Ný leið Hörður Ægisson skrifar 5. apríl 2019 07:00 Óvissunni hefur loksins verið aflétt. Stemningin fyrir verkfallsaðgerðum, samtímis fjöldauppsögnum og niðursveiflu í efnahagslífinu, reyndist afar lítil þegar á hólminn var komið. Það þurfti hins vegar því miður að koma til gjaldþrots kerfislega mikilvægs fyrirtækis. Reynslulitlir leiðtogar hinnar nýju herskáu verkalýðshreyfingar rákust harkalega á hinn efnahagslega veruleika við fall WOW air. Við þessar efnahagsaðstæður, sem voru eins fyrirsjáanlegar og hugsast getur, var ljóst að breyta þurfti um kúrs. Eftir einar hatrömmustu deilur sem sést hafa um langt skeið sýndu aðilar vinnumarkaðarins þá ábyrgð sem kallað var eftir. Stærstu stéttarfélögin, sem höfðu mislesið stöðuna framan af og haldið til streitu kröfum sem aldrei var innstæða fyrir, sáu að sér og komu myndarlega til móts við þá miklu og réttmætu gagnrýni – sem sumir kusu að kalla hræðsluáróður – sem þau höfðu fengið á sig. Það er lofsvert og niðurstaðan er nærri fjögurra ára kjarasamningur sem ætti að styðja við stöðugleika, bæði efnahags- og félagslegan, á komandi árum. Á því græða allir. Það var ávallt ljóst að svigrúm atvinnulífsins væri hverfandi. Flestir þekkja ástæðurnar. Rekstrarumhverfi fyrirtækja, einkum í útflutningsgreinunum, hefur versnað til muna síðustu ár samhliða gengisstyrkingu og gríðarlegum nafnlaunahækkunum. Kjarasamningurinn ber þess merki að miklar launahækkanir voru ekki í boði í þetta sinn. Það hefur legið lengi fyrir að aðkoma stjórnvalda, að því marki sem hægt var, gæti því skipt sköpum til að miðla málum. Það varð reyndin en útspil ríkisstjórnarinnar, meðal annars skattalækkanir, auknar barnabætur og aðgerðir í húsnæðismálum, er metið á um 80 milljarða yfir samningstímabilið. Ríkisstjórnin var ekki hvað síst mynduð til að tryggja stöðugleika á vinnumarkaði. Nú þegar það er að takast, sem um tíma var ekki útlit fyrir að yrði niðurstaðan, er ljóst að staða hennar – og þá einkum Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra – hefur styrkst til muna. Það er samt teflt á tæpasta vað. Talsverð hækkun lægstu launa, eða sem nemur 90 þúsundum króna á samningstímabilinu, verður sumum fyrirtækjum þungbær og afleiðingarnar munu brjótast fram í fækkun starfsfólks og/eða hækkandi verðlagi. Þá er hættan sú, sem helgast af þeirri staðreynd að tekjujöfnuður er óvíða meiri en hér á landi, að slíkar hækkanir eigi eftir að leita upp í millitekjuhópana. Á móti kemur að samið er um hóflegar almennar launahækkanir, sem jafngilda um 2,5 prósentum á ári sé litið til meðalheildarlauna, sem styður við verðbólgumarkmið Seðlabankans. Sú leið sem einnig er farin, sem er nýmæli, að aukinn hagvöxtur gefi af sér meiri launahækkanir er til eftirbreytni. Hún er viðurkenning á þeim sannindum, sem sumir hafa skeytt lítið um, að laun verða aldrei ákvörðuð án tillits til verðmætasköpunar í hagkerfinu. Stærsti ávinningur launafólks er ekki endilega fólginn í krónutöluhækkunum. Fyrir meginþorra heimila, sem þurfa að greiða mánaðarlegar afborganir af húsnæðislánum sínum, skiptir ekki síður máli að hér skapist skilyrði fyrir því að vextir lækki á sama tíma og það er að kreppa að í efnahagslífinu. Ein af forsendunum sem samningarnar hvíla á, sem vegur ekki að sjálfstæði Seðlabankans á nokkurn hátt, er einmitt að vextir lækki verulega fram í september 2020. Þeir kjarasamningar sem nú hafa náðst þýða að raunhæft er að ætla að slíkar vaxalækkanir verði að veruleika. Það yrði þá söguleg niðurstaða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Óvissunni hefur loksins verið aflétt. Stemningin fyrir verkfallsaðgerðum, samtímis fjöldauppsögnum og niðursveiflu í efnahagslífinu, reyndist afar lítil þegar á hólminn var komið. Það þurfti hins vegar því miður að koma til gjaldþrots kerfislega mikilvægs fyrirtækis. Reynslulitlir leiðtogar hinnar nýju herskáu verkalýðshreyfingar rákust harkalega á hinn efnahagslega veruleika við fall WOW air. Við þessar efnahagsaðstæður, sem voru eins fyrirsjáanlegar og hugsast getur, var ljóst að breyta þurfti um kúrs. Eftir einar hatrömmustu deilur sem sést hafa um langt skeið sýndu aðilar vinnumarkaðarins þá ábyrgð sem kallað var eftir. Stærstu stéttarfélögin, sem höfðu mislesið stöðuna framan af og haldið til streitu kröfum sem aldrei var innstæða fyrir, sáu að sér og komu myndarlega til móts við þá miklu og réttmætu gagnrýni – sem sumir kusu að kalla hræðsluáróður – sem þau höfðu fengið á sig. Það er lofsvert og niðurstaðan er nærri fjögurra ára kjarasamningur sem ætti að styðja við stöðugleika, bæði efnahags- og félagslegan, á komandi árum. Á því græða allir. Það var ávallt ljóst að svigrúm atvinnulífsins væri hverfandi. Flestir þekkja ástæðurnar. Rekstrarumhverfi fyrirtækja, einkum í útflutningsgreinunum, hefur versnað til muna síðustu ár samhliða gengisstyrkingu og gríðarlegum nafnlaunahækkunum. Kjarasamningurinn ber þess merki að miklar launahækkanir voru ekki í boði í þetta sinn. Það hefur legið lengi fyrir að aðkoma stjórnvalda, að því marki sem hægt var, gæti því skipt sköpum til að miðla málum. Það varð reyndin en útspil ríkisstjórnarinnar, meðal annars skattalækkanir, auknar barnabætur og aðgerðir í húsnæðismálum, er metið á um 80 milljarða yfir samningstímabilið. Ríkisstjórnin var ekki hvað síst mynduð til að tryggja stöðugleika á vinnumarkaði. Nú þegar það er að takast, sem um tíma var ekki útlit fyrir að yrði niðurstaðan, er ljóst að staða hennar – og þá einkum Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra – hefur styrkst til muna. Það er samt teflt á tæpasta vað. Talsverð hækkun lægstu launa, eða sem nemur 90 þúsundum króna á samningstímabilinu, verður sumum fyrirtækjum þungbær og afleiðingarnar munu brjótast fram í fækkun starfsfólks og/eða hækkandi verðlagi. Þá er hættan sú, sem helgast af þeirri staðreynd að tekjujöfnuður er óvíða meiri en hér á landi, að slíkar hækkanir eigi eftir að leita upp í millitekjuhópana. Á móti kemur að samið er um hóflegar almennar launahækkanir, sem jafngilda um 2,5 prósentum á ári sé litið til meðalheildarlauna, sem styður við verðbólgumarkmið Seðlabankans. Sú leið sem einnig er farin, sem er nýmæli, að aukinn hagvöxtur gefi af sér meiri launahækkanir er til eftirbreytni. Hún er viðurkenning á þeim sannindum, sem sumir hafa skeytt lítið um, að laun verða aldrei ákvörðuð án tillits til verðmætasköpunar í hagkerfinu. Stærsti ávinningur launafólks er ekki endilega fólginn í krónutöluhækkunum. Fyrir meginþorra heimila, sem þurfa að greiða mánaðarlegar afborganir af húsnæðislánum sínum, skiptir ekki síður máli að hér skapist skilyrði fyrir því að vextir lækki á sama tíma og það er að kreppa að í efnahagslífinu. Ein af forsendunum sem samningarnar hvíla á, sem vegur ekki að sjálfstæði Seðlabankans á nokkurn hátt, er einmitt að vextir lækki verulega fram í september 2020. Þeir kjarasamningar sem nú hafa náðst þýða að raunhæft er að ætla að slíkar vaxalækkanir verði að veruleika. Það yrði þá söguleg niðurstaða.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar