Körfubolti

Darri Freyr: Setti göngumet í skákherberginu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Darri á hliðarlínunni fyrr í vetur.
Darri á hliðarlínunni fyrr í vetur. vísir/bára
Darri Freyr Atlason þjálfari Vals var hæstánægður með sigur Vals á KR en hann gat ekki stýrt liðinu vegna þess að hann var í banni.

„Ég er ekki stressaður að eðlisfari en ég setti göngumet hérna uppí skákherbergi á meðan þessi leikur var í gangi og ég þakka auðvitað Finni fyrir að hlaupa í skarðið og það er ekki amalegt að eiga vin sem getur hjálpað svona.”

Hann viðurkenndi það að það hafi verið mjög erfitt að horfa á leikinn.

„Það var ógeðslega erfitt að horfa á leikinn. Þetta var bara hræðileg pynting.”

Hann sagði að breyting á varnarleiknum líklega gert útslagið í leiknum í dag.

„Við gerðum smá breytingu á varnarleiknum okkar og mér fannst það ganga ágætlega en síðan var þetta bara svona ekta úrslitakeppnisleikur þar sem þetta snerist um að vera aðeins sterkari í toppstykkinu.”

„Auðvitað var það líka hræðilegt að Orla gat ekki klárað leikinn fyrir KR.”

En hann gat ekki sagt til um það hvort að það hafi verið það sem skildi að þegar uppi var staðið.

„Það er náttúrulega ómögulegt að segja til um það, Kiönu gekk auðvitað mjög vel að taka leikinn yfir en að sjálfsögðu söknuðu þær hennar en við erum bara mjög kát með að hafa náð að klára þetta og bíðum spennt eftir næstu áskorun.”

Darri sagði að lokum að liðið sé ekki með neina óskamótherja í úrslitunum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×