Sterk má sú klíka vera og mikil sú spilling, sem leyfir slíkt Ole Anton Bieltvedt skrifar 19. apríl 2019 15:12 Ég skrifaði grein á Vísi á dögunum um fásinnuna, sem ríkir um ákvörðun sjávarútvegsráðherra, og þá um leið forsætisráðherra og ríkisstjórnarinnar allrar, hvað varðar nýja heimild til hvalveiða; slátra á allt að 2.135 dýrum, mörgum með þeim hörmulegu limlestingum og kvalræði, sem þekktar eru, á næstu fimm árum. Einhver mesta hvalaslátrun, sem sögur fara af í marga áratugi. Fullgengnir kálfar sprengdir, tættir eða kæfðir með. Og, eins og ég kom inn á, veiðir engir önnur þjóð veraldar langreyðina, næst stærsta spendýr jarðar. Fyrir 100 árum voru um 1 milljón slík dýr í heimshöfunum, nú er búið að slátra um 90% þeirra. Fullyrðingar um át langreyða á nytjafiskum og afrán, eru hrein firra; þetta eru skíðishvalir, sem lifa á svifi og gefa – eins og áratuga vísindarannsóknir sýna og sanna – lífríkinu meira, en þeir taka. Í nefndri grein fáraðist ég yfir því, að – sé heiftarlegt dýraníð lagt til hliðar, í bili – þá vantaði allar rannsóknir, sem sýndu, hvaða áhrif þessar veiðar hefðu á þýðingarmestu atvinnugreinar okkar; ferðaþjónustuna og útflutning á sjávarafurðum.Eins og menn vita, stendur ferðaþjónusta og sjávarútvegur, til samans, undir um/yfir 70% af öllum okkar gjaldeyristekjum, meðan hvalveiðar ná ekki einu sinni 0,1%. Ég skoraði einkum á ferðamálaráðherra, en auðvitað líka á sjávarútvegsráðherra, umhverfisráðherra og utanríkisráðherra – vitaskuld varðar þetta forsætisráðherra Vinstri grænna ríkulega líka, en hún var, eins og kunnugt er, á móti hvalveiðum, þar til hún komst í forsætisráðherrastól -, að láta kanna erlendis, hvaða áhrif nýjar, stórfelldar hvalveiðar myndu hafa á ferðaþjónustuna og útflutning sjávarafurða. Líka auðvitað á merkið okkar allra; ÍSLAND. Lengst af hafa allir þessir ráðherrar, nema umhverfisráðherra, haldið því fram - og það er fullyrt í skýrslu Háskóla Íslands um hvalveiðar, frá í janúar sl. - að hvalveiðar hefðu engin sýnileg eða kunn neikvæð áhrif á þau fjöregg þjóðarinnar, sem ferðaþjónusta og sjávarútvegur eru.Fyrir tilviljun komst undirritaður að því, að hér hafa ráðherrar og ríkisstjórn beitt landsmenn alvarlegum blekkingum og farið með rangt mál. Í mínum augum er þetta stóralvarlegt mál, sem í öllum siðmenntuðum þjóðfélögum, þar sem ég þekki til, hefði átt að kosta - alla vega forsætisráðherra og sjávarútvegsráðherra - stólinn, reyndar alla ríkisstjórnin; svo alvarlega hefur hér verið brotið á almennings- og þjóðarhagsmunum. Í Bandaríkjunum hefur farið fram árleg könnun á vegum Íslandsstofu og/eða utanríkisráðuneytisins á afstöðu Bandaríkjamanna til hvalveiða frá því 2004. Er þetta verkefni kallað „Iceland Naturally“.Skv. þessari könnun, sem undirrituðum tókst að slíta út úr utanríkisráðuneytinu, eftir eftirgangsmuni (væntanlega á grundvelli upplýsingalaga), telja 63% Bandaríkjamanna, að hvalir séu í útrýmingarhættu og 49% - helmingur þjóðarinnar -, segjast ekki munu kaupa afurðir eða vörur frá þjóð, sem leyfir hvalveiðar. Þetta hlutfall hefur farið hækkandi ár frá ári.Það er ljóst, að þessi afstaða muni ekki síður gilda um ferðalög til landa, sem leyfa hvalveiðar. Sams konar könnun hefur verið gerð í Kanada frá 2008, en þar telja 66% landsmann, að hvalir séu í útrýmingarhættu og 45% Kanadabúa segjast munu sneiða hjá vörum frá þjóð, sem veiðir hvali. Stjórnvöld hafa ekki framkvæmt samskonar kannanir í Evrópu, svo vitað sé, jafn vítaverð vanræksla og það er, en mat undirritaðs er, að þar sé andstaða við hvalveiðar og andúð gegn hvalveiðiþjóð og vöru- og ferðaþjónustutilboði hennar enn hærri. Útflutningsverðmæti ferðaþjónustu og sjávarafurða nema um eða yfir 700 milljörðum króna á áru. Ef þó ekki nema 15% Bandaríkjamanna og Evrópubúa, myndu sniðganga Ísland og Íslendinga vegna hvalveiða, næmi tjónið fyrir landsmenn yfir 100 milljörðum á ári. Útflutningstekjur af hvalveiðum, nema um 1 milljarði á ári.Sterk má sú klíka vera og mikil má sú spilling, sem leyfir slíkt!!! Auðvitað hafði sjávarútvegsráðherra, forsætisráðherra og ríkisstjórnin öll fullan aðgang að þessum upplýsingum, en í stað þess að birta þær og hafa þær að leiðarljósi við ákvörðun um hvalveiðar, voru upplýsingarnar ekki birtar – þær í raun faldar fyrir almenningi – og ákvörðun tekin um að heimila stórfelldar nýjar hvalveiðar, til langs tíma, þvert á hagsmuni langstærstu atvinnugreina landsins og þar með þvert á hagsmuni allra Íslendinga.Svei þér Kristján Þór, svei þér Katrín; gagnvart ykkur – reyndar gagnvart allri ríkisstjórninni - getur ekki nema eitt boð gilt: Takið staf ykkar og hatt og komið ykkur á brott. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Tengdar fréttir „Lítill, ljótur og villimannslegur skítabissness“ Engin önnur þjóð veiðir langreyði (stórhveli). Við erum einasta þjóð veraldar, sem drepur þennan friðsama risa úthafanna; næststærsta spendýr jarðar. 15. apríl 2019 11:30 Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég skrifaði grein á Vísi á dögunum um fásinnuna, sem ríkir um ákvörðun sjávarútvegsráðherra, og þá um leið forsætisráðherra og ríkisstjórnarinnar allrar, hvað varðar nýja heimild til hvalveiða; slátra á allt að 2.135 dýrum, mörgum með þeim hörmulegu limlestingum og kvalræði, sem þekktar eru, á næstu fimm árum. Einhver mesta hvalaslátrun, sem sögur fara af í marga áratugi. Fullgengnir kálfar sprengdir, tættir eða kæfðir með. Og, eins og ég kom inn á, veiðir engir önnur þjóð veraldar langreyðina, næst stærsta spendýr jarðar. Fyrir 100 árum voru um 1 milljón slík dýr í heimshöfunum, nú er búið að slátra um 90% þeirra. Fullyrðingar um át langreyða á nytjafiskum og afrán, eru hrein firra; þetta eru skíðishvalir, sem lifa á svifi og gefa – eins og áratuga vísindarannsóknir sýna og sanna – lífríkinu meira, en þeir taka. Í nefndri grein fáraðist ég yfir því, að – sé heiftarlegt dýraníð lagt til hliðar, í bili – þá vantaði allar rannsóknir, sem sýndu, hvaða áhrif þessar veiðar hefðu á þýðingarmestu atvinnugreinar okkar; ferðaþjónustuna og útflutning á sjávarafurðum.Eins og menn vita, stendur ferðaþjónusta og sjávarútvegur, til samans, undir um/yfir 70% af öllum okkar gjaldeyristekjum, meðan hvalveiðar ná ekki einu sinni 0,1%. Ég skoraði einkum á ferðamálaráðherra, en auðvitað líka á sjávarútvegsráðherra, umhverfisráðherra og utanríkisráðherra – vitaskuld varðar þetta forsætisráðherra Vinstri grænna ríkulega líka, en hún var, eins og kunnugt er, á móti hvalveiðum, þar til hún komst í forsætisráðherrastól -, að láta kanna erlendis, hvaða áhrif nýjar, stórfelldar hvalveiðar myndu hafa á ferðaþjónustuna og útflutning sjávarafurða. Líka auðvitað á merkið okkar allra; ÍSLAND. Lengst af hafa allir þessir ráðherrar, nema umhverfisráðherra, haldið því fram - og það er fullyrt í skýrslu Háskóla Íslands um hvalveiðar, frá í janúar sl. - að hvalveiðar hefðu engin sýnileg eða kunn neikvæð áhrif á þau fjöregg þjóðarinnar, sem ferðaþjónusta og sjávarútvegur eru.Fyrir tilviljun komst undirritaður að því, að hér hafa ráðherrar og ríkisstjórn beitt landsmenn alvarlegum blekkingum og farið með rangt mál. Í mínum augum er þetta stóralvarlegt mál, sem í öllum siðmenntuðum þjóðfélögum, þar sem ég þekki til, hefði átt að kosta - alla vega forsætisráðherra og sjávarútvegsráðherra - stólinn, reyndar alla ríkisstjórnin; svo alvarlega hefur hér verið brotið á almennings- og þjóðarhagsmunum. Í Bandaríkjunum hefur farið fram árleg könnun á vegum Íslandsstofu og/eða utanríkisráðuneytisins á afstöðu Bandaríkjamanna til hvalveiða frá því 2004. Er þetta verkefni kallað „Iceland Naturally“.Skv. þessari könnun, sem undirrituðum tókst að slíta út úr utanríkisráðuneytinu, eftir eftirgangsmuni (væntanlega á grundvelli upplýsingalaga), telja 63% Bandaríkjamanna, að hvalir séu í útrýmingarhættu og 49% - helmingur þjóðarinnar -, segjast ekki munu kaupa afurðir eða vörur frá þjóð, sem leyfir hvalveiðar. Þetta hlutfall hefur farið hækkandi ár frá ári.Það er ljóst, að þessi afstaða muni ekki síður gilda um ferðalög til landa, sem leyfa hvalveiðar. Sams konar könnun hefur verið gerð í Kanada frá 2008, en þar telja 66% landsmann, að hvalir séu í útrýmingarhættu og 45% Kanadabúa segjast munu sneiða hjá vörum frá þjóð, sem veiðir hvali. Stjórnvöld hafa ekki framkvæmt samskonar kannanir í Evrópu, svo vitað sé, jafn vítaverð vanræksla og það er, en mat undirritaðs er, að þar sé andstaða við hvalveiðar og andúð gegn hvalveiðiþjóð og vöru- og ferðaþjónustutilboði hennar enn hærri. Útflutningsverðmæti ferðaþjónustu og sjávarafurða nema um eða yfir 700 milljörðum króna á áru. Ef þó ekki nema 15% Bandaríkjamanna og Evrópubúa, myndu sniðganga Ísland og Íslendinga vegna hvalveiða, næmi tjónið fyrir landsmenn yfir 100 milljörðum á ári. Útflutningstekjur af hvalveiðum, nema um 1 milljarði á ári.Sterk má sú klíka vera og mikil má sú spilling, sem leyfir slíkt!!! Auðvitað hafði sjávarútvegsráðherra, forsætisráðherra og ríkisstjórnin öll fullan aðgang að þessum upplýsingum, en í stað þess að birta þær og hafa þær að leiðarljósi við ákvörðun um hvalveiðar, voru upplýsingarnar ekki birtar – þær í raun faldar fyrir almenningi – og ákvörðun tekin um að heimila stórfelldar nýjar hvalveiðar, til langs tíma, þvert á hagsmuni langstærstu atvinnugreina landsins og þar með þvert á hagsmuni allra Íslendinga.Svei þér Kristján Þór, svei þér Katrín; gagnvart ykkur – reyndar gagnvart allri ríkisstjórninni - getur ekki nema eitt boð gilt: Takið staf ykkar og hatt og komið ykkur á brott.
„Lítill, ljótur og villimannslegur skítabissness“ Engin önnur þjóð veiðir langreyði (stórhveli). Við erum einasta þjóð veraldar, sem drepur þennan friðsama risa úthafanna; næststærsta spendýr jarðar. 15. apríl 2019 11:30
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun