Ný leið Hörður Ægisson skrifar 5. apríl 2019 07:00 Óvissunni hefur loksins verið aflétt. Stemningin fyrir verkfallsaðgerðum, samtímis fjöldauppsögnum og niðursveiflu í efnahagslífinu, reyndist afar lítil þegar á hólminn var komið. Það þurfti hins vegar því miður að koma til gjaldþrots kerfislega mikilvægs fyrirtækis. Reynslulitlir leiðtogar hinnar nýju herskáu verkalýðshreyfingar rákust harkalega á hinn efnahagslega veruleika við fall WOW air. Við þessar efnahagsaðstæður, sem voru eins fyrirsjáanlegar og hugsast getur, var ljóst að breyta þurfti um kúrs. Eftir einar hatrömmustu deilur sem sést hafa um langt skeið sýndu aðilar vinnumarkaðarins þá ábyrgð sem kallað var eftir. Stærstu stéttarfélögin, sem höfðu mislesið stöðuna framan af og haldið til streitu kröfum sem aldrei var innstæða fyrir, sáu að sér og komu myndarlega til móts við þá miklu og réttmætu gagnrýni – sem sumir kusu að kalla hræðsluáróður – sem þau höfðu fengið á sig. Það er lofsvert og niðurstaðan er nærri fjögurra ára kjarasamningur sem ætti að styðja við stöðugleika, bæði efnahags- og félagslegan, á komandi árum. Á því græða allir. Það var ávallt ljóst að svigrúm atvinnulífsins væri hverfandi. Flestir þekkja ástæðurnar. Rekstrarumhverfi fyrirtækja, einkum í útflutningsgreinunum, hefur versnað til muna síðustu ár samhliða gengisstyrkingu og gríðarlegum nafnlaunahækkunum. Kjarasamningurinn ber þess merki að miklar launahækkanir voru ekki í boði í þetta sinn. Það hefur legið lengi fyrir að aðkoma stjórnvalda, að því marki sem hægt var, gæti því skipt sköpum til að miðla málum. Það varð reyndin en útspil ríkisstjórnarinnar, meðal annars skattalækkanir, auknar barnabætur og aðgerðir í húsnæðismálum, er metið á um 80 milljarða yfir samningstímabilið. Ríkisstjórnin var ekki hvað síst mynduð til að tryggja stöðugleika á vinnumarkaði. Nú þegar það er að takast, sem um tíma var ekki útlit fyrir að yrði niðurstaðan, er ljóst að staða hennar – og þá einkum Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra – hefur styrkst til muna. Það er samt teflt á tæpasta vað. Talsverð hækkun lægstu launa, eða sem nemur 90 þúsundum króna á samningstímabilinu, verður sumum fyrirtækjum þungbær og afleiðingarnar munu brjótast fram í fækkun starfsfólks og/eða hækkandi verðlagi. Þá er hættan sú, sem helgast af þeirri staðreynd að tekjujöfnuður er óvíða meiri en hér á landi, að slíkar hækkanir eigi eftir að leita upp í millitekjuhópana. Á móti kemur að samið er um hóflegar almennar launahækkanir, sem jafngilda um 2,5 prósentum á ári sé litið til meðalheildarlauna, sem styður við verðbólgumarkmið Seðlabankans. Sú leið sem einnig er farin, sem er nýmæli, að aukinn hagvöxtur gefi af sér meiri launahækkanir er til eftirbreytni. Hún er viðurkenning á þeim sannindum, sem sumir hafa skeytt lítið um, að laun verða aldrei ákvörðuð án tillits til verðmætasköpunar í hagkerfinu. Stærsti ávinningur launafólks er ekki endilega fólginn í krónutöluhækkunum. Fyrir meginþorra heimila, sem þurfa að greiða mánaðarlegar afborganir af húsnæðislánum sínum, skiptir ekki síður máli að hér skapist skilyrði fyrir því að vextir lækki á sama tíma og það er að kreppa að í efnahagslífinu. Ein af forsendunum sem samningarnar hvíla á, sem vegur ekki að sjálfstæði Seðlabankans á nokkurn hátt, er einmitt að vextir lækki verulega fram í september 2020. Þeir kjarasamningar sem nú hafa náðst þýða að raunhæft er að ætla að slíkar vaxalækkanir verði að veruleika. Það yrði þá söguleg niðurstaða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Óvissunni hefur loksins verið aflétt. Stemningin fyrir verkfallsaðgerðum, samtímis fjöldauppsögnum og niðursveiflu í efnahagslífinu, reyndist afar lítil þegar á hólminn var komið. Það þurfti hins vegar því miður að koma til gjaldþrots kerfislega mikilvægs fyrirtækis. Reynslulitlir leiðtogar hinnar nýju herskáu verkalýðshreyfingar rákust harkalega á hinn efnahagslega veruleika við fall WOW air. Við þessar efnahagsaðstæður, sem voru eins fyrirsjáanlegar og hugsast getur, var ljóst að breyta þurfti um kúrs. Eftir einar hatrömmustu deilur sem sést hafa um langt skeið sýndu aðilar vinnumarkaðarins þá ábyrgð sem kallað var eftir. Stærstu stéttarfélögin, sem höfðu mislesið stöðuna framan af og haldið til streitu kröfum sem aldrei var innstæða fyrir, sáu að sér og komu myndarlega til móts við þá miklu og réttmætu gagnrýni – sem sumir kusu að kalla hræðsluáróður – sem þau höfðu fengið á sig. Það er lofsvert og niðurstaðan er nærri fjögurra ára kjarasamningur sem ætti að styðja við stöðugleika, bæði efnahags- og félagslegan, á komandi árum. Á því græða allir. Það var ávallt ljóst að svigrúm atvinnulífsins væri hverfandi. Flestir þekkja ástæðurnar. Rekstrarumhverfi fyrirtækja, einkum í útflutningsgreinunum, hefur versnað til muna síðustu ár samhliða gengisstyrkingu og gríðarlegum nafnlaunahækkunum. Kjarasamningurinn ber þess merki að miklar launahækkanir voru ekki í boði í þetta sinn. Það hefur legið lengi fyrir að aðkoma stjórnvalda, að því marki sem hægt var, gæti því skipt sköpum til að miðla málum. Það varð reyndin en útspil ríkisstjórnarinnar, meðal annars skattalækkanir, auknar barnabætur og aðgerðir í húsnæðismálum, er metið á um 80 milljarða yfir samningstímabilið. Ríkisstjórnin var ekki hvað síst mynduð til að tryggja stöðugleika á vinnumarkaði. Nú þegar það er að takast, sem um tíma var ekki útlit fyrir að yrði niðurstaðan, er ljóst að staða hennar – og þá einkum Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra – hefur styrkst til muna. Það er samt teflt á tæpasta vað. Talsverð hækkun lægstu launa, eða sem nemur 90 þúsundum króna á samningstímabilinu, verður sumum fyrirtækjum þungbær og afleiðingarnar munu brjótast fram í fækkun starfsfólks og/eða hækkandi verðlagi. Þá er hættan sú, sem helgast af þeirri staðreynd að tekjujöfnuður er óvíða meiri en hér á landi, að slíkar hækkanir eigi eftir að leita upp í millitekjuhópana. Á móti kemur að samið er um hóflegar almennar launahækkanir, sem jafngilda um 2,5 prósentum á ári sé litið til meðalheildarlauna, sem styður við verðbólgumarkmið Seðlabankans. Sú leið sem einnig er farin, sem er nýmæli, að aukinn hagvöxtur gefi af sér meiri launahækkanir er til eftirbreytni. Hún er viðurkenning á þeim sannindum, sem sumir hafa skeytt lítið um, að laun verða aldrei ákvörðuð án tillits til verðmætasköpunar í hagkerfinu. Stærsti ávinningur launafólks er ekki endilega fólginn í krónutöluhækkunum. Fyrir meginþorra heimila, sem þurfa að greiða mánaðarlegar afborganir af húsnæðislánum sínum, skiptir ekki síður máli að hér skapist skilyrði fyrir því að vextir lækki á sama tíma og það er að kreppa að í efnahagslífinu. Ein af forsendunum sem samningarnar hvíla á, sem vegur ekki að sjálfstæði Seðlabankans á nokkurn hátt, er einmitt að vextir lækki verulega fram í september 2020. Þeir kjarasamningar sem nú hafa náðst þýða að raunhæft er að ætla að slíkar vaxalækkanir verði að veruleika. Það yrði þá söguleg niðurstaða.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun