Ný leið Hörður Ægisson skrifar 5. apríl 2019 07:00 Óvissunni hefur loksins verið aflétt. Stemningin fyrir verkfallsaðgerðum, samtímis fjöldauppsögnum og niðursveiflu í efnahagslífinu, reyndist afar lítil þegar á hólminn var komið. Það þurfti hins vegar því miður að koma til gjaldþrots kerfislega mikilvægs fyrirtækis. Reynslulitlir leiðtogar hinnar nýju herskáu verkalýðshreyfingar rákust harkalega á hinn efnahagslega veruleika við fall WOW air. Við þessar efnahagsaðstæður, sem voru eins fyrirsjáanlegar og hugsast getur, var ljóst að breyta þurfti um kúrs. Eftir einar hatrömmustu deilur sem sést hafa um langt skeið sýndu aðilar vinnumarkaðarins þá ábyrgð sem kallað var eftir. Stærstu stéttarfélögin, sem höfðu mislesið stöðuna framan af og haldið til streitu kröfum sem aldrei var innstæða fyrir, sáu að sér og komu myndarlega til móts við þá miklu og réttmætu gagnrýni – sem sumir kusu að kalla hræðsluáróður – sem þau höfðu fengið á sig. Það er lofsvert og niðurstaðan er nærri fjögurra ára kjarasamningur sem ætti að styðja við stöðugleika, bæði efnahags- og félagslegan, á komandi árum. Á því græða allir. Það var ávallt ljóst að svigrúm atvinnulífsins væri hverfandi. Flestir þekkja ástæðurnar. Rekstrarumhverfi fyrirtækja, einkum í útflutningsgreinunum, hefur versnað til muna síðustu ár samhliða gengisstyrkingu og gríðarlegum nafnlaunahækkunum. Kjarasamningurinn ber þess merki að miklar launahækkanir voru ekki í boði í þetta sinn. Það hefur legið lengi fyrir að aðkoma stjórnvalda, að því marki sem hægt var, gæti því skipt sköpum til að miðla málum. Það varð reyndin en útspil ríkisstjórnarinnar, meðal annars skattalækkanir, auknar barnabætur og aðgerðir í húsnæðismálum, er metið á um 80 milljarða yfir samningstímabilið. Ríkisstjórnin var ekki hvað síst mynduð til að tryggja stöðugleika á vinnumarkaði. Nú þegar það er að takast, sem um tíma var ekki útlit fyrir að yrði niðurstaðan, er ljóst að staða hennar – og þá einkum Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra – hefur styrkst til muna. Það er samt teflt á tæpasta vað. Talsverð hækkun lægstu launa, eða sem nemur 90 þúsundum króna á samningstímabilinu, verður sumum fyrirtækjum þungbær og afleiðingarnar munu brjótast fram í fækkun starfsfólks og/eða hækkandi verðlagi. Þá er hættan sú, sem helgast af þeirri staðreynd að tekjujöfnuður er óvíða meiri en hér á landi, að slíkar hækkanir eigi eftir að leita upp í millitekjuhópana. Á móti kemur að samið er um hóflegar almennar launahækkanir, sem jafngilda um 2,5 prósentum á ári sé litið til meðalheildarlauna, sem styður við verðbólgumarkmið Seðlabankans. Sú leið sem einnig er farin, sem er nýmæli, að aukinn hagvöxtur gefi af sér meiri launahækkanir er til eftirbreytni. Hún er viðurkenning á þeim sannindum, sem sumir hafa skeytt lítið um, að laun verða aldrei ákvörðuð án tillits til verðmætasköpunar í hagkerfinu. Stærsti ávinningur launafólks er ekki endilega fólginn í krónutöluhækkunum. Fyrir meginþorra heimila, sem þurfa að greiða mánaðarlegar afborganir af húsnæðislánum sínum, skiptir ekki síður máli að hér skapist skilyrði fyrir því að vextir lækki á sama tíma og það er að kreppa að í efnahagslífinu. Ein af forsendunum sem samningarnar hvíla á, sem vegur ekki að sjálfstæði Seðlabankans á nokkurn hátt, er einmitt að vextir lækki verulega fram í september 2020. Þeir kjarasamningar sem nú hafa náðst þýða að raunhæft er að ætla að slíkar vaxalækkanir verði að veruleika. Það yrði þá söguleg niðurstaða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Óvissunni hefur loksins verið aflétt. Stemningin fyrir verkfallsaðgerðum, samtímis fjöldauppsögnum og niðursveiflu í efnahagslífinu, reyndist afar lítil þegar á hólminn var komið. Það þurfti hins vegar því miður að koma til gjaldþrots kerfislega mikilvægs fyrirtækis. Reynslulitlir leiðtogar hinnar nýju herskáu verkalýðshreyfingar rákust harkalega á hinn efnahagslega veruleika við fall WOW air. Við þessar efnahagsaðstæður, sem voru eins fyrirsjáanlegar og hugsast getur, var ljóst að breyta þurfti um kúrs. Eftir einar hatrömmustu deilur sem sést hafa um langt skeið sýndu aðilar vinnumarkaðarins þá ábyrgð sem kallað var eftir. Stærstu stéttarfélögin, sem höfðu mislesið stöðuna framan af og haldið til streitu kröfum sem aldrei var innstæða fyrir, sáu að sér og komu myndarlega til móts við þá miklu og réttmætu gagnrýni – sem sumir kusu að kalla hræðsluáróður – sem þau höfðu fengið á sig. Það er lofsvert og niðurstaðan er nærri fjögurra ára kjarasamningur sem ætti að styðja við stöðugleika, bæði efnahags- og félagslegan, á komandi árum. Á því græða allir. Það var ávallt ljóst að svigrúm atvinnulífsins væri hverfandi. Flestir þekkja ástæðurnar. Rekstrarumhverfi fyrirtækja, einkum í útflutningsgreinunum, hefur versnað til muna síðustu ár samhliða gengisstyrkingu og gríðarlegum nafnlaunahækkunum. Kjarasamningurinn ber þess merki að miklar launahækkanir voru ekki í boði í þetta sinn. Það hefur legið lengi fyrir að aðkoma stjórnvalda, að því marki sem hægt var, gæti því skipt sköpum til að miðla málum. Það varð reyndin en útspil ríkisstjórnarinnar, meðal annars skattalækkanir, auknar barnabætur og aðgerðir í húsnæðismálum, er metið á um 80 milljarða yfir samningstímabilið. Ríkisstjórnin var ekki hvað síst mynduð til að tryggja stöðugleika á vinnumarkaði. Nú þegar það er að takast, sem um tíma var ekki útlit fyrir að yrði niðurstaðan, er ljóst að staða hennar – og þá einkum Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra – hefur styrkst til muna. Það er samt teflt á tæpasta vað. Talsverð hækkun lægstu launa, eða sem nemur 90 þúsundum króna á samningstímabilinu, verður sumum fyrirtækjum þungbær og afleiðingarnar munu brjótast fram í fækkun starfsfólks og/eða hækkandi verðlagi. Þá er hættan sú, sem helgast af þeirri staðreynd að tekjujöfnuður er óvíða meiri en hér á landi, að slíkar hækkanir eigi eftir að leita upp í millitekjuhópana. Á móti kemur að samið er um hóflegar almennar launahækkanir, sem jafngilda um 2,5 prósentum á ári sé litið til meðalheildarlauna, sem styður við verðbólgumarkmið Seðlabankans. Sú leið sem einnig er farin, sem er nýmæli, að aukinn hagvöxtur gefi af sér meiri launahækkanir er til eftirbreytni. Hún er viðurkenning á þeim sannindum, sem sumir hafa skeytt lítið um, að laun verða aldrei ákvörðuð án tillits til verðmætasköpunar í hagkerfinu. Stærsti ávinningur launafólks er ekki endilega fólginn í krónutöluhækkunum. Fyrir meginþorra heimila, sem þurfa að greiða mánaðarlegar afborganir af húsnæðislánum sínum, skiptir ekki síður máli að hér skapist skilyrði fyrir því að vextir lækki á sama tíma og það er að kreppa að í efnahagslífinu. Ein af forsendunum sem samningarnar hvíla á, sem vegur ekki að sjálfstæði Seðlabankans á nokkurn hátt, er einmitt að vextir lækki verulega fram í september 2020. Þeir kjarasamningar sem nú hafa náðst þýða að raunhæft er að ætla að slíkar vaxalækkanir verði að veruleika. Það yrði þá söguleg niðurstaða.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar