Ferskir erlendir vindar Agnar Tómas Möller skrifar 3. apríl 2019 07:00 Í árslok 2018 er óhætt að segja að nokkur svartsýni hafi ríkt í íslensku efnahagslífi. Óvissa var um framtíð WOW air, samdráttur fyrirsjáanlegur í ferðaþjónustunni og engin leið var að sjá skynsamlega lendingu með kjarasamninga þar sem átök hörðnuðu dag frá degi á vinnumarkaði. Allir þessir þættir leiddu til lækkunar krónunnar, ótta við vaxandi verðbólgu og væntinga um að vextir myndu hækka verulega á árinu 2019. Á sama tíma kvað hins vegar við annan tón í bréfi sem fjárfestingastjóri BlueBay, eins stærsta sérhæfða skuldabréfastýringarfyrirtækis Evrópu, sendi til viðskiptavina sinna. Í bréfinu var því spáð að samfara afléttingu innflæðishafta á Íslandi, myndu vextir til skemmri og lengri tíma lækka og krónan styrkjast, og því væru íslensk skuldabréf sérlega áhugaverð. Í byrjun mars þessa árs hafði sjóður í stýringu umrædds fyrirtækis hafið fjárfestingar á Íslandi, og tók þá fjárfestingarstjórinn enn dýpra í árinni í nýju bréfi til sinna viðskiptavina – þar sem því var haldið fram að Ísland hefði bæði viðvarandi fjárlaga- og viðskiptaafgang og verulega jákvæða eignastöðu, lánshæfi Íslands myndi hækka, verðbólga fara aftur í átt að markmiði á árinu, stýrivextir lækka sem og langtíma vextir. Þótt krónan hafi ekki styrkst á þessu áru hefur hún aftur á móti staðist dómsdagsspár vegna falls WOW air og vel það. Langtímavextir hafa lækkað um 1,2% á árinu og verðbólga hjaðnað. Það sem kannski mestu skiptir er að langtíma verðbólguálag á skuldabréfamarkaði hefur lækkað verulega, úr 4,0% í upphafi árs í 3,0% þegar þetta er skrifað. Mjög óalgengt er að samband langtíma verðbólguvæntinga og krónunnar sé með þeim hætti. Ýmsir kraftar hafa verið að verki sem ekki hafa allir hlotið mikla athygli. Á árunum 2014 til 2017 safnaði Seðlabanki Íslands umtalsverðum óskuldsettum gjaldeyrisforða og bjó þannig þjóðarbúið vel undir ófyrirséð áföll sem nú hafa skollið á af fullum þunga í ferðaþjónustunni. Seðlabankinn getur því komið í veg fyrir sveiflur á gengi krónunnar með inngripum, það styrkir verðbólguvæntingar á skuldabréfamarkaði sem er mikilvægasti þátturinn í leiðinni að lægra vaxtastigi. Hin er sú breyting á íslensku efnahagslífi að samkeppni við útlönd í verslun og þjónustu, ásamt tækniframförum og sjálfvirknivæðingu, leiðir til að launahækkanir skila sér ekki jafn auðveldlega í hærra vöruverði eins og áður. Til að mæta ósjálfbærum launahækkunum munu því íslensk fyrirtæki hagræða með fækkun starfsfólks líkt og þau hafa gert síðustu misserin. Þau sem eiga þess ekki kost verða einfaldlega undir í samkeppninni. Spyrja má að lokum af hverju hinn erlendi fjárfestir hafði svo rétt fyrir sér á sama tíma og flestir greinendur og líklega mikill meirihluti fjárfesta (lesið út frá verðlagningu markaða) var mun svartsýnni? Líklega sýnir þetta dæmi hve mikilvæg skoðanaskipti við umheiminn geta verið – erlendir fjárfestar sem hafa áhuga á fjárfestingum í íslenskum skuldabréfum eru ekki almennt „illir vogunarsjóðir“ heldur frekar langtímafjárfestar sem eru tilbúnir að hafa langtímaskoðun á íslensku hagkerfi og láta hina heimatilbúnu svartsýni sig minna varða.Höfundur er framkvæmdastjóri sjóða hjá GAMMA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Agnar Tómas Möller Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í árslok 2018 er óhætt að segja að nokkur svartsýni hafi ríkt í íslensku efnahagslífi. Óvissa var um framtíð WOW air, samdráttur fyrirsjáanlegur í ferðaþjónustunni og engin leið var að sjá skynsamlega lendingu með kjarasamninga þar sem átök hörðnuðu dag frá degi á vinnumarkaði. Allir þessir þættir leiddu til lækkunar krónunnar, ótta við vaxandi verðbólgu og væntinga um að vextir myndu hækka verulega á árinu 2019. Á sama tíma kvað hins vegar við annan tón í bréfi sem fjárfestingastjóri BlueBay, eins stærsta sérhæfða skuldabréfastýringarfyrirtækis Evrópu, sendi til viðskiptavina sinna. Í bréfinu var því spáð að samfara afléttingu innflæðishafta á Íslandi, myndu vextir til skemmri og lengri tíma lækka og krónan styrkjast, og því væru íslensk skuldabréf sérlega áhugaverð. Í byrjun mars þessa árs hafði sjóður í stýringu umrædds fyrirtækis hafið fjárfestingar á Íslandi, og tók þá fjárfestingarstjórinn enn dýpra í árinni í nýju bréfi til sinna viðskiptavina – þar sem því var haldið fram að Ísland hefði bæði viðvarandi fjárlaga- og viðskiptaafgang og verulega jákvæða eignastöðu, lánshæfi Íslands myndi hækka, verðbólga fara aftur í átt að markmiði á árinu, stýrivextir lækka sem og langtíma vextir. Þótt krónan hafi ekki styrkst á þessu áru hefur hún aftur á móti staðist dómsdagsspár vegna falls WOW air og vel það. Langtímavextir hafa lækkað um 1,2% á árinu og verðbólga hjaðnað. Það sem kannski mestu skiptir er að langtíma verðbólguálag á skuldabréfamarkaði hefur lækkað verulega, úr 4,0% í upphafi árs í 3,0% þegar þetta er skrifað. Mjög óalgengt er að samband langtíma verðbólguvæntinga og krónunnar sé með þeim hætti. Ýmsir kraftar hafa verið að verki sem ekki hafa allir hlotið mikla athygli. Á árunum 2014 til 2017 safnaði Seðlabanki Íslands umtalsverðum óskuldsettum gjaldeyrisforða og bjó þannig þjóðarbúið vel undir ófyrirséð áföll sem nú hafa skollið á af fullum þunga í ferðaþjónustunni. Seðlabankinn getur því komið í veg fyrir sveiflur á gengi krónunnar með inngripum, það styrkir verðbólguvæntingar á skuldabréfamarkaði sem er mikilvægasti þátturinn í leiðinni að lægra vaxtastigi. Hin er sú breyting á íslensku efnahagslífi að samkeppni við útlönd í verslun og þjónustu, ásamt tækniframförum og sjálfvirknivæðingu, leiðir til að launahækkanir skila sér ekki jafn auðveldlega í hærra vöruverði eins og áður. Til að mæta ósjálfbærum launahækkunum munu því íslensk fyrirtæki hagræða með fækkun starfsfólks líkt og þau hafa gert síðustu misserin. Þau sem eiga þess ekki kost verða einfaldlega undir í samkeppninni. Spyrja má að lokum af hverju hinn erlendi fjárfestir hafði svo rétt fyrir sér á sama tíma og flestir greinendur og líklega mikill meirihluti fjárfesta (lesið út frá verðlagningu markaða) var mun svartsýnni? Líklega sýnir þetta dæmi hve mikilvæg skoðanaskipti við umheiminn geta verið – erlendir fjárfestar sem hafa áhuga á fjárfestingum í íslenskum skuldabréfum eru ekki almennt „illir vogunarsjóðir“ heldur frekar langtímafjárfestar sem eru tilbúnir að hafa langtímaskoðun á íslensku hagkerfi og láta hina heimatilbúnu svartsýni sig minna varða.Höfundur er framkvæmdastjóri sjóða hjá GAMMA.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar