafa verið mjög gott. Vegna þess aðáður en símalausi skólinn kom þá voru allir í símanum. Við löbbuðum inn á morgnana og þá voru bara allir í símanum að bíða. Það var ógeðslega leiðinlegt. Svo mér finnst þetta bara mjög gott,“ segir hún.Haldið þið að þetta breyti einhverju varðandi skjátíma ykkar?„Já maður minnkar þetta ósjálfráða að fara alltaf beint í símann þegar maður gerir það ekki í skólanum. Svo þegar þú ferð heim þá ferðþú ekki bara beint í símann eins og þú gerðir,“ segir Kjartan og Sveinbjörn Skúli Ólafsson, formaður nemendaráðs í Hólabrekkuskóla tekur undir það. „þetta mun að sjálfsögðu breyta skjátímanum mínum. Þetta verður allt öðruvísi og mikið minni skjátími. Af því maður er alltaf í frímínútum í símanum og stundum að laumast í símann í tímanum. Maður á náttúrulega að sjálfsögðu ekki að gera það,“ segir Sveinbjörn og hlær en bætir við aðþetta sé bara orðin ósjálfráð hreyfing að taka upp símann og kíkja. Hann segist spenntur fyrir komandi símaleysi í skólanum og að almennt taki nemendur vel íþessa hugmynd. Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
þrjátíu þúsund seglum með upplýsingum um æskilegan skjátíma var dreift til fulltrúa allra leik- og grunnskólabarna í Reykjavík í dag.Verkefnið er að frumkvæði foreldrafélaga í Breiðholti og segir formaður foreldrafélags Breiðholtsskóla þetta með stærri verkefnum sem foreldrafélög á landinu hafa ráðist í. Hugmyndin kviknaði hjá foreldrafélögum í Breiðholti og skólastjórnendum fyrir um þremur árum síðan. Í upphafi var fenginn styrkur til að útbúa segla fyrir börn í Breiðholti en verkefnið vatt svo upp á sig. „Tilgangurinn er fyrst og fremst að skapa vitund og umræður innan heimilanna um skjái og hvernig þeir hafa áhrif á líf okkar á allan máta og hversu langan tíma hver og einn er að nota skjáinn,“ segir Anna Sif Jónsdóttir, formaður foreldrafélags Breiðholtsskóla. Hún segir að fólk þurfi að spyrja sig spurninga á borð við; Erum við að nota skjátímann til góðs? Erum við að gera uppbyggilega hluti? Erum við bara að nota hann til að drepa tímann eða ættum við kannski að minnka einhverja skjáhegðun? Fyrirmyndin var segull sem borist hefur inn á heimili landsmanna í nokkur ár um útisvistartímann. Hún segir að með tilkomu hans hafi umræðan um útvistartímann auðveldari á mörgum heimilum og vonin sé að skjátíma segullinn hafi sömu áhrif.Tveir símalausir skólar í Breiðholti Fyrstu seglarnir voru afhentir við hátíðlega athöfn í Ráðhúsinu. Einnig voru flutt erindi þar sem krakkar ræddu hvaða áhrif það hafi á skólabraginn að gera skólann símalausan en tveir skólar í Breiðholti hafa tekið slíka ákvörðun. Öldutúnsskóli hefur verið símalaus síðan í lok mars og Hólabrekkuskóli stefnir á símaleysi fyrsta daginn eftir páskafrí. Kjartan Helgi Guðmundsson, nemandi í Ölduselsskóla, segir þetta vera dálítið miklar breytingu. „Maður flýr alltaf beint í símann þegar maður sest niður eða ætlar að gera eitthvað í skólanum. Núna þarf maður bara að byrja að tala við alla og kynnast öllum betur. Spila eða gera eitthvað allt annað. Svo þetta breytist svolítið og tekur tíma að venjast,“ segir hann. Glódís Björt Ólafardóttir Imsland, nemi í 9. Bekk Ölduselsskóla, tekur í sama streng. „Mér finnst þetta hafa verið mjög gott. Vegna þess aðáður en símalausi skólinn kom þá voru allir í símanum. Við löbbuðum inn á morgnana og þá voru bara allir í símanum að bíða. Það var ógeðslega leiðinlegt. Svo mér finnst þetta bara mjög gott,“ segir hún.Haldið þið að þetta breyti einhverju varðandi skjátíma ykkar?„Já maður minnkar þetta ósjálfráða að fara alltaf beint í símann þegar maður gerir það ekki í skólanum. Svo þegar þú ferð heim þá ferðþú ekki bara beint í símann eins og þú gerðir,“ segir Kjartan og Sveinbjörn Skúli Ólafsson, formaður nemendaráðs í Hólabrekkuskóla tekur undir það. „þetta mun að sjálfsögðu breyta skjátímanum mínum. Þetta verður allt öðruvísi og mikið minni skjátími. Af því maður er alltaf í frímínútum í símanum og stundum að laumast í símann í tímanum. Maður á náttúrulega að sjálfsögðu ekki að gera það,“ segir Sveinbjörn og hlær en bætir við aðþetta sé bara orðin ósjálfráð hreyfing að taka upp símann og kíkja. Hann segist spenntur fyrir komandi símaleysi í skólanum og að almennt taki nemendur vel íþessa hugmynd.
Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira