Ferskir erlendir vindar Agnar Tómas Möller skrifar 3. apríl 2019 07:00 Í árslok 2018 er óhætt að segja að nokkur svartsýni hafi ríkt í íslensku efnahagslífi. Óvissa var um framtíð WOW air, samdráttur fyrirsjáanlegur í ferðaþjónustunni og engin leið var að sjá skynsamlega lendingu með kjarasamninga þar sem átök hörðnuðu dag frá degi á vinnumarkaði. Allir þessir þættir leiddu til lækkunar krónunnar, ótta við vaxandi verðbólgu og væntinga um að vextir myndu hækka verulega á árinu 2019. Á sama tíma kvað hins vegar við annan tón í bréfi sem fjárfestingastjóri BlueBay, eins stærsta sérhæfða skuldabréfastýringarfyrirtækis Evrópu, sendi til viðskiptavina sinna. Í bréfinu var því spáð að samfara afléttingu innflæðishafta á Íslandi, myndu vextir til skemmri og lengri tíma lækka og krónan styrkjast, og því væru íslensk skuldabréf sérlega áhugaverð. Í byrjun mars þessa árs hafði sjóður í stýringu umrædds fyrirtækis hafið fjárfestingar á Íslandi, og tók þá fjárfestingarstjórinn enn dýpra í árinni í nýju bréfi til sinna viðskiptavina – þar sem því var haldið fram að Ísland hefði bæði viðvarandi fjárlaga- og viðskiptaafgang og verulega jákvæða eignastöðu, lánshæfi Íslands myndi hækka, verðbólga fara aftur í átt að markmiði á árinu, stýrivextir lækka sem og langtíma vextir. Þótt krónan hafi ekki styrkst á þessu áru hefur hún aftur á móti staðist dómsdagsspár vegna falls WOW air og vel það. Langtímavextir hafa lækkað um 1,2% á árinu og verðbólga hjaðnað. Það sem kannski mestu skiptir er að langtíma verðbólguálag á skuldabréfamarkaði hefur lækkað verulega, úr 4,0% í upphafi árs í 3,0% þegar þetta er skrifað. Mjög óalgengt er að samband langtíma verðbólguvæntinga og krónunnar sé með þeim hætti. Ýmsir kraftar hafa verið að verki sem ekki hafa allir hlotið mikla athygli. Á árunum 2014 til 2017 safnaði Seðlabanki Íslands umtalsverðum óskuldsettum gjaldeyrisforða og bjó þannig þjóðarbúið vel undir ófyrirséð áföll sem nú hafa skollið á af fullum þunga í ferðaþjónustunni. Seðlabankinn getur því komið í veg fyrir sveiflur á gengi krónunnar með inngripum, það styrkir verðbólguvæntingar á skuldabréfamarkaði sem er mikilvægasti þátturinn í leiðinni að lægra vaxtastigi. Hin er sú breyting á íslensku efnahagslífi að samkeppni við útlönd í verslun og þjónustu, ásamt tækniframförum og sjálfvirknivæðingu, leiðir til að launahækkanir skila sér ekki jafn auðveldlega í hærra vöruverði eins og áður. Til að mæta ósjálfbærum launahækkunum munu því íslensk fyrirtæki hagræða með fækkun starfsfólks líkt og þau hafa gert síðustu misserin. Þau sem eiga þess ekki kost verða einfaldlega undir í samkeppninni. Spyrja má að lokum af hverju hinn erlendi fjárfestir hafði svo rétt fyrir sér á sama tíma og flestir greinendur og líklega mikill meirihluti fjárfesta (lesið út frá verðlagningu markaða) var mun svartsýnni? Líklega sýnir þetta dæmi hve mikilvæg skoðanaskipti við umheiminn geta verið – erlendir fjárfestar sem hafa áhuga á fjárfestingum í íslenskum skuldabréfum eru ekki almennt „illir vogunarsjóðir“ heldur frekar langtímafjárfestar sem eru tilbúnir að hafa langtímaskoðun á íslensku hagkerfi og láta hina heimatilbúnu svartsýni sig minna varða.Höfundur er framkvæmdastjóri sjóða hjá GAMMA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Agnar Tómas Möller Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Sjá meira
Í árslok 2018 er óhætt að segja að nokkur svartsýni hafi ríkt í íslensku efnahagslífi. Óvissa var um framtíð WOW air, samdráttur fyrirsjáanlegur í ferðaþjónustunni og engin leið var að sjá skynsamlega lendingu með kjarasamninga þar sem átök hörðnuðu dag frá degi á vinnumarkaði. Allir þessir þættir leiddu til lækkunar krónunnar, ótta við vaxandi verðbólgu og væntinga um að vextir myndu hækka verulega á árinu 2019. Á sama tíma kvað hins vegar við annan tón í bréfi sem fjárfestingastjóri BlueBay, eins stærsta sérhæfða skuldabréfastýringarfyrirtækis Evrópu, sendi til viðskiptavina sinna. Í bréfinu var því spáð að samfara afléttingu innflæðishafta á Íslandi, myndu vextir til skemmri og lengri tíma lækka og krónan styrkjast, og því væru íslensk skuldabréf sérlega áhugaverð. Í byrjun mars þessa árs hafði sjóður í stýringu umrædds fyrirtækis hafið fjárfestingar á Íslandi, og tók þá fjárfestingarstjórinn enn dýpra í árinni í nýju bréfi til sinna viðskiptavina – þar sem því var haldið fram að Ísland hefði bæði viðvarandi fjárlaga- og viðskiptaafgang og verulega jákvæða eignastöðu, lánshæfi Íslands myndi hækka, verðbólga fara aftur í átt að markmiði á árinu, stýrivextir lækka sem og langtíma vextir. Þótt krónan hafi ekki styrkst á þessu áru hefur hún aftur á móti staðist dómsdagsspár vegna falls WOW air og vel það. Langtímavextir hafa lækkað um 1,2% á árinu og verðbólga hjaðnað. Það sem kannski mestu skiptir er að langtíma verðbólguálag á skuldabréfamarkaði hefur lækkað verulega, úr 4,0% í upphafi árs í 3,0% þegar þetta er skrifað. Mjög óalgengt er að samband langtíma verðbólguvæntinga og krónunnar sé með þeim hætti. Ýmsir kraftar hafa verið að verki sem ekki hafa allir hlotið mikla athygli. Á árunum 2014 til 2017 safnaði Seðlabanki Íslands umtalsverðum óskuldsettum gjaldeyrisforða og bjó þannig þjóðarbúið vel undir ófyrirséð áföll sem nú hafa skollið á af fullum þunga í ferðaþjónustunni. Seðlabankinn getur því komið í veg fyrir sveiflur á gengi krónunnar með inngripum, það styrkir verðbólguvæntingar á skuldabréfamarkaði sem er mikilvægasti þátturinn í leiðinni að lægra vaxtastigi. Hin er sú breyting á íslensku efnahagslífi að samkeppni við útlönd í verslun og þjónustu, ásamt tækniframförum og sjálfvirknivæðingu, leiðir til að launahækkanir skila sér ekki jafn auðveldlega í hærra vöruverði eins og áður. Til að mæta ósjálfbærum launahækkunum munu því íslensk fyrirtæki hagræða með fækkun starfsfólks líkt og þau hafa gert síðustu misserin. Þau sem eiga þess ekki kost verða einfaldlega undir í samkeppninni. Spyrja má að lokum af hverju hinn erlendi fjárfestir hafði svo rétt fyrir sér á sama tíma og flestir greinendur og líklega mikill meirihluti fjárfesta (lesið út frá verðlagningu markaða) var mun svartsýnni? Líklega sýnir þetta dæmi hve mikilvæg skoðanaskipti við umheiminn geta verið – erlendir fjárfestar sem hafa áhuga á fjárfestingum í íslenskum skuldabréfum eru ekki almennt „illir vogunarsjóðir“ heldur frekar langtímafjárfestar sem eru tilbúnir að hafa langtímaskoðun á íslensku hagkerfi og láta hina heimatilbúnu svartsýni sig minna varða.Höfundur er framkvæmdastjóri sjóða hjá GAMMA.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun